Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 8
8 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. SENDLAR ÚSKAST STRAX Upplýsingar á afgreiðslu í síma 27022. Rakarastofan Klapparstíg Hárgre'iðslustofan Klapparstíg Sími 12725 Opið á laugardögum. Fímapantaná 13010 I -i LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagöröum 16, símar 82770-82655. Til sölu notuð skrifstofuhúsgögn: skrifborð - stólar - fundaborð - afgreiðsluborð, laus skilrúm og margtfleira. I EINSTAKT TÆKIFÆRI Opið kl. 14-19 í dag. Komið í Síðumúla 12, 2. hæð. Dagblaðið-Vísir Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Reykjamel 5, Mosfellshreppi, þingl. eign Finnsk- íslenska, ferfram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. október 1986 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Skógarási, spildu úr landi Saurbæjar, Kjalames- hreppi, þingl. eign Ólafe Böðvarssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. október 1986 kl. 13.45. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 45. og 51. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Hagalandi 4, efri hæð, Mosfellshreppi, þingl. eign Eiríks Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 23. október 1986 kl. 15.15. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 45. og 51. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Urðarholti 3, íb. 101, Mosfellshreppi, þingl. eign Arnar Stefánssonar og Kristínar Þorsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl. á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 23. október 1986 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Utlönd Samora Machel talinn af í flugslysi Vaxandi spenna á landamærum Mósambík og Suður-Afríku Flugvél á leið frá Zambíu til Mós- ambík með yfir fjörutíu farþega fórst í fjallendi í Suður-Afríku í gær- kvöldi, að því er staðfest hefur verið af yfirvöldum í Suður-Afiíku. Ríkis- útvarp Mósambík hefur leikið sorgarlög í allan morgun og tals- maður stjómvalda í höfúðborginni Mapútó hefur staðfest að Samora Machel, forseti Mósambík, hafi verið um borð í flugvélinni sem fórst. Var Machel á leið heim frá fundi með ráðherrum nágrannaríkja er haldinn var í Lusaka, höfúðborg Zambíu, um helgina. Pik Botha, utanríkisráðherra Suð- ur-Afríku, staðfesti í morgun að flugvél með yfir fjömtíu manns hefði farist á suður-afrísku landsvæði. Sagði ráðherrann að þrátíu og átta hefðu farist en fiórir lifað af flugslys- ið. Marcelino Dos Santos, forseti þingsins í Mósambík, kvað þarlend yfirvöld þegar hafa hafið rannsókn á orsökum flugslyssins og hvatti íbúa landsins til að hafa hemil á sér þar til frekari upplýsingar hefðu borist um hvað gerst hefði. Er fréttist að Machel væri saknað var þegar í stað boðað til neyðar- fundar í byltingarráði Mósambík og her og lögreglusveitum skipað í við- bragðsstöðu til að koma í veg fyrir hvers konar tilraunir til að valda uppnámi og öngþveiti. " Mósambík hefur verið undir stjóm marxistastjómar Samora Machels frá því nýlendustjóm Portúgala lauk í landinu árið 1975 en hefur á þvi tímabili orðið að kljást við vaxandi andspyrnu skæmliða hreyfinga í landinu er notið hafa stuðnings stjómvalda í Suður-Afríku. Samskipti Suður-Afríku og Mós- ambík hafa verið mjög stirð að undanfömu en stjómvöld í Suður- Afríku saka yfirvöld í Mósambík um að leyfa skæmliðum afríska þjóðar- ráðsins að athafna sig í landinu og skipuleggja herferðir inn fyrir landa- mærin til Suður-Afríku. Stórsigur hægrimanna í Grikklandi Helsti flokkur stjómarandstæðinga í Grikklandi, Nýi lýðræðisflokkurinn, sem er íhaldsflokkur og til hægri í grískum stjómmálum, vann mikil- væga sigra á kostnað stjómarflokks grískra sósíalista undir forystu Andre- asar Papandreu forsætisráðherra í sveitarstjómarkosningum sem haldn- ar vom í Grikklandi um helgina. Sósíalistar töpuðu verulegu fylgi yfif til íhaldsmanna í kosningunum, meðal annars meirihluta sínum í þrem stærstu borgum Grikklands, Aþenu, Saloniki og Pireus. Meirihluti Nýja lýðræðisflokksins yfir sósíalistum í kosningunum var víða um tíu prósent. Vígreifir stuðningsmenn Nýja lýð- ræðisflokksins streymdu sigri hrós- andi út á götur Aþenu í gærkvöldi, sprengdu flugelda og ollu töluverðu umferðaröngþveiti í miðborginni. Haft var eftir leiðtoga hægrimanna í gær- kvöldi, Constantine Mitsotakis, að kosningaúrslitin sýndu það svart á hvítu að ríkisstjóm Papandreu væri búinn að missa tökin á stjóm landsins og hún hefði ekki lengur umboð meiri- hluta þjóðarinnar. Skoraði Mitsotakis á Papandreo að gera breytingar á stjómarstefnu sinni í kjölfar kosn- ingaúrslitanna. Sögulegri Kinaheimsókn Elísabetar Englandsdrottningar er nú lokið og er hún væntanleg til Hong Kong á morgun. Englands- drottning til Hong Kong Elísabet Englandsdrottning er væntr anleg til Hong Kong á morgun eftir sögulega heimsókn til Kína. Drottn- ingin og eiginmaður hennar, Philip prins, munu dvelja tvo daga í bresku nýlendunni sem árið 1997 verður kín- verskt yfirráðasvæði. Embættismenn og viðskiptamenn Hong Kong segja að heimsókn drottn- ingarinnar til Kína hafi orðið til þess að slaknað hafi á þeirri spennu er ríkti vegna fyrirhugaðra breytinga. Enn rikir þó tortryggni í garð vænt- anlegra stjómenda og hefur Kína verið sakað um að skipta sér af mál- efnum Hong Kong áður en nokkur skipti hafa farið fram. Einnig hefur verið bent á að yfirvöld í Kína hafi ekki orðið við tilmælum einnar millj- ónar íbúa Hong Kong um að byggja ekki kjamorkuver á landamæmnum aðeins nokkra kílómetra frá Hong Kong. Sprengjutilræði í Nígeríu Þekktur nígerískur blaðamaður, Dele Giwa, lést í gær í Lagos er sprengja sprakk í pakka er honum hafði verið afhentur. Hafði sonur hans tekið við pakkanum af sendisveini og síðan fært föður sínum þar sem hann sat að snæðingi. Giwa, sem var ritstjóri Newswatch Magazine, hafði verið kallaður til að- alstöðva öryggisþjónustu Nígeríu á föstudaginn til yfirheyrslu. Að sögn starfsfélaga hans var hann sakaður um að skipuleggja byltingu og að flytja inn vopn til Nígeríu. Hann neitaði öllum sakargifitum og var leyft að fara heim. Newswatch Magazine, sem gefið hefur verið út í eitt og hálft ár, hefur birt harðorðar greinar um spillingu og önnur viðkvæm málefni. Giwa lærði blaðamennsku í Banda- ríkjimum en sneri aftur heim til Nígeríu 1979. Hann var settur í varð- hald um vikutíma 1983 eftir að hafa birt leynilegt efni að sögn lögreglunn- ar. Ári seinna var varðhaldið úrskurð- að ólöglegt og honum dæmdar skaðabætur. Oriov um Sovétrikin: Allt annars og þriðja flokks nema heimálin Sovétríkin eru annars og þriðja flokks í öllu nema hermálum, er haft eftir sovéska andófsmanninum Yuri Orlov sem nýlega var leyft að fara frá Sovétríkjunum. Fullyrðir hann að ef stjómmálalegar og efna- hagslegar umbætur ættu sér stað í Sovétríkjunum gætu þau náð yfir- höndinni í kapphlaupi stórveldanna. Aðspurður hvort slíkra umbóta væri að vænta nefhdi hann örlítið frelsi blaðanna sem áunnist hefði á síðast- liðnu ári. Orlov var spurður að því hvemig ætti að haga sér í viðskiptum við Sovétríkin. Sagði hann þá að mikil- vægt væri að breyta ekki oft um stefiiu heldur vera með þaulhugsaða stöðu. Ekki væri ástæða til að óttast að Sovétríkin gæfu ekki eftir. Orlov sagði einnig að andófsmað- urinn Andrei Sakharov gæti fengið að fara frá Sovétríkjunum ef hann lofaði að segja ekki frá hvemig stjómmálavaldi væri beitt þar. Yuri Ortov, sovéski andófsmaðurinn sem nýlega var leyft að fara frá Sovétríkjunum, fullyrðir að þau geti sigrað i kapphlaupi stórveldanna ef þau einbeita sér að vissum um- bótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.