Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986.
7
Rússneska skipið, Georg Otz, sem Gorbatsjov og Raisa bjuggu í, hélt frá Reykjavik skömmu eftir hádegi i gær.
Hér heldur það út á ytri höfnina. DV-mynd S
Eríendu gestimir á leiðtogafundinum:
Flestir famir
Flestir þeir sem sóttu ísland heim
vegna leiðtogafundarins eru famir
eða fara í dag. Rússnesku skemmti-
ferðaskipin Baltika og Georg Otz
létu bæði úr höfn eftir hádegi í gær
og Bolette fer í dag.
Allt liðið sem tengist Hvíta húsinu
fór á sunnudag og á leigunámshótel-
unum fjórum, Holti, Esju, Loftleið-
um og Sögu, fengust þær upplýsing-
ar að flestir hefðu tekið saman
pjönkur sínar í gær en hinir færu í
dag.
Hjá Ferðaskrifstofu ríkisins feng-
ust þær upplýsingar að langflestir,
er skrifstofan hefði útvegað hús-
næði, hefðu farið i gær og þeir
síðustu færu i dag. ' -KÞ
Reykjavikurhofn:
Ekki var leitað í trillubátunum
Tveir sjómenn sem voru að leggja
af stað á sjóinn voru teknir með byssu
í Reykjavíkurhöfh sl. laugardag eins
og DV hefur skýrt frá. Þetta leiðir
hugann að því að algengt er að trillu-
karlar hafi byssur með sér á sjóinn
og skjóti svartfugl. Það kemur og fyr-
ir að byssumar em geymdar um borð
í trillunum þegar þær em í landi. En
var gerð vopnaleit í trillunum í
Reykjavíkurhöfn í sambandi við allar
þær miklu öryggisráðstafanir sem
gerðar vom vegna leiðtogafúndarins?
Þessa spumingu bárum við upp við
Bjarka Elíasson yfirlögregluþjón.
Hann sagði að engin vopnaleit hefði
farið fram í trillunum.
„Ég held að það heyri til algerra
undantekninga að trillukarlar geymi
byssur sínar um borð í trillunum nú-
orðið. Það hefur verið svo mikið um
innbrot í trillumar að þeir taka öll
verðmæti með sér heim,“ sagði Bjarki.
Hann sagði að eftir atburðinn í
Daníelsslippnum hér um árið þegar
maður ógnaði fólki með byssu, sem
hann hafði stolið úr trillubát, hefði
lögreglan haft samband við trillukarl-
ana og farið fram á það að þeir geymdu
ekki vopn um borð í trillunum. Sagð-
ist Bjarki trúa því að eftir þessum
óskum lögreglunnar væri farið.
-S.dór.
Fréttir
Hótel Loftleiðir:
77Komum líklega sléttir útÉé
„Nýting á hótelinu hefði verið jafn-
mikil þó svo að fundurinn hefði ekki
komið til,“ sagði Einar Olgeirsson,
hótelstjóri Hótel Loftleiða, þegar við
spurðum hann í gær um nýtinguna
þar í síðustu viku.
„Þetta gekk allt mjög vel og líklega
komum við sléttir út úr þessu dæmi.
Við hækkuðum örlítið verðið til þess
að mæta þeim aukna tilkostnaði sem
hótelið varð að leggja fram enda gerð-
um við alls ekki ráð fyrir neinum
greiðslum frá hinu opinbera í tengsl-
um við leigunámið. Málið var að
bjarga gistivandamálinu og á það
lögðum við aðaláherslu,“ sagði Einar.
-SJ
Hótel Esja:
„Eigum eftir að gera dæmið upp“
Hótel Esja var eitt þeirra hótela sem
var tekið leigunámi vegna leiðtoga-
fundarins. Við spurðum Aðalstein
Hans Indriðason, hótelstjóra hvemig
nýtingin hefði verið á meðan leigun-
ámslögin vom í gildi. „Það var fín
nýting hjá okkur, en við urðum samt
fyrir því að nokkur herbergi stóðu
ónotuð og ekki er ljóst hver greiðir
kostnaðinn af því. Við eigum eftir að
gera dæmið upp en við vorum með
fullbókað hótel fyrir og þurftum því
að breyta pöntunum og ég held að það
taki smátíma að koma hlutunum í
samt lag hér hjá okkur," sagði Aðal-
steinn.
Hann sagðist hafa hevrt nokkrar
óánægju raddir erlendis frá vegna
þeirra breytinga sem varð að gera á
pöntunum í kjölfar leigunámsins.
-SJ
Hótel Saga:
„Slæmt að skemmtana-
hald lagðist niður“
„Við vorum með fullbókað fyrir,
þannig að það breytti ekki miklu þó
að rússamir kæmu hér inn. Um tíma
vom milli 50 og 60 herbergi tóm hjá
okkur og við vitum ekki hvort rúss-
amir borgi það, eða hið opinbera. Við
eigum eftir að kanna það mál,“ sagði
Bjarni Sigtryggsson, aðstoðarhótel-
stjóri Hótel Sögu aðspurður um
nýtingu á hótelinu á meðan leigun-
ámsákvæðin giltu.
Bjami sagði að líklega mundi hótel-
ið ekki hagnast beinlínis á viðskiptun-
um í síðustu viku. „Það sem var
líklega verst við þetta mál er að ekki
var hægt að halda almenna dansleiki
hér um síðustu helgi og þar með töp-
uðust töluverðar tekjur bæði fyrir
hótelið sem og starfsfólk," sagði
Bjarni. Aðeins hefur borist eitt bréf frá
danskri ferðaskrifstofu sem hótar
málaferlum vegna breytinga á pöntun-
um, en Bjami sagði ljóst að hótelið
gæti ekki bætt þeim neinn kostnað
vegna þessara breytinga.
-SJ
- Kynnist -----------
V. undratölvunni Macintosh l
S og nýjustu tölvunni /
Opnum á morgun
Radíóbúðinni
Skipholti 19
o
V __
:==aey^=y>-S[, /3
'n=*i
Opin frá kl. 9-18
miðvikud. fimmtud. og föstud.
Enginn aðgangseyrir