Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. Merming Veruleiki á sviði Nýr einþáthingur eftir Súsönnu Svavarsdóttur Veruleiki heitir einþáttungur fyrir tvo leikendur sem frumsýndur verð- ur í Hlaðvarpanum í kvöld. Höíund- urinn, Súsanna Sv'avarsdóttir, hefur ekki áður skrifað fyrir leikhús. Hún er annars bókmenntafræðingur og starfar við framkvæmdastjóm í Hlaðvarpanum. Þegar fyrst var sagt frá þessu leik- riti í fjölmiðlum upplýsti Súsanna að það hefði verið skrifað á einni nóttu. Ég spurði hana hvort hún og leikritið mundu ekki fa bágt fyrir þá yfirlýsingu. „Mér er alveg sama hvað fólk seg- ir. Leikritið varð til á fimm tímum og ég sé enga ástæðu til að draga fjöður yfir það. Hins vegar hefur efni j»ss verið að gerjast með mér í lang- an tíma en braust út í leikritsformi eina andvökunótt." Súsanna tekur það skýrt fram að hún líti ekki á sig sem „alvöruhöf- und“, heldur vilji hún fyrst og fremst koma af stað umræðum um sitt hjartans mál, það er kvennabarátt> una. „Mér ftnnst sem þessi barátta hafi farið illa með tvær kynslóðir kvenna, annars vegar okkur sem erum aldar upp við hefðbundna hlutverkaskip- an á heimilinu, en upptendrumst af hugmyndum um kvenfrelsi á gelgju- skeiði, hins vegar mæður okkar. Tilfinningaleg brynja Fyrir okkur táningana var kvennabaráttan jákvæð að því leyti að hún ýtti undir metnað okkar og hvatti til aukinnar menntunar kvenna. En hún brynjaði okkur líka tilfinningalega, við máttum ekki láta ýmiss konar tilfinningamál, ást, böm og annað slíkt, trufla okkur. Við höfum því átt í miklum erfiðleikum með að koma heim og saman tilfinn- ingalífinu og þeim kröfum sem kvennahreyfingin hefur gert til okk- ar. í leiðinni dæmdi hreyfingin ævistarf mæðra okkar ómerkt og einskis virði. Súsönnu er augljóslega mikið niðri fyrir. „Leikritið gengur því út á samtal ósköp venjulegra mæðgna sem sjá kvennabaráttuna frá ólíkum sjónar- homum." Komast þær að einhverri niður- stöðu? spyr ég. „Nei. Og ég ekki heldur. Ég hef engar patentlausnir á kvenfrelsis- málum. Ég er einfaldlega að spyrja hvort við konur höfum gengið þessa leið til góðs. Hefur ekki eitthvað gleymst á leiðinni? Svo má líka spyija hvað kvennabaráttan hafi gert fyrir það kvenfólk sem er á lægstum launum. Erum við ekki bara að tala um baráttu forréttinda- kvenna fyrir eigin kjörum?" Pólemík eða pólitík Hvað um Kvennalistann? spyr ég, Súsanna dæsir. „Upprunalegar forsendur hans voru ágætar. En nú er hann orðinn eins og hver annar pólitiskur flokkur með þröngt skilgreind markmið. Hvers vegna í ósköpunum sitja kvennalistakonur til dæmis ekki í bankaráðum? Nota konur ekki banka, eða hvað? Og af hveiju neita kvennalistakonur að stunda fyrir- greiðslupólitík þegar allir aðrir flokkar gera það? Hvað þykjast þær vera að gera?“ Ekki fiallar leikritið um þetta allt saman, segi ég. „Nei, auðvitað ekki. Það er tak- markað hvað tvær konur geta reifað á fimmtíu mínútum. Það eru annars þær Guðný Helgadóttir og Ragn- heiður Tryggvadóttir sem leika móður og dóttur." Er höfúndurinn ekkert hræddur um að pólemikin beri dramatíkina ofurliði? „Nei, nei. Helga Bachmann er búin að gera úr þesru brúklegt leikverk," sagði Súsanna að lokum. „Veruleiki" verður sem sagt frum- sýndur í kvöld á annarri hæð Hlaðvarpans. Gestir munu geta keypt sér kaffi og meððí til að neyta á meðan á sýningunni stendur. -ai Til söngs Jónas Ámason - Tll söngs, 125 bls. Útg.: Imbusteinn, 1986. Vegleg bók hefur verið að velkjast á skrifborðinu mínu í allt of langan tíma. Ekki er áhugaleysi ritdómara alfarið um að kenna, frekar fiöl- breyttu innihaldi bókarinnar því hún á í senn erindi við myndlistar- geirann, tónlistargeirann og bók- menntageirann. Hér á ég við bók Jónasar Ámason- ar, Til Söngs, öðru nafiii Vísur og kvæði við þjóðlög ásamt tilheyrandi nótum. í henni eru einnegin mynd- skreytingar eftir átta þekkta myndlistarmenn og hönnuði: Atla Má, Hring Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Tryggva Ólafsson, Ei- rík Smith, Jóhannes Jóhannesson, Steinþór Sigurðsson og Valtý Pét- ursson. f gegnum árin hef ég, eins og aðr- ir, haft mikla ánægju af söngtextum Jónasar, hvort heldur við lög bróður hans, Jóns Múla, eða við írska þjóð- lagatónlist af ýmsu tagi. Raunar eru fáir menn hér á landi sem geta sett saman eins sönghæfan texta og Jón- as síðan Sigurð Þórarinsson leið. „Það gildir um þetta safn eins og þvínær allan kveðskap Jónasar Ámasonar að fyrst heyrði hann lag sem honum þótti gott, svo setti hann saman texta til að syngja við lagið,“segir í formála útgefanda. Vitlaust stuðlað Ekki verður framhjá því horft að margir þessara texta em þýðingar. En af reynslunni veit ég hve erfitt er að þýða söngtexta þannig að hann hljómi eðlilega á annarri tungu. Og margir frumtextanna em sjálfir þýð- ingar, skrumskælingar eða stæling- ar á enn öðrum textum sem kannski hafa lifað með mörgum þjóðum. Útgefandi slær einnig annan var- nagla varðandi þessa texta: „Söng- textar em til söngs. Það er stundum út í hött að stuðla þá eftir sömu regl- um og kveðskap sem er gerður handa fólki að una sér við lestur. Áherslur í þjóðlagi geta beinlínis krafist þess að sá sem yrkir við það stuðli „vitlaust" samkvæmt ritúal- inu. Þetta em menn vinsamlega beðnir að hafa í huga varðandi sumt í þessu safni.“ Bókmenntir Aðalsteinn Ingóifsson Það var vel til fundið af Jónasi að efiia til myndlýsinga á söngtextum sínum. Sjálfsagt hefur vinskapur ráðið nokkm um val listamanna sem sumir hveijir em þekktir fyrir allt annað en slíkar framkvæmdir. Enda em þeir misjafnlega í stakk búnir til þess ama. Að nýta spássíur Nær undantekningarlaust komast vanir myndskreytingarmenn best frá verki sínu, sjá myndir Kjartans Guð- jónssonar, og Hrings Jóhannesson- ar, en sá síðamefhdi nýtir spássíur og annað pláss í kringum söngtext- ana betur en nokkur annar kollega hans. Ég hafði líka gaman af því hvemig þeir Steinþór Sigurðsson og Tryggvi Ólafsson nota suma textana sem út- gangspunkta fyrir myndrænar hugleiðingar. Um nótumar í bókinni hef ég hreint ekkert að segja. Mér skilst að þær hafi verið settar á tölvu hjá Nesprenti á Neskaupstað þar sem allar nótur landsins em nú settar og er allur frágangur þeirra til fyrir- myndar. -ai „Hífopp!" æpti karlinn Viðlas: „Hífopp!" æpti karlinn. „Inn með trollið, inn! Hann er að gera haugasjó! Inn með trollið, inn!“ Og kalli þessu hásetarnir hlýddu eins og skot; og útá dekkið ruddust þeir og fóru strax á flot. Kiárir! Og skyndilega bylgja reis við bakborðskinnungmn og skolaði rveimur fyrir borð og síðan aftur inn. Klárir! í sömu ferð fór bátsmaðurinn aftur undir spil, og högg það gerði útaf við hann eða hér um bil. Klárir! í bræðslukrónni Siggi gamli stóð og verk sín ’ :Jin er hundrað lítra grútarkaggi hvolfdist yfir hann. Klárir! Og ei var heldur ástandið í eldhúsinu gott, því kokkurinn á hausinn stakkst í stóran grautarpott. Klárir! Og þegar næsta alda reis og yfir dallinn gekk, sveif nálablókin eins og engill uppá bátadekk. Klárir! í sama bili skipparinn í sturtubaði stóð, því brúarþakið gliðnaði og inn þar sjórinn óð. Klárir! Og eftir mikil hróp og köll og stímabrak og brask skall forhlerinn á borðstokknum og brotnaði þar í mask. Klárir! En veðurgnýrinn kæfði loksins alveg öskur hans. Og trollið sjálft var löngu farið allt til andskotans. Klárir! Myndskreytingar Kjartans Guðjónssonar við „Hítopp" æpti kariinn, einn af textum Jónasar Ámasonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.