Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Page 28
28
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
Tilkynning frá landbúnaðarráðu-
neytinu til þeirra
sem stofnuðu félagsbú fyrir
1. janúar 1985
í samræmi viö ákvæði 2. mgr. 28. gr. jarðalaga nr. 65/1976, sbr.
I. 90/1984, skal senda ráðuneytinu skriflegan félagsbússamning til
samþykktar fyrir 15. nóvember nk.
Landbúnaðarráðuneytiö 13. október 1986.
=
TOPP
10NGÆÐI
I BÍUNN
bílaútvarps- og segulbandstækin sjá
þér fyrir hinum einasanna tóni.
FT 970
44 vatta kraftmikið bíltæki, stillingar milli
fjögurra eða tveggja hátalara innbyggðar,
sjálfvirk afspilun og hraðspólun í báðar áttir,
fjölbreyttar tónstillingar, FM stereo, FM
mono, LW, MW, o.m.fl.
FT 980
Útvarp með FM stereo/mono, MW og LW.
5 stöðva minni, ýmsar tónstillingar, sjálfvirk
afspilun í báðar áttir, hraðspólun í báðar átt-
ir, með stillingum fyrir cr02 og metal kassett-
ur.
r WAWALTUMC A pi M P3 P4 f>6 MEWO
JMU.J ’mzæzœ&z ’ææs&æ&z? •væ* w rm
- t s *
FT 2200
Tæki fyrir þá kröfuhörðu. 18 stöðva minni,
mjög næm kassettuafspilun, aðskildar bassa-
og treble stillingar, innbyggð stilling milli
fjögurra og tveggja hátalara, FM stereo, FM
mono, LW, MW, sjálfvirk afspilun í báðar
áttir, hraðspólun í báðar áttir o.m.fl.
SANYO og JENSEN hátalarar frá kr. 2.200.
Ef þú vilt gott tæki, veldu þá
@ SANYO
ÍSETNING SAMDÆGURS.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200
Fréttir
DV
Papeyjarsundið á Eskifirði:
Syntu fyrir 70-80 þúsund
Emil Thorareraen, DV, Eskifirði;
Papeyjarsundinu svokallaða lauk
um siðustu helgi. Nemendur í 9. bekk
grunnskólans á Eskifirði gengust fyrir
því í fjáröflunarskyni og rennur ágóð-
inn í ferðasjóð 9. bekkjar. Vegalengdin
fiá Eskifirði til Papeyjar er um 75 km
og syntu krakkamir í 9. bekk vega-
lengd sem nemur þessari leið fi-am og
til baka eða samtals 150 km. Sundið
hófst á föstudag kl. 2 eftir hádegið en
því lauk 39 tímum seinna eða á sunnu-
dagsmorgun kl. 5.
12 nemendur eru í 9. bekk og eru
krakkamir 15 ára. í þessu mikla sundi
fengu þeir til liðs við sig 3 nemendur
úr 8. bekk þannig að alls þreyttu sund-
ið 15 sem þýðir að hver og einn hefur
að meðaltali synt 10 km. En þó var
það svo að þegar upp var staðið höföu
sumir synt lengra en aðrir styttra á
móti. Áður en sundið byijaði höfðu
9. bekkingar gengið um bæinn og boð-
ið hæstvirtum bæjarbúum að heita á
sig ef þessi þolraun tækist. Vom 4
möguleikar í áheitunum.
Þessir hraustu unglingar reiknuðu
með að fjáröflunin gæfi þeim 70 til 80
þúsund í aðra hönd og bjuggust þeir
við að fara hringferð í kringum landið
í vor þegar námi væri lokið.
Þess má að lokum geta að það vom
Helga Unnarsdóttir íþróttakennari og
Þórhallur Þorvaldsson sem önnuðust
framkvæmdina á sundinu og færðu
nemendur þeim bestu þakkir fyrir að
sundi loknu. Þá fylgdist Sigurborg
Einarsdóttir hjúkrunarkona með
heilsufari krakkanna sem reyndist í
góðu lagi og sagði Sigurborg að það
hefði komið sér á óvart ef þeir hefðu
ekki þolað þetta eins vel og þeir væm
á sig komnir.
Krakkarnir syntu vegalengd sem nemur frá Eskifirði til Papeyjar. Sumir stungu
sér fagmannlega eins og sjá má á myndinni.
Slappað af eftir harðan sundsprett.
DV-myndir Emil
Lögreglan á Fáskrúðsfirði skoðar hjól hjá ungum herramanni sem fylgist spenntur með. DV-mynd Ægir
Fáskrúðsfjörður:
„Heil skoðun" á reiðhjólin
Ægir Kiisdnssan, DV, Fáskrúðsfiröi;
Lögreglan á Fáskrúðsfirði var ný-
lega með reiðhjólaskoðun hjá bömum
hér. Mikil eftirvænting var hjá böm-
unum hvort þau fengju „heila skoðun"
eins og eitt þeirra sagði, flest þeirra
vom með hjólin í lagi og vom heldur
en ekki montin þegar lögreglan hafði
límt viðurkenningu á hjólin þeirra.
Fáskrúðsfjördur:
Á sjóunda
þúsund tunn-
um skipað upp
Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfirði:
Nýlega var skipað upp úr Goðafossi
á sjöunda þúsund plastsíldartunnum
frá Noregi sem fara á tvær söltunar-
stöðvar, Pólarsíld og Sólborgu. Að
undanfömu hefur verið saltað í um 2
þúsund tunnur hjá Pólarsíld en söltun
var ekki hafin hjá Sólborgu þegar
þetta var skrifað.
Síldartunnum skipað á land úr Goðafossi í Fáskrúðsfjarðarhöfn á mánudag.
DV-mynd Ægir