Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. 3 Fréttir ...........................................:................' Sérfræðingamir hjá HiFi & elektronik" urðu Fjöldi nýjunga em í tækinu t.d. er sjónvarpið hreinlega orðlausir þegar beir höfðu prófað nýja stillt á senditíðni sjónvarpsstöðvanna en ekki á sjónvarpstækið frá Bang & Olufsen, Beovision sérstakar rásir, þannig aa móttaka á LX 2800, og niðurstaðan var: siónvarpsútsendingu verður næmari "Þetta er hvorki meira né minna en besta sjónvarp í heimi -og hananú!" 3að er sama hvar borið er niður í greininni allir )ættir sjónvarpsins fá þá einkunn að þeir séu )etri en annað sem þekkist. "Myndgæðin í LX 2800 em fullkomin" segja sérfræðingamir,"skjárinn er laus við glampa, myndin er björt og liturinn svo góður að viokvæmir pastel-litatónar em skýrir og greinilegir.'1 "Það vom ekki hvað síst hljómgæðin sem orsökuðu þessa stórkostlegu upplifun sem kynnin við LX 2800 vom. Hljómurinn er hreinn op tær HiFi-hljómur. Hátalaramir em í serhönnuðum boxum sem em nánast laus við allan óm og látin "fljóta" í sjónvarpskassanum". sjónvarpsútsendingu verður næmari og betri. I lok greinarinnar fullyrða sérfræðingamir: " Þetta sjónvarp verður ekki slegið út á næstunni". Bang&Olufsen 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800 VIÐTÖKUMVELÁMÓTIÞÉR Tollkrítin ætti að leiða til lækkunar á vöruverði Tollkrít, greiðslufrestur á tollum, verður tekin upp í ársbyrjun 1988, samkvæmt stjómarfrumvarpi um tollalög, sem Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra hefur flutt á Alþingi. Stærstu kostimir við tollkrítina em að hún styttir birgðahald og geymslu- tíma hjá farmflytjendum, einkum skipafélögum, og um leið geymslu- kostnað. Segir í greinargerð frum- varpsins að það ætti að leiða til lækkunar vömverðs. Samkvæmt frumvarpinu verður greiðslufrestur fyrst og fremst veittur þeim innflytjendum sem strrnda inn- flutning í atvinnuskyni og fluttu inn vörur fyrir minnst 124 milljónir króna á árinu 1985. Ljóst er þó að veita verð- ur ýmsum öðmm aðilum einnig slíka heimild. Uppgjörstímabil verður almanaks- mánuður og eindagi lánaðra aðflutn- ingsgjalda 15 dögum eftir lok hvers uppgj örstímabils. Gert er ráð fyrir sérstakri skráningu allra innflytjenda og nánara eftirliti með einstökum innflytjendum með notkun tölva. Einungis þeir sem hafa tilskilin leyfi til atvinnurekstrar og skráðir hafa verið hjá tollstjórum geta vænst þess að fá greiðslufrest. I upphafi verður öllum gert að setja tryggingu sem nemur fjórðungi af þeirri fjárhæð sem fyrirtæki áætlar sem aðflutningsgjöld á því ári sem sótt er um heimild til greiðslufrests. Falla má frá þessu skilyrði um trygg- ingu hjá þeim aðilum sem haft hafa heimild til greiðslufrests í sex mánuði, staðið í skilum og ekki orðið uppvísir að refsiverðu broti á tollalöggjöfinni. -KMU Toltfrjálst svæði opnar möguleika í verslun og iðnaði „Rekstur tollfrjáls svæðis opnar möguleika á ýmsum atvinnutækifær- um, bæði í verslun og iðnaði,“ segir í greinargerð með tollafrumvarpi fjár- málaráðherra sem liggur fyrir Alþingi. Þar er talin full ástæða til þess að möguleiki á rekstri tollfrjáls svæðis, bæði á Keflavíkurflugvelli og eins við Reykjavíkurhöfn, verði kannaður. Verði niðurstaðan af athugunum já- kvæð ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að setja tollfijálst svæði á stofh með tilkomu þeirra lagaheimilda sem hér er lagt til að verði lögfestar. „Hlutverk tollfrjáls svæðis er meðal annars í því fólgið að gefa fyrirtækj- um, jafnt innlendum sem erlendum, kost á að framleiða hér eða ljúka fram- leiðslu ýmiss konar vamings eða tækja, véla, varahluta og ýmissa ann- arra fullbúinna vara sem síðan yrðu fluttar á markað, meðal annars til landa innan EFTA og EBE. í öðru lagi er hlutverk slíkra svæða að veita innlendum og erlendum fyrir- tækjum aðstöðu til þess að geyma vörur í vörugeymslum, með það í huga að dreifa þeim síðan til annarra landa. Ávinningur af tollfijálsu svæði er fyrst og fremst sá að ekki er nauðsyn- legt að tollafgreiða viðkomandi vörur inn í innflutningslandið fyrr en inn- flytjandinn telur að markaðurinn geti tekið við þeim. Fjárhagslegt hagræði af geymslu vara á slíkum svæðum er meðal ann- ars að koma í veg fyrir mikla fjár- magnsbindingu og vaxtakostnað, til dæmis vegna greiðslu á tollum. Ekki hefur enn verið kannað hvort erlend fyrirtæki telji sér hagkvæmt að nýta möguleika sem þennan. Hugs- anlegt er að þau teldu hagkvæmt að taka þátt í stofnun framleiðslufyrir- tækja með íslendingum með það fyrir augum að komast með hluta af fram- leiðsluvörum sínum tollfijálst inn á fríverslunarsvæði EBE og EFTA, að svo miklu leyti sem fríverslunarsamn- ingar íslands við þessi bandalög veita slíkar heimildir,“ segir í greinargerð frumvarpsins. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.