Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 24
24
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
Iþróttir
• Boris Becker vann i gœr fræki-
legan sigur á Ivan Lendl.
Becker
vann
Lendl
Aöi fflraaisscn, DV, Þýskalandi;
Vestur-Þjóðverjinn Boris Becker
gerði sér í gærkvöldi lítið fyrir og
tryggði sér ástralska meistaratitil-
inn í tennis. Til úrslita lék hann
gegn sterkasta tennisleikara
heims, Ivan Lendl frá Tékkósló-
vakíu, og sigraði Becker, 8-6, 7-6,
6-2 og 6 0. Og það er ekki á hverj-
um degi sem Ivan Lendl tapar leik
og enn sjaldgæfara er að sjá tölur
eins og 6-0 þegar hann er annars
vegar. -SK
Navratilova
fékk Porsche
Siggi Sveins í
þriðja sætinu
Afli fflmaissan, DV, ÞýskaJaridi;
Þegar fimm umferðum er lokið í
hinni hörðu keppni 1. deildar í þýska
handknattleiknum er íslendingurinn
Sigurður Sveinsson í þriðja sætinu
yfir markahæstu leikmenn deildarinn-
ar. Erhard Wunderlicht, Milberts-
hofen, er í efsta sætinu sem stendur
og gamla kempan Jersey Klempel í
öðru sæti. Annars er röð efstu manna
þannig:
Wunderlicht, Milbertshofen.....44/22
J. Klempel, Göppingen..........43/14
Sigurður Sveinsson, Lemgo......39/16
Jurina, Shiitterwald...........37/22
Mijatovic, Weiche Handewitt.....34/7
Fraatz, Essen..................34/11
Enn eitt áfallið
hjá Juventus
Juventus varð fyrir enn einu áfallinu
þegar félagið vann stórsigur, 5-0, yfir
Ascoli í gær í ítölsku 1. deildar keppn-
inni. Fyrirliðinn Scirea varð að fara
af leikvelli, meiddur á nára. Fjórir
fastaleikmenn Juventus léku ekki
með, Laudrup, Cabrini, Manfredonia
og Aldo Serena. Briascht skoraði tvö
mörk, Platini, Bonetti og 16 ára nýliði
Renato Buso skoruðu eitt mark. Busto
skoraði sitt mark eftir mikinn einleik.
Diego Maradona skoraði mark fyrir
Napoli sem gerði jafntefli, 2-2, heima
gegn Atalanta. Annar Argentínumað-
ur, Passarella, tryggði Inter' Milano
sigur, 1-0, yfir Sampdoría.
Daninn Klaus Berggren skoraði sitt
fyrsta mark fyrir Roma sem lagði Tor-
ino að velli, 2-0, í Torino.
Juventus er efst á Ítalíu með 10 stig
eftir sex leiki. Napoli hefur 9, Inter
Milano, Como og Roma 8. -SOS
Grátið í sjónvarpinu
Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Sviþjóö:
Gífurleg gremja er ríkjandi þessa
dagana í Svíþjóð vegna úthlutunar-
innar á vetrarólympíuleikunum. Sem
kunnugt er hrepptu Frakkar hnossið
en margir áttu von á því að Svíar, sem
nú sóttu Um leikana i 7. skipti, yrðu
loks heppnir. En það fór á aðra leið og
í beinni sjónvarpsútsendingu grét einn
helsti talsmaður íþróttahreyfingarinn-
ar og er það lýsandi dæmi um gremju
og vonbrigði Svía. Eitt dagblaðanna
segir alþjóðlegu ólympíunefndina
skipaða „gömlum körlum“ sem aðeins
hugsi um hvar kellingunum þeirra líði
best þegar þeir úthluti ólympíuleikum.
-SK
• Hörð barátta í leik Vals og Njarðvíkur I gærkvöldi. Leifur Gústafsson, sem skoraði sig-
urkörfuna, er lengst til hægri á myndinni. DV-mynd Brynjar Gauti
Aöi fflmarascm, DV, Þýskalandi;
Bandaríska tennisstjaman
Martina Navratilova, sem ekki
veit aura sinna tal, sigraði í gær-
kvöldi á stóru alþjóðlegu tcnnis-
móti kvenna sem fram fór í
Vestur-Þýskalandi. Navratilova,
sem hélt upp á þrjátíu ára afinæli
sitt á laugardaginn, sigraði so-
véska fyirverandi löndu sína,
Mandlikovu í úrslitaleiknum, 6-2
og 6-3. Fyrir sigurinn fékk hún
glænýjan Porsche sportbíl sem
metinn er á 1,6 milljónir króna.
Hún ætti því að geta boðið vinkon-
um sínum í bíltúr á næstunni.
-SK
Guðni skor-
aði 34 stig
- Haukar unnu KR, 82-77
Haukar lögðu KR-inga að velli
með 82 stigum gegn 77 í úrvals-
deildinni í körfúbolta á laugardag
í íþróttahúsi Hafnarfjarðar. Jafh-
ræði var með liðunum í fyrri
hálfleik og höfðu KR-ingar nauma
forystu allt fram á síðustu mín.
hálfleiksins þegar Pálmar Sigurðs-
son skoraði þriggja stiga körfú
fyrir Hauka og kom þeim yfir í
fyrsta sinn í leiknum, 46-44. Þann-
ig var staðan í hálfleik. í þeim
síðari höfðu Haukar yfirhöndina
og höfðu 6-10 stiga forystu lengst
af. KR-ingum tókst ekki að saxa á
forystuna þrátt fyrir stórleik
Guðna Guðnasonar og undir lokin
var munurinn orðinn 12 stig, 81-69.
KR-ingum tókst þó að minnka
muninn í 5 stig á síðustu sekúnd-
unum og lokatölumar urðu 82- 77
fyrir Hauka. læikurinn var mjög
skemmtilegur og góður af hálfú
beggja Hða. Hjá KR bar Guðni af
og skoraði 34 stig. Pálmar var að
venju atkvæðamestur hjá Haukum
og skoraði 20 stig.
Maður leiksins, Guðni Guðnason,
KR. -RR
Rosaleg spenna
á lokamínútunum
- þegar Valur vann Njarðvík, 75-73, í gærkvöldi
„Það var virkilega sæt tilfinning að
horfa á eftir boltanum í körfúna og
innsigla þannig sigurinn í leiknum, en
þetta er aðeins sigur í fyrstu lotunni
á Islandsmótinu og að mínu áliti kem-
ur baráttan til með að standa á milli
þessara liða á mótinu í vetur, þau
standa greinilega upp úr hvað getu
liðanna snertir í úrvalsdeildinni,"
sagði Leifur Gústafeson í samtali við
DV að leikslokum f leik Vals og Njarð-
víkur í úrvalsdeildinni í körfuknatfi
leik sem fram fór í íþróttahúsi
Seljaskóla í gærkvöldi. Valsmenn sigr-
uðu í leiknum með aðeins tveggja stiga
mun, 75-73, eftir æsispennandi loka-
mínútur þar sem Val Ingimundarsyni
mistókust tvö vítaskot þegar aðeins
tvær sekúndur voru eftir af leiknum
og þar kærkomið tækifæri að jafna
leikinn og knýja fram úrslit í fram-
lengingu. Leikurinn einkenndist af
mikilli baráttu liðanna og einnig mikl-
um mistökum á báða bóga en þó brá
fyrir skemmtilegum leikköflum inn á
milli.
Valur í miklum ham
Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af
miklum krafti og náðu fljótlega for-
skoti og á tímabili var staðan orðin
14-7, en Valsmenn hristu af sér slenið
og með góðri baráttu tókst þeim að
jafna leikinn um miðjan fyrri hálfleik,
16-16. Eftir það var jafnræði með lið-
unum og skildi þau aldrei meira að
en tvö til fjögur stig. Valur Ingimund-
arson var í miklum ham og hitti
sérstaklega vel á tímabili þó að hann
hefði verið í strangri gæslu, erfitt væri
að segja til um hvemig Njarðvíkurlið-
ið væri ef hans nyti ekki við því hann
er hálft liðið. Þegar flautað var til leik-
hlés voru Njarðvíkingar með fjögurra
stiga forystu, 38-34.
Mikil spenna í lokin
Njarðvfkingar byrjuðu seinni hálfleik
eins og þann fyrri með miklum látum og
náðu fljótlega tíu stiga forskoti en þegar
leið á seinni hálfleikinn virtust Njarðvík-
ingar hreinlega sprungnir og Valsmenn
gengu á lagið og söxuðu jafnt og þétt á
forskot Njarðvíkinga, Valsmenn voru
búnir að ná upp mjög góðri baráttu og þó
sérstaklega í vöminni og virtist það koma
Njarðvíkingum í opna skjöldu. Valsmenn
fóru að hitta vel og til að mynda skoraði
Einar Ólafsson, hinn ungi og skemmtilegi
leikmaður, tvær þriggja stiga körfur með
stuttu millibili. Þegar um fimm mínútur
voru til leiksloka jöfhuðu Valsmenn leik-
inn og spennan var í hámarki og eftir það
var hnífjafht á með liðunum.
r"AGFvárð”"j
| meistari |
■ fflukur lárus Haukascm, DV, Danmorku; |
■ Árósaliðið, AGF, hefur nú I
I tryggt sér danska meistaratitil- ■
■ inn í knattspymu í fyrsta skipti I
I í 26 ár. Liðið er með 39 stig en ■
I Bröndby, sem er í öðru sæti, er 8
J með 28 stig. Fjórar umferðir eru S
■ eftir. AGF sigraði Herfölge í I
I gærkvöldi og með sigrinum ■
I tryggðu leikmenn AGF sér titil- I
■ inn eftirsótta. -SK^
Leifur skorar sigurkörfuna
Þegar um ein mínúta er til leiksloka
kemur Valur Njarðvíkingum yfir með
glæsilegri þriggja stiga körfu, 73-71, en
rétt á eftir jafhar Torfí Magnússon fyrir
Valsmenn, 73-73, Njarðvíkingai bruna
upp í sókn en sóknin rennur út í sandinn
og 25 sekúndur eftir af leiknum. Valsmenn
hefja sókn og í henni skorar Leifur Gú-
stafsson úrslitakörfu leiksins eftir mikinn
baming undir körfunni. Eins og fyrr grein-
ir hér að framan fengu svo Njarðvíkingar
tvö vítaskot til þess að jafna leikinn þegar
tvær sekúndur voru eftir en Val Ingimund-
arsyni brást bogalistinn og skoraði úr
hvorugu vítinu, og Valsmenn fögnuðu
iimilega kærkomnum og mikilvægum
sigri, en leikir milli þessara liða í vetur
eiga ömgglega eftir að ráða miklu um
hver hreppir íslandsmeistaratitilinn í
mótslok.
Valsmenn geta þakkað mjög góðum
vamarleik, sérstaklega þegar á leikinn
leið, sigurinn í gærkvöldi. Þrír leikmenn
stóðu nokkuð upp úr í liði þeirra að öðrum
ólöstuðum, en það vom þeir Einar, Torfi
og Leifur.
Njarðvfkingar geta lært margt af þessum
leik, það sýnir sig best á því að það þýðir
ekkert að leggja árar í bát þótt liðið sé
búið að ná tíu stiga forskoti eins og það
var búið að ná á tímabili í seinni hálfleik
einungis fyrir baráttuleysi og klaufaskap.
Valur Ingimundarson var langfrískastur
Njarðvikinga í leiknum og skoraði tæp-
lega helminginn af stigum liðsins, einnig
komst Jóhannes Kristbjömsson nokkuð
vel frá leiknum þó að hann hafi oft átt
betri leiki.
Sigurður Valur Halldórsson og Jón Otti
Ólafsson vom dómarar leiksins og vom
ekkert öfundsverðir af því hlutverki og
komust þeir þokkalega frá því þó að þeim
hafi orðið á mistök stundum rétt eins og
leikmönnunum sjálfum.
Stigin, Valur: Einar 20, Leifur 18, Torfi
16, Sturla 10, Tómas 5, Bjöm 4, Guðmund-
ur 2. Stigin, Njarðvík: Valur 34, Jóhannes
14, Hreiðar 8, Teitur 7, Kristinn 6, fsak 4.
-JKS
• ÞorbjÖrn Jensson. Ekkert gekk upp i |
j gærkvöldi i Sviþjód. |
j „Hreinasta
; hörmung“ j
| -TobbiJensogfelagartopuðustort |
I Guimlaugur A. Jónsson, DV, Svfþjóð:
„Þetta var hreinasta hömiung og aHir
. leikmenn í liði okkar áttu afar lélegan
dag,“ sagði Rolf Liljeblad, framkvæmda-
stjóri sænska 1. deildar liðsins IFK Malmö,
en í gær tapaði liðið illa fyrir erkifjendunum
Ma'mö BI, 19-27, eftir að staðan hafði verið
9-12 í leikhléi. Þeir Þorbjörn Jensson og
Gunnar Gunnarsson leika báðir með IFK
Malmö.
Liljeblad sagði ennfremur: „Og það allra
versta er að báðir fslendingamir eru meidd-
ir og óvíst hvenær þeir komast í gagnið
aftur.“
Þorbjöm Jensson meiddist í síðari hálfleik
í gærkvöldi og er ekki víst hvort hann get-
ur leikið næsta leik liðsins. Gunnar
Gunnarsson hefúr verið meiddur en reyndi
að leika í gærkvöldi. Hann gafst upp eftir
firnm mínútur og verður greinilega að taka
sér einhveija hvild frá handknattleik.
-SK.
- j