Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Fangi harðlínumanna
Reagan Bandaríkjaforseti var fangi harðlínumanna
í hópi fylgdarmanna sinna, þegar hann þorði ekki í
Höfða á sunnudaginn að stíga síðasta skrefið til tíma-
mótasamkomulags við Gorbatsjov Sovétleiðtoga um
víðtækan niðurskurð kjarnorkuvopna.
Leiðtogarnir voru efnislega búnir að ná samkomu-
lagi, en gátu ekki undirritað það vegna ósamkomulags
um, hvort rannsóknir til undirbúnings geimvarnavopn-
um mættu aðeins fara fram í rannsóknastofum eða
einnig utan þeirra. Það var þúfan, sem velti hlassinu.
Enginn vafi er á, að Gorbatsjov vann áróðursstríðið
í Reykjavík. Hann kom til leiks vel birgur eftirgjöfum,
meðan Reagan virtist ekki geta hreyft sig eins mikið.
Hinar umdeildu ráðagerðir hans um svokallað stjörnu-
stríð eða geimvarnir voru honum fjötur um fót.
Samt verður að hafa í huga, að geimvarnamálið er
afleiðing þess, að Sovétríkin hafa um margra ára skeið
hlaupið mun hraðar en Bandaríkin í vígbúnaðarkapp-
hlaupinu. Stjörnustríð er óskhyggja þess, sem vill loka
sig inni í kastala fyrir ágengum óvinum sínum.
Einnig verður að hafa í huga, að það stóð Gorbatsjov
nær að slaka til, einmitt vegna ofkeyrslu vígbúnaðar
Sovétríkjanna á mörgum undanförnum árum. Hann er
að bæta fyrir það brot með því að fallast á vestræn sjón-
armið um samdrátt vígbúnaðar og eftirlit með honum.
Samkomulagið, sem Gorbatsjov og Reagan náðu í
Reykjavík, en gátu ekki undirritað, er nokkurn veginn
eins og lagt hefur verið til í ýmsum blöðum á Vestur-
löndum, þar á meðal í DV. Það markar tímamót og
hefur mikið gildi, þótt það sé ekki undirritað.
Fólk verður að vona, að málið verði ekki lagt á hill-
una, þótt eitt skref hafi vantað í átt til samkomulags.
Það skref má stíga á öðrum toppfundi í vetur, þegar
leiðtogarnir og ráðgjafar þeirra hafa áttað sig á, hversu
lítið, en bráðnauðsynlegt síðasta skrefið er í raun.
Ekki er tímabært að útiloka, að Reagan geti á síð-
ustu tveimur valdaárum sínum náð svo sögulegu
samkomulagi við Gorbatsjov, að samkomulag Nixons,
forvera hans, við Kínverja falli í skuggann. Hann var
síðdegis á sunnudaginn aðeins hársbreidd frá því.
Eðlis málsins vegna er auðveldara fyrir harða repú-
blikana eins og Nixon og Reagan að semja um slíka
hluti. Þeir eiga að geta róað hægri kantinn í ílokki sín-
um og haft meiri frið fyrir gagnrýni en forsetar
demókrata geta. Þetta gat Nixon, en Reagan ekki enn.
Að öðrum kosti verður mannkyn enn til viðbótar að
búa við nokkur ár vaxandi öryggisleysis. Ef það lifir
af, verður hlutverkið forsetans, sem tekur við af Reag-
an, sennilega úr flokki demókrata, að semja við Sovét-
ríkin um aukið öryggi gegn styrjöld heimsveldanna.
Mikilvægast er, að Reagan hætti að ramba milli
hinna tiltölulega mildu sjónarmiða, sem einkum gætir
í utanríkisráðuneytinu, og hinna grjóthörðu sjónar-
miða, sem einkum gætir í hermálaráðuneytinu. Honum
ber nú orðið að halla sér að hinum fyrrnefndu.
Þótt Reagan hafi mistekizt að Höfða,.hefur hann enn
tækifæri til að skrá nafn sitt í veraldarsöguna sem frið-
arforsetans, er kom öryggismálum heimsins í traustan
farveg með sögulegu samkomulagi við Sovétríkin. Til
þess þarf hann að losna úr fangelsi harðlínumanna.
Hið óundirritaða samkomulag Reykjavíkurfundarins
um verulegan samdrátt kjarnorkuvopna getur hæglega
fæðst, þótt herzlumuninn hafi vantað að þessu sinni.
Jónas Kristjánsson
„Frambjóðendur BJ lofuðu ekki kjósendum að berjast fyrir lífi BJ sem stofnunar. Það lá Ijóst fyrir í upphafi að
menn voru að leita aðferðar til að koma ákveðnum pólitískum áherslum til skila.“
Hvaða svik?
Frambjóðendur BJ lofuðu ekki
kjósendum að berjast fyrir lífi BJ
sem stofnunar. Það lá ljóst fyrir í
upphafi að menn voru að leita að-
ferðar til að koma ákveðnum póli-
tískum áherslum til skila.
Frambjóðendur BJ Lofuðu kjósend-
um að berjast fyrir þessum áherslum.
Þessar áherslur fjölluðu um aukið
lýðræði, valddreifingu, nútíma efna-
hagsstjórn og baráttu gegn flokks-
ræði og þröngri hagsmunavörslu.
Hafa kjósendur
verið sviknir?
Á þessum tíma hefur mikið áunn-
ist. Augu manna hafa opnast fyrir
mikilvægi og sannleik þessara hug-
mynda. Nú ríður á að leita enn á
ný aðferðar til að fylgja þessum
hugmyndum eftir í íslenskum stjóm-
málum til framtíðar.
Bandalagsmenn, sem gengu til liðs
við Alþýðuflokkinn, lýstu því yfir
að þeir teldu að tryggja mætti þess-
um málum brautargengi innan
Alþýðuflokksins. Það hefur nú sann-
ast.
Á nýhöldnu flokksþingi voru sam-
þykktar áherslur, s.s.
* jöfhun atkvæðisréttar í alþingis-
kosningum
* þriðja stjómsýslustigið
* samningar á vinnustöðum
* reglur gegn verðsamsærum
* reglur gegn hagsmunaárekstrum
* þingmenn sitji ekki í stjórnum
banka og sparisjóða
* fiskmarkaður -- frjálst fiskverð
Þessi mál fjalla einmitt um barátt-
una fyrir auknu lýðræði, dreifðu
valdi, nútímalegum viðhorfum í
efnahagsmálum og atlögu að flokks-
ræði.
Hér er einungis drepið á nokkur
dæmi þess að baráttan er að bera
árangur. Það hefur verið staðið við
öll loforð um að færa þessar hug-
myndir til áhrifa i þessu samfélagi.
Hefur baráttan gegn flokks-
ræði verið svikin?
Hvemig upprætir maður flokks-
ræði? Er það gert með því að setja
lög gegn flokksræði? Talið um bar-
áttuna gegn flokksræði verður að
hafa innihald. Annars verður það
máttlaust slagorðagjálfúr.
Á hveiju byggist flokksræði?
1) Flokksræði hefur m.a. byggst á
setu stjómmálamanna í stjómum
banka og sparisjóða. Því vill Al-
þýðuflokkurinn nú breyta,
sbr. viðbót við stefnuskrá sem
samþykkt var á flokksþinginu.
2) Flokksræði hefur byggst á því
Kjallariiin
Guðmundur
Einarsson
alþingismaður
að svipta heimamenn völdum
yfir aflafé og skatttekjum sín-
um. Þeir hafa verið reknir til,
að ganga með betlistaf í hendi
á fund fjárveitinganefndar í
Reykjavik og reynt að sækja
mál í gengum „sína“ menn í
nefndinni. Þessu vill Alþýðu-
flokkurinn nú breyta með því
að stofna fylkisstjórnir.
3) Flokksræði hefur byggst á því að
flokkamir hafa bundist samtök-
um um að veijast tilraunum til
breytinga á úreltri stjórnarskrá.
Þeir hafa pukrast yfir því sem
hefur kallast „endurskoðun
stjórnarskránnnar" í nefnd sem
aldrei kemur saman. Þessu vili
Alþýðuflokkurinn breyta því
þingflokkur hans hefur sam-
þykkt að leggja fram tiUögur
um þjóðfund sem mun gera
þjóðinri sjálfrí fært að setja
grundvaUarreglurnar.
Hér hefúr baráttumálinu „gegn
flokksræði" verði gefið innihald með
þremur dæmum. Þau em ótal fleiri.
Baráttan er ekki fólgin í því að góla
slagorð á hliðarlínu. Hún er fólgin
í því að gera sér raunverulega grein
fyrir hvað flokksræði er og brjóta
síðan niður undirstöður þess. Sú
barátta hefur ekki verið svikin.
Umboð þingmanna
í fjölmiðlum birtist nýlega frétt þess
efnis að landsnefnd BJ hefði sent
bréf til forseta sameinaðs þings og
krafist þess að þingmenn BJ segðu
af sér. Um þetta er ýmislegt að segja.
í fyrsta lagi hefúr meiríhluti fyrrver-
andi landsnefndar BJ gengið til liðs
við Alþýðuflokkinn. Fyrrverandi
formaður nefndarinnar situr nú í
framkvæmdastjóm Alþýðuflokksins
og tveir nefndarmenn vom kosnir í
flokksstjórn.
I öðm lagi vom birt í DV nöfn fjög-
urra landsnefndarmanna sem áttu
að hafa staðið að samþykkt og send-
ingu bréfsins. Það hefúr ekki fengist
staðfest, enda ótrúlegt að fólk, sem
hugsar alvarlega um lýðræði og
stjómmál, vilji bendla nafn sitt við
slíka vitleysu.
BJ var nefnilega m.a. stofnað til að
mótmæla eignarhaldi flokksklíka á
þingmönnum. BJ lagði áherslu á
heildarhyggjuna en ekki þjónkun
við fáiíiennar flokkseigendaklíkur.
Þessi krafa eins eða tveggja úr
landsnefnd BJ er ótrúlegra ofbeldi
en myndi nokkum tíma koma fram
í örgustu íhaldsklíkum gömlu flokk-
anna.
Þessi krafa snýst ekki um tæknileg
atriði í kosningalögum eins og skilja
mátti í fréttum. Hún snýst um sjálfan
gmndvöll lýðræðisskipulagsins.
Þegar maður horfir upp á félaga sína
eða fréttamenn hugleiða þessa hluti
í alvöm spyr maður sig: „Hvað hefúr
skólakerfið í þessu landi verið að
gera í öll þessi ár?“ Hafa þeir í raun
ekki meiri þekkingu á stjómarfari
eða tilfinningu fyrir lýðræði? Sá sem
setur svona kröfúr fram getur ekki
hafa skilið orð af því sem BJ snerist
um, enda er ekki fúrða að illa gangi
að fá menn til að gangast við því
að fiafa samþykkt þessa hörmulegu
kröfú. Hún stríðir gegn helgustu
hugsjón okkar 1 lýðræðisskipulags.
Hún færir okkur aftur í tímann til
frumbemsku nútímaþjóðskipulags.
Þótt stjómarskráin okkar sé ófull-
komin, er hún þó alveg skýr á því
að flokkseigendaklíkur geta ekki
rekið þingmenn. Þingmenn breyta
samkvæmt samvisku sinni og leggja
breytni sína undir dóm kjósenda en
ekki eins eða tveggja manna úti í bæ.
Guðmundur Einarsson.
„Þótt stjórnarskráin okkar sé ófullkomin,
er hún þó alveg skýr á því að flokkseig-
endaklíkur geta ekki rekið þingmenn.“