Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
7
Atviriniuriál
Þaö er alltaf handagangur i öskjunni þegar síld er söltuð. Nú verður aðeins
saltað í 50 þúsund tunnur sem fara til Svíþjóðar og Finnlands. Þessi mynd
er tekin á Eskifirði á dögunum þegar söltun hófst. DV-mynd E.Th.
Þýska verksmiöjan til landsins:
Líkleg árs-
velta 60-70
milljónir
Búið að semja um kaupverð
Nú eru um 99 prósent líkur á því
að Álafoss kaupi í félagi við kanínu-
bændur og fleiri þýsku verksmiðjuna
sem framleitt hefur nærföt úr kanínu-
hárum.
„Það er búið að semja um kaupverð
á verksmiðjunni og nú er unnið að
því að safna hlutafé til kaupanna. Það
þarf að safna 25 milljónum. Álafoss
mun að öllum líkindum leggja fram
þriðjung þeirrar upphæðar. Kanínu-
bændur verða hluthafar. Byggðastofn-
un verður líklega með,“ sagði
Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Ála-
foss.
Ekki vildi Ingjaldur gefa upp umsa-
mið kaupverð en sagði að kaupin
væru sangjöm og greiðslukjör góð.
Ingjaldur sagði að eftir ítarlega at-
hugun benti allt til þess að verksmiðj-
an gæti skilað arði og orðið ábatasöm
fjárfesting. Líkleg velta verksmiðj-
unnar væri um 60-70 milljónir á ári.
Verksmiðjan verður flutt frá Þýska-
landi til íslands í kringum áramót og
verður staðsett nálægt verksmiðju
Álafoss í Mosfellssveit.
„Verksmiðjan getur líklega hafið
framleiðslu í mars á næsta ári. Við
munum halda áfram framleiðslu á
nærfótum úr kanínuhárum, munum
kaupa allt kanínuhár sem hér er fram-
leitt, sem er núna um 3 tonn á ári, og
munum einnig flytja inn kanínuhár frá
Kína, til að byrja með í kringum 7
tonn. Það er einnig ætlimin að nota
verksmiðjunna til að þróa ýmsar nýj-
ungar,“ sagði Ingjaldur.
-KB
Verður faríð að
bræða sfldina?
- ekkert annað hægt að gera við 50 þús. lestir af kvótanum
„Síld er mun afurðameiri fiskur en
loðnan og það er fullkomlega grund-
völlur fyrir því að hefja síldarbræðslu.
Spumingin er bara um síldarverðið.
Síld gefur af sér meira mjöl en loðna
og eykur það hagkvæmnina þar sem
algert verðhrun hefur átt sér stað á
lýsi. Enda þótt mjölverð sé ekki hátt
þá hefur ekki átt sér stað verðhnm á
því,“ sagði Jón Reynir Magnússon,
forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, í
samtali við DV.
Menn velta því nú mjög fyrir sér
hvað eigi að gera við þau 50 þúsund
tonn af síldarkvótanum sem ekki er
hægt að nýta til annars en bræðslu
eftir að síldarsamningamir við Rússa
fóm út um þúfur. Síldarútvegsnefnd
hefur selt 50 þúsund tunnur til Sví-
þjóðar og Finnlands en það em um
það bil 7-8 þúsund lestir. í frystingu
gætu farið 5-10 þúsund lestir og standa
þá eftir um það bil 50 þúsund lestir
af þeim 70 þúsund tonna kvóta sem
ákveðinn var í ár.
Sumir benda á að sjálfsagt sé að
bræða þetta magn og vísa þá til þess
að Norðmenn bræða um það bil 70%
af síldinni sem þeir veiða. í því sam-
bandi er rétt að benda á að ekki nema
um 5% af þeirri síld sem veidd er utan
íslands fer í verkun.
Aðrir benda á að skynsamlegra sé
fyrir okkur að veiða ekki þessar 50
þúsund lestir heldur geyma þær í sjón-
um og láta síldina auka kyn sitt. Loks
má benda á að enn er í gildi hér á
landi bann við síldarbræðslu og hefur
síld ekki verið brædd á íslandi síðan
á þeim frægu síldarárum, nema ef
farmar hafa eyðilagst á haustveiðun-
um undanfarin ár.
SfldarsöKunarplássin:
Fer illa með
fjáriiag margra
- ef sfldarsöltun fellur svo til alveg niður
„Það mun hafa mikil og slæm áhrif
á atvinnulífið hér á Austfjörðuni og
raunar í öllum síldarplássunum, sem
og fjárhag margra heimila að síldar-
söltun skuli svo til alveg falla niður í
haust“ sagði Emil Thorarensen, frétta-
ritari DV á Eskifirði, um ástandið sem
skapast hefur við það að uppúr samn-
ingum við Rússa um kaup á saltsíld
slitnaði.
Emil sagði að á Eskifirði hefði í fyrra
verið saltað í 39 þúsund tunnur og
hefði Eskifjörður verið með mesta
söltun af einstökum stöðum. Síldar-
söltunin hefur verið uppgrip fyrir
fjölmarga. Fólk sem stundar aðra
vinnu hefur komið á kvöldin og saltað
fram á nótt, jafhvel embættismenn
hafa komið til að bjarga verðmætum
og afla sér aukatekna.
„Að engin síld er söltuð nú gæti leitt
til tímabundins atvinnuleysis á ýmsum
stöðum hér á Austfjörðum. Það er
ekki bara vinnan við sjálfa söltunina
sem um er að ræða. Menn hafa haft
vinnu við síldina alveg frá því í sept-
ember og fram í mars, en þá er
vanalega búið að skipa út öllum síld-
artunnunum," sagði Emil. Þá benti
hann á að flestar söltunarstöðvar
landsins hefðu verið búnar að búa sig
undir söltun með því að kaupa salt
og tunnur og nú sitja þær uppi með
þetta ónotað. AUt myndi þetta leiða
til mikilla erfiðleika.
-S.dór.
Gott veggrip 1
með laus
Öruggari akstur á
ísilögðum vegum.
hemlunareiginleikar
erfiðar aðstæður.
Stöðugleiki í hálku
Goodyear vetrardekk eru úr sérstakri gúmmíblöndu og
með munstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrip.
Goodyear vetrardekk eru hljóðlát og endingargóð.
LEIÐANDI I VEROLD TÆKNIÞR
Laugavegi 170-172 Simi 28060 695500