Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 40
p
A S K O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskríft - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháÖ dagblaö
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986.
Verkfall boð-
að við Blöndu-
virkjun
Jön G. Haukssan, DV, Akureyii
„Við boðuðum verkfall um síðustu
helgi og ef ekkert gerist skellur það á
um miðnstetti á mánudagskvöld. Þá
fara um 50 starfsmenn í verkfall,"
sagði Kristinn Gissurarson, trúnaðar-
maður starfsmanna við Blönduvirkj-
un, í gærkvöld.
Kristinn sagði að ef til verkfalls
kæmi myndu nánast allar fram-
kvæmdir við Blönduvirkjun stöðvast
en þar er nú unnið við jarðgangagerð
og stöðvarhús, auk ýmissa annarra
framkvæmda.
Kristinn sagði ennfremur að kröf-
umar væru þær að starfsmenn fengju
^sömu grunnlaun og væru sambærileg
^fijá sömu hópum í þéttbýli. Hann vildi
ekki segja hve háar kröfurnar væru í
prósentum talið en samkvæmt heim-
ildum DV nema þær 15% hækkun á
grunnlaun.
„Virkjunarsamningarnir hafa verið
lausir frá því í desember á síðasta ári
en það hefur lítið gerst. Farið var af
stað í maí-júní en eftir það hafa við-
ræður að mestu legið niðri,“ sagði
Kristinn.
„ Bannað að
flytja inn
rauðgreni
Landbúnaðarráðuneytið hefur
bannað allan innflutning á rauðgreni
fyrir næstu jól. Er ákvörðunin tekin
til verndar íslenskri framleiðslu þvi
talið er að íslenskt rauðgreni sé til í
,því magni að nægi til að anna eftir-
spurn eftir þessari gerð jólatrjáa.
Rauðgreni er hið sígilda íslenska
fjölskyldujólatré og ódýrara en marg-
ar aðrar innfluttar tegundir. Er talið
að meðalstórt rauðgrenitré muni kosta
innan við þúsund krónur fyrir jólin.
^Aðrar innfluttar tegundir geta hins
vegar kostað um tvö þúsund krónur.
„Ætli markaðurinn fyrir jólatré í ár
sé ekki um 30 þúsund stykki,“ sagði
Kristinn Skæringsson hjá Skógrækt
ríkisins í samtali við DV. „Þar af er
innlend framleiðsla um þriðjungur,
langmest rauðgreni." -EIR
\Æ\
Ert þú á leið í
/MIKLAG4RD?
MxZíiíttiinii
LOKI
Er forvaliö bara
ekki búið?
Foival Alþýðubandalagsins í Reykjavík:
Kjömefndin lokaði á
formann félagsins
,Ákveðinn þungavigtarmaður þrýsti á nefndina," segir Guðni Jóhannesson
„Mín skoðun er sú að ákveðinn
þungavigtarmaður á listanum hafi
þrýst á kjörnefndina,“ segir Guðni
Jóhannesson verkfræðingur, for-
maður Alþýðubandalagsfélagsins í
Rcykjavík. Kjömefhd ætlaði að
hættt honum á forvalslista vegna
þingframfxtðs. í gær ákvað hún að
fjölga ekki á listanum.
„Það er rétt að við höfðuni áhuga
á að bæta ;í listann. Þegar það frétt-
ist fóm hins vegar svo margir á flot
að við ákváðum að hætta við þetta.
Við álítum að ef fjöldi fólks hefði
bæst við, hefðu atkvæði dreifst allt
of mikið. Það er alrangt að við höf-
um látið undan þiýstingi til þess að
loka listíinum,“ segir Hrafn Magn-
ússon franikvæmdastjóri, formaður
kjömefndar.
„Þegar Ólafur Ragnar Grímsson
lýsti vfir framboði í Reykjaneskjör-
dæmi voru aðeins nokkrir klukkut-
ímar þar til framboðsfr&sti til
forvalsins lyki. Það myndaðist
ákveðið tómarúm en enginn tími var
til þess að fhuga málin á ný,“ segir
Guðni. „Þetta var á fimmtudaginn
fýrir viku. Um helgina liafði mynd-
ast hópur stuðningsmanna sern vildi
að ég færi í forvalið. Hrafn hafði
samband við mig á mánudaginn og
bauð mér þátttöku og ég hef vissu
fyrir því að aðrir kjömefridannenn
sem í náðist voru þessu sammála.“
Samkvæmt heimildum DV var
álíka statt fyrír Páli Valdimarssyni.
verkamanni í Dagsbrún, og jafnvel
fleiri. Kjömefnd lokaði á þá í gær.
Heimildimar segja að stuðnings-
menn Guðrúnar Helgadóttur hafi
ætlað að kjósa hana í annað sæti
og Guðna í þriðja. Gegn þessu hafi
Ásmundur Stefánsson beitt sér með
stuðningi Álfheiðar lngadóttur.
HERB
Framrúðu fátækari
Það er sprengt i hinum ýmsu heimshomum - jafnvel uppi á íslandi. Sjaldnast em skemmdarverk tilgangurinn
hérlendis en sprengjuframkvæmdir við SÍS-skemmurnar við Holtagarða gerðu þó í gærdag bíieiganda einni framr-
úðu og bilþakshorni fátækari. Óviljaverk að sjálfsögðu sem varð af völdum steinkasts frá sprengingunni.
-baj
DV-mynd GVA
Veðrið á morgun:
Víða
strekk-
ings-
vindur
Austan- og norðaustanátt og víða
strekkingsvindur. Slydda eða rign-
ing við norður- og austurströndina
en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti
verður á bilinu 2-7 stig.
Alþýðuflokkur
næststærstur
Alþýðuflokkurinn eykur fylgi sitt
vemlega, samkvæmt skoðanakönnun
Félagsvísindastofnunar um síðustu
mánaðamót, sem Morgunblaðið birtir
í morgun. Mælist fylgi Alþýðuflokks-
ins 24,1 prósent.
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu og
fær nú fylgi 33,6 prósent þeirra sem
taka afstöðu.
Framsóknarflokkur, með 17,3 pró-
sent, styrkir heldur stöðu sína en fylgi
Alþýðubandalags, 15,4 prósent, og
Kvennalista, 8,7 prósent, minnkar lí-
tillega. Fylgi Bandalags jafnaðar-
manna mælist 0,5 prósent og Flokks
mannsins 0,3 prósent,
„Það sem er einkennandi fyrir þessa
niðurstöðu er að við jafnaðarmenn
vinnum í fyrsta sinn verulegt fylgi af
Sjálístæðisflokki. Að öðm leyti stað-
festir þetta þróun tveggja síðustu
kannana, Helgarpósts og DV, sem
hafa sýnt Alþýðuflokkinn sem næst-
stærsta flokk þjóðarinnar," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins.
„Alþýðuflokkurinn virðist bæta
stöðu sína meðal annars á kostnað
Sjálfstæðisflokksins. Kosningabarátt-
an er rétt að byrja. Úrslit kosninganna
ráðast þegar talið er úr kjörkössunum
og því kvíðum við ekki,“ sagði Friðrik
Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins.
_______________________-KMU
Hólmfriður
tekur ofan
Hólmfríður Karlsdóttir tekur kórón-
una ofan í kvöld og krýnir nýja
alheimsfegurðardrottningu í Royal
Albert Hall í London. íslenski þátttak-
andinn að þessu sinni er Gígja Birgis-
dóttir, 18 ára frá Akureyri, sem að
undanfömu hefur starfað sem banka-
mær í Grensásútibúi Iðnaðarbankans
í Reykjavík.
„Gígja er ákaflega spennt þarna úti,
nýkomin úr ferð til Austurlanda með
hinum keppendunum,“ sagði móðir
hennar, Alma Möller, í samtali við
DV í morgun.
Gígja er ekki ein á báti í London
því faðir hennar og systir em henni
til halds og trausts. Engu skal spáð
um úrslit en íbúar við Faxaflóasvaeðið
geta fylgst með þeim í beinni útsend-
ingu á Stöð 2 klukkan 20.30 - ótruflað.
-EIR