Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Síða 19
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. 19 Merming Kvöldstund meo horku- snjöllum gítarleikara Tónleikar James Emery á vegum Gramms i Duushúsi 14. október. Ótrúlegustu staði má gera að tón- leikasölum. Það sannaðist þegar Gramm stóð fyrir tónleikum gítar- leikarans James Emery. Þeir fimdu litla diskóholu bakatil í Duushúsi og fyrir tónleika af þessu tagi reynd- ist það hreint ekki slæmur staður. Að minnsta kosti hefur maður kom- ið í ýmsa verri. Af James Emery hefur farið það orð að hann sé maður hins óraf- magnaða gítars í jassinum, það er með öðrum orðum maður hins klass- iska gitars. Þessu ber að taka með nokkrum fyrirvara því að upp í botn- inn á klassískum gítar hefur hann stungið hljóðnema og tengt við magnara. Það virtist mér hann þó fyrst og fremst gera til að skapa vissa tóneffekta og þar sem hann fór svo einstaklega snyrtilega með þetta, rétt til að lyfta tóninum og skapa ákveðin áhrif tel ég slíkt síður en svo skemmandi. Kunnuglegur „neðanjarð- arstíll" Það stakk mín eyru, þegar ég fór að hlusta á Emery, að mér fannst ég á vissan hátt kannast við það sem Tórílist Eyjólfur Melsted hann var að spila - og það ekki beint frá honum sjálfum. Tekið skal fram að það er töluvert annað að heyra kappann spila sóló heldur en til dæmis á plötunum sem hann hefur leikið inn á með tríói sínu. Ekki veit ég hvort þar á milli liggja raun- veruleg tengsl, en leikur hans minnti mig mjög svo á stíl nokkurra ung- verskra gítarista sem léku neðan- jarðaijass á klassíska gítara í kringum lok þess sjöunda og upphaf áttunda áratugarins. Stundum áttu þessir náungar þess kost að skreppa vestur yfir, þá helst til Vínarborgar, og tróðu ótrauðir upp. Þess á milli léku þeir í luktum kjöllurum heima fyrir. Það var erfitt að staðsetja þessa náunga í stíl. Það sem þeir léku var eins ‘konar skemmtileg blanda af Django Reinhard stíl, hefð- bundnu sígaunamynstri og þjóð- lagaarfinum eins og Bartók skráði hann, en allt saman sveiflaði það. Og alla þessa þætti mætti líka nota til lýsingar á spili Emerys, nema hvað við bætast ósvikin Suðurríkja- bluesáhrif. Leiktæknin heldur tónsmíö- unum uppi _ Ær og kýr Emerys eru að þjóta á fullri ferð um hálsinn þveran og endilangan og stundum finnst manni James Emery. að honum hljóti að vera keppikefli að leika eins margar nótur og mögu- legt er á sem allra skemmstum tíma. En hann fer líka skemmtilega að þessu, svo að úr verður áhrifamikill gitarleikur. Hann lék þama, held ég, eingöngu eigin tónsmíðar og í þeim mætti gæta heldur meiri fjölbrevtni. En hann leitar svo sem víða fanga. Auk bluesins úr heimahögum sækir hann efiiivið allt frá Bartók til Aust- urianda fjær. Athyglisvert er hvem- ig hann notar sóprangítarinn. Við hann beitti hann, auk klassískrar leiktækni, plektara, bambussprota og krómrörsklemmu stálgítarsins. Já, leiktækni James Emery er vissu- lega fjölbreytilegri en tónsmíðar hans og heldur þeim í raun og vem uppi. Þama áttu menn sem sagt ánægjulega kvöldstund með hörku- snjöllum gítarleikara. EM. Blásarar og strengir hjá Kammer- músík- klúbbnum Tónleikar Kammermúsikklúbbs Reykja- vikur i Bústaðakirkju 12. október. Rytjendur: Daði Kolbeinsson, Steven Wiggets, Einar Jóhannesson, Óskar Ing- ólfsson, Joseph Ognibene, Emil Friðfinns- son, Hafsteinn Guðmundsson, Bjöm Árnason, Szymon Kuran, Kathleen Beard- en, Elizabeth Dean, Amþór Jónsson. Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Dúó fyrir klarinettu og fagott i C-dúr WoO 27.1 og i B-dúr WoO 27.3; Wolfgang Amadeus Mozart Serenata fyrír 8 blásara i c-moll KV 388 og Strengjakvintett í c-moll KV 406. Kammermúsíkklúbburinn hélt sína fyrstu tónleika á þessu starfsári í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld. Á síðustu árum hefúr, rétt eins og á upphafsárum hans, orðið til eins konar fastakjami tónlistarmanna sem koma fram á hans vegum. Pilt- amir í Blásarakvintett Reykjavíkur tilheyra þeim kjama og það vom einmitt þeir sem bám uppi dagskrá þessara tónleika. Tónlist Eyjólfur Melsted Fyrst komu tvö dúó Beethovens fyr- ir klarínettu og fagott, hreint yndis- leg stykki og meistaralega leikin af þeim Einari Jóhannessyni og Haf- steini Guðmundssyni. Efþetta heitir ekki að blása sig vel saman þá veit ég ekki hvað það er. Að þurfa að þola samanburð við eigin góða leik Svo tók oktett Mozarts KV 388 við. Harrn hefur verið fyrr á dag- skrá, meðal annars á Kvöldlokkum á jólaföstu sem hafa verið fastir liðir hjá Blásarakvintett Reykjavíkur undanfarin ár og jafhan verið ein- hverjir ljúfústu tónleikar ársins. Hér var oktett þessi vissulega vel blás- irm, en hann hefur verið betur blásinn á þeim tónleikum sem að framan var getið. Það er náttúrlega erfitt að gera alltaf jafnvel. Ekki vantaði svo sem að hér væri vel og fagmannlega leikið, en hafi menn einu sinni leikið snilldarlega þá verður óhjákvæmilega upp frá þvi við það miðað. Því veldur, held ég, að ekki hstfi liðið verið jafiivel valið nú og þá og að því hafi blásaramir ekki náð að falla eins vel saman. En taka vil ég fram að það var engu að síður eymagaman að hlýða á leikinn þama í Bústaðakirkju. Löngum tækifærissinnaðir Mörgum þykir það skrýtið uppá- tæki að skrifa sama verkið upp á nýtt fyrir aðra hljóðfæraskipan. Stundum fitja menn upp á trýnið og tala um að hin og þessi tónskáld hafi verið tækifærissinnuð. Líklega verður ekki, né hefúr nokkum tíma verið, hægt hjá því að komast til að geta lifað af listinni. Og þetta gerðu þeir nánast undantekmgalaust, allir stóm karlamir í kúnstinni. Umskrift Mozarts á oktettinum KV 388 fyrir strengjakvintett, og þá með skrán- ingamúmerinu KV 406, er snilldar- verk. Það er fróðlegt að fylgjast með því hvemig verkið gjörbreytist við umskráninguna, en heldur samt öllu því fegursta í eðli sínu þótt það breyti svo um svip. Skrýtið þótti manni að sjá Guðnýju Guðmundsdóttur fara höndum um lágfiðluna, en henni verður ekki skotaskuld úr því frekar en öðm. Og samleikurinn var prýði- legur, ekki vantaði það. Og Kammermúsíkklúbburinn ætlar, samkvæmt þessu, að bjóða okkur upp á vandaðar og vel fluttar dag- skrár á þessum vetri eins og endra- nær. EM. 22" Digivision 3476 HiFi stereo. Tölvustýring á myndlarhpa, HiFi tuner, 99 Canal og fl. og fl. Tæki með öllu. Verð aðeins kr. 49.920,-stgr. VESTUR-ÞYSK GÆÐAVARA 3906 myndbandstæki, hæð 9,5 cm, framhlaðið, 3 möguleikar á upptöku, 14 daga minni, 12 rás- ir, scart tengi. Vestur-þýsk - japönsk gæðavara. Verð aðeins kr. 39.990,- stgr. 14" 3106, 8 rásir, 3 vatta hátalari. Verð aðeins kr. 24.990,- stgr. Umboðsmenn um land allt. Hjá Óla Keflavik Rafeindavirkinn Grindavik Árvirkinn Selfossi Kaupf. Rangæinga Hvolsvelli Nelsti Vestmeyjum Hátíðni Höfn, Hornaf. Rafvirkinn Eskifirði Kaupf. Héraósbúa Egilsstöðum Kaupf. Þingeyinga Húsavik KEA Akureyri Radióþjónustan Ólafsfiröi Kaupf. Skagfirðinga Sauðárkróki Oddur Sigurðsson Hvammstanga Póllinn hf. jsafiröi Kaupf. Stykkishólms Stykkishólmi Verslunin Blómsturvellir Hellissandi Húsprýði Borgarnesi Skagaradió Akranesi JL-húsiö Reykjavík Skipholti 7 - Símar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.