Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. Stjómmál Prófkjór SjáHstæðisflokksins á Norðuriandi eystra: Halldór Blondal varð langefstur ]án G. Hauksson, DV, Akureyri Halldór Blöndal varð langefstur í prófkjöri Sjálfetæðisflokksins á Norð- urlandi eystra sem fram fór á laugar- dag. Hann fékk 654 atkvæði í fyrsta sætið og 919 atkvæði í það heila. Alls kusu 1074. Úrslitin eru bindandi varð- andi fimm efetu sætin. Bjöm Dagbjartsson varð i öðru sæti. Hann fékk 156 atkvæði í fyrsta sætið og 482 í annað sætið. Alls fékk Bjöm 849 atkvæði í prófkjörinu. Tómas Ingi Olrich varð í þriðja sæti, Vigfus Jónsson í fjórða, Margrét Kristinsdóttir í fimmta, Stefán Sig- tryggsson í sjötta, Bima Sigurbjöms- dóttir í sjöunda og Tryggvi Helgason í áttunda sæti. Þrettán hundmð félagar em í Sjálf- stæðisflokknum í kjördæminu og nýir félagar bættust við á laugardag. Kjör- sókn var því mjög góð eða yfir 82 prósent. -baj Bjóm Dagbjartsson: Atti von á góðri útkomu Jón G. Haukssan, DV, Akureyii; „Mér líst vel á þessi úrslit og er ánægður. Sjálfur átti ég von á því að útkoman hjá okkur Halldóri yrði þokkaleg og sú varð raunin. Ég vil nota tækifærið og þakka fólki stuðn- inginn,“ sagði Bjöm Dagbjartsson þingmaður í gær en hann varð í öðm sæti í prófkjörinu. -baj Tómas Ingi Olrich: Mjög ánægður Jón G. Haukssan, DV, Akureyii „Þriðja sætið er það besta sem ég gat gert mér vonir um. Ég stefndi á eitt af þremur efstu sætunum en gerði mér jafnframt grein fyrir að við öfluga menn væri að etja. Það tókst og ég er að sjálfsögðu mjög ánægður," sagði Tómas Ingi Olrich sem var í þriðja sæti prófkjörsins." Áttu von á að komast inn á þing? „Já, það verður kosið samkvæmt nýjum kosningareglum og samkvæmt þeim em miklir möguleikar á að flokk- urinn nái inn þremur mönnum hér í kjördæminu. Þriðji maðurinn yrði þá eins konar uppbótarþingmaður, hann færi inn á fylgi flokksins um allt land.“ -baj Kjorsokn var mjog goo i profkjori Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra, eöa yfir áttatíu og tvö prósent. DV-mynd JGH Urslrtin Halldór Blöndal: Mikið traust Ján G. Haukssan, DV, Akuieyii; „Ég er mjög ánægður með úrslitin, það er mikið traust að fá yfir sextíu prósent atkvæða i fyrsta sætið. Enn- fremur er ég ánægður með hve þátt- takan í prófkjörinu var góð, hún er mun betri en i prófkjörinu hjá okkur fyrir bæjarstjómarkosningamar síð- astliðið vor,“ sagði Halldór Blöndal þingmaður i gær en hann varð lang- efetur í prófkjörinu á laugardag. -baj Halldór Blöndal, 919 atkvæði Bjöm Dagbjartsson, 849 atkvæði Tómas Ingi Ulrich, 674 atkvæði Vigfús Jónsson, 576 atkvæði Margrét Kristinsdóttir, 567 atkvæði Stefán Sigtryggsson, 441 atkvæði Bima Sigurbjömsdóttir, 272 atkvæði Tryggvi Helgason, 93 atkvæði Matttiías Á. Mattiiesen utanríkisiáðhena: Samningar ekki útilokaðir „Það er aldrei útilokað að náist samningar. Saltsíldarviðræður við Sovétmenn hafa áður farið í loft upp, en náðst saman á endanum. Seinast í fyrra, þegar ég stóð í þessu, fór allt í strand en engu að síður náðust samningar að lokum,“ sagði Matthías Á, Mathiesen utanríkis- ráðherra í samtali við DV. Svo sem kunnugt er af firéttum hefúr saltsíldarviðræðum við Sovét- menn verið slitið án þess að samn- ingar hafi tekist og hefúr ekkert verið ákveðið um framhald viðræðn- anna. Sjómenn, útgerðarmenn og síldarsaltendur hafa beint þeim til- mælum til stjómvalda að ræða ekki um olíukaup við Sovétmenn nema þeir breyti afetöðu sinni varðandi kaup á saltsfld héðan. „Ég tel rétt að hefja þessar viðræð- ur um olíukaupin eins og um var samið og sjá hverju fiam vindur. Formaður viðræðunefiidarinnar, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri, er í Sovétríkjunum núna og hann mun gera sitt til þess að það geti orðið framhald á saltsíldarvið- ræðunum. Það er svo mikið í húfi fyrir okkur.“ - Hefúr viðræðunefhdin einhver fyrirmæli um að beita olíukaupunum til þess að liðka fyrir um sölu salt> síldarinnar? „Ekki veit ég til þess. En auðvitað hljótum við að taka tállit til allra þátta innan rammasamningsins við Sovétmenn áður en endanlegir samningar eru gerðir," sagði utan- ríkisráðherra. -VAJ í dag mælir Dagfari Kvikmyndir á ríkisjötunni Þegar íslensk kvikmyndafram- leiðsla var að vaxa úr grasi þótti við hæfi að styrkja þessa starfsemi af hálfu hins opinbera meðan hún var að slíta bamsskónum. Einhver vin- samlegur menntamálaráðherra stofnaði Kvikmyndasjóð sem átti að veita styrki til kvikmyndafram- leiðslu til eflingar þessari nýju listgrein. í kjölfarið gerði mikil gróska vart við sig í framleiðslu ís- lenskra kvikmynda. Hver myndin á fætur annarri var framleidd og frum- sýnd og voru yrkisefnin mörg. Sumar þessar myndir komust að vísu aldrei lengra heldur en að verða frumsýnd- ar Nú má segja að allar íslenskar bíó- myndir hafi átt það sammerkt að höfundar þeirra hafi verið harla á- nægðir með myndir sínar en því miður gegndi ekki sama máli með áhorfendur. Enduðu þessi ósköp með þvi að flestar þessara kvikmynda stóðu ekki undir sér og lentu í gjald- þroti áður en yfir lauk. Framleiðend- ur brugðust yfirleitt illa við og reiddust fólki fyrir að vilja ekki sækja bíómyndir sem framleiðend- umir' voru ánægðir með. Framleiðendur gátu þó huggað sig við að geta sótt fé í Kvikmyndasjóö- irrn til að standa undir hallanum af bíómyndum sem fólk hafði ekki áhuga á að sjá. Svo fór þó að lokum að sjóðurinn tæmdist enda var ekk- ert lát á fallítbíómyndum. Stjómmálamenn lágu undir lát- lausri krítik frá stétt kvikmynda- framleiðenda fyrir þá nisku að vilja ekki veija meira almannafé til að standa undir áframhaldandi fram- leiðslu bíómynda sem ekki vom sóttar og þessi harmagrátur hefur nú loks borið áangur. Fjármálaráðherrann, sem jafh- framt er formaður Sjáfetæðisflokks- ins, hefur lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir stórauknum fjárveitingum til Kvikmyndasjóðs. Framleiðendumir hafa tekið gleði sfna á nýja leik og em nú allar líkur á því að framleiðsla íslenskra kvik- mynda hefjist af auknum þrótti. Það er auðvitað skiljanlegt að framleið- endur kætist við það að geta fram- leitt bíómyndir fyrir peninga úr ríkissjóði án þess að hafa áhyggjur af því hvort einhver vill sjá sýning- amar eða ekki. I sjálfú sér er það þægilegt og viðkunnalegt líf að geta stundað atvinnu án þess að þurfa að velta því fyrir sér hvort hún skil- ar tapi eða gróða. Ef einhver afgangur verður fer hann í vasann ef tap verður má alltaf sækja skot- silfur í sjóðinn góða. Hitt er annað hvort skattborgur- unum líkar þetta jafrivel. Peningam- ir, sem renna í sjóðinn, em ekki peningar ráðherranna eða stjóm- málamannanna. Þeir em skattpen- ingar fólksins, afraksturinn af yfirvinnunni og.bónusunum og tekj- unum sem almenningur vinnur fyrir hörðum höndum. Fram að þessu hefur það verið stefna hjá Sjálfstæð- isflokknum að halda sköttum í skefjum og leyfa sem flestum að ráð- stafa sínum eigin peningum. Til að mynda að leyfa fólki að ákveða sjálft hvort það fer í bíó eða ekki bíó. Aðrir flokkar hafa einnig látið það átölulaust að fólk fái að ráða hvaða mynd það sér. Á þessari stefnu hefur augsýnilega orðið einhver breyting eftir að for- maður flokksins gerðist fjármálaráð- herra. Honum finnst það glapræði að láta fólk komast upp með það að sækja ekki bíómyndir sem framleið- endum þóknast að framleiða. Hann hefúr ákveðið að íslenskar bíómynd- ir skuli ofan í pupulinn hvað sem það kostar. í stað þess að greiða aðgangseyri af þeim sýningum sem fólk hefur valið sér hefúr formaður Sjálfstæðisflokksins þvi ákveðið að verja nokkrum milljónatugum af skattpeningunum til Kvikmynda- sjóðsins þannig að ef bíógestir sýna íslenskri framleiðslu þá ókurteisi að mæta ekki til sýninga þá skal að- gangseyririnn greiddur í gegnum sjóðinn. Þetta er vfst hin nýja stefha Sjálf- stæðisflokksins og guru flokksins í menntamálum hefúr kallað for- manninn og bandamenn hans, full- trúa hins nýja tíma. Aðgangseyrir- inn, sem ríkissjóður ætlar að borga fyrir myndir sem enginn nennir að sjá, ku lýsa stórhug og djúpum skiln- ingi, svo orðrétt sé vitnað til hinna andlegu leiðtoga Sjálfetæðisflokks- ins. Hér með er vakin athygli á þesa- ari merku stefnumótun sem felur það í sér að nú þarf fólk ekki lengur að fara í bíó til að borga sig inn. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ákveðið að Kvikmyndasjóður borgi fyrir það. Jafnvel þótt það fari alls ekki í bíó. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.