Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. Stjómmál Ríkið fær félagsmálareikning raforkufyrirtækjanna: Fjórir milljarðar fyrir pólitíska staðdeyfingu Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Jónas Elíasson, kallar skuldasöfriun vegna svokallaðra félagslegra raf- orkuframkvæmda pólitíska staðdeyf- ingu. Deyfingin er nú að fara úr og ákveðið er að ríkissjóður taki á sig meira en fjögurra milljarða króna skuldir Rafinagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. Jónas heldur því fram að verðjöfh- unargjald á raforku hafi átt að standa undir þessum félagslegu framkvæmd- um, rafvæðingu dreifbýlisins og' einkum sveitanna. Hins vegar hafi þingmenn freistast til þess að ætla sama fénu að standa bæði undir af- borgunum og vöxtum af teknum lánum og nýframkvæmdum. „Það hefði verið ærið sársaukafúllt fyrir alla alþingismenn að vera með þessi útgjöld á íjárlögum hvers árs. Ekki er hinn minnsti vafi á því að hér virkaði verðjöfnunargjaldið sem eins konar pólitísk staðdeyfing gegn þess- um sársauka," sagði Jónas Elíasson á vetrarfundi rafveitna og hitaveitna. „Má með nokkrum rökum halda því fram að vegna þessarar staðdeyfingar hsifi mikið skort á nauðsynlegt aðhald í þessum málum og þess vegna hafi verið lagt í ýmsar óarðbærar fram- kvæmdir sem aldrei átti að leggja í vegna þess að aðrar lausnir voru ódýr- ari og betri. Ekki er langt síðan ríkissjóður tók á sig rúmlega tvo milljarða króna vegna Kröfluvirkjunar og yfir milljarð vegna byggðalína sem teljast til félags- legra framkvæmda. Nú bætast fjórir milljarðar við á einu bretti. Á móti koma að vísu skuldabréf upp á millj- arð frá RARIK, útgefin af Hitaveitu Suðumesja. Einnig verða búin til bréf upp á 600 milljónir útgefin af RARIK og 400 milljónir útgefin af Orkubúi Vestfjarða. Formlega eru það því tveggja millj- arða króna skuldir sem ríkið yfirtekur nettó. Heimildarmenn DV telja að skuldabréfaútgáfa RARIK og OV séu hrein sýndarmennska og engar líkur séu á að þau fyrirtæki geti nokkum tímann borgað þau. HERB Alþýðubandalagsmenn stinga saman nefjum. Hér sjást þau Svavar Gests- son, Guðrún Helgadóttir, Ragnar Arnalds og Geir Gunnarsson ræða þingmálin. DV-mynd GVA Aukafundir um fjárlög Fjárlagafrumvarpið er að komast í lokameðferð Alþingis. Búist er við aukafúndum á föstudag og laugardag. Pálmi Jónsson, formaður fjárveit- inganefndar, sagði DV í gær að önnur umræða um fjárlögin færi fram á föstudag. Breytingatillögur frá nefhd- inni og tillögur um skiptingu ein- stakra fjárfestingarliða væm væntanlegar á fimmtudag. Fjárveitinganefhd lýkur starfi sínu fyrir þriðju umræðu, sem gert er ráð fyrir að verði á fimmtudag eða föstu- dag í næstu viku. Frumvarpið ætti að vera orðið að lögum laugardaginn 20. desember. -KMU Opinbert eftirlit er fullnægjandi „Er það niðurstaða ráðuneytisins að opinbert eftirlit á útfluttu fisklag- meti sé með fullnægjandi hætti. Ef koma á með öllu í veg fyrir að fram- leiðendur sjálfir bæti í vöm sína óleyfilegum efrium mundi það hafa í för með sér óhæfilegan kostnað og í reynd hindra að arðbær framleiðsla á fisklagmeti geti átt sér stað.“ Svo segir í svari Halldórs Ásgríms- sonar sjávarútvegsráðherra við fyrir- spumum Skúla Alexanderssonar, Alþýðubandalagi, um útflutning K. Jónssonar & Co. hf. á Akureyri. Fram kemur að fyrirtækið K. Jóns- son & Co. hafi nokkrum sinnum verið aðili að tjónamálum þar sem vörur hafi ýmist verið endursendar eða verið eytt af kaupanda. Talin em upp þrjú stærstu tjón; árið 1978 þegar gaiffalbitasendingar til Sov- étríkjanna, samtals 8.714 kassar, reyndust skemmdar, árið 1979 þegar tæplega 18 þúsund kassar af gallaðri rækju vom framleiddir fyrir markað í Vestur-Þýskalandi, og loks þegar upp komst í haust að óleyfilegu efni var blandað í niðursoðna rækju til Vest- ur-Þýskalands á tímabilinu frá maí 1984 til september 1986. „Það er viðurkennt af hálfu verk- smiðjunnar að efnið hafi vísvitandi verið sett í vöruna og að full vitneskja hafi verið um að slíkt væri ólöglegt," segir í svari ráðherrans. Greint er frá því, sem áður hefur komið fram í fréttum, að Ríkismat sjávarafurða hafi með bréfi dagsettu 21. nóvember síðastliðinn hafhað framleiðslustjóra K. Jónssonar & Co. hf. til þess starfs að bera ábyrgð á framleiðslunni. -KMU Vestfirðingum gengur illa að telja Ófærð á landi og í lofti veldur því að illa gengur að fá úrslit úr þremur prófkjörum á Vestfjörðum. Atkvæði em ótalin hjá Alþýðuflokki, Fram- sóknarflokki og Alþýðubandalagi. Beðið er með mestri eftirvæntingu eftir niðurstöðu úr prófkjörsslag Kar- vels Pálmasonar og Sighvats Björg- vinssonar. Telja átti á ísafirði í gærkvöldi. Yfirkjörstjómarmenn á Patreksfirði, Bíldudal og Flateyri ko- must hins vegar ekki til ísafjarðar. Ef veður leyfir verður reynt að hefja talningu síðdegis í dag. Takist það ættu úrslit að liggja fyrir upp úr mið- nætti. Búist er við talsverðri vinnu við úrskurð utankjörstaða- og vafaat- kvæða. -KMU í dag mælir Dagfaii________________ Beðið eftir saksóknara Þjóðviljinn birtir um það forsiðu- frétt á föstudaginn var, að Sjálfstæð- isflokkurinn í Reykjavík sé að bíða eftir Hafskipskærum og geti því ekki stillt upp framboðslista sínum. I við- tölum við talsmenn flokksins í þessari sömu frétt er þessi ástæða að vísu ekki viðurkennd, en tekið fram að jólamánuðurinn sé ekki heppilegur til fundahalda og því muni framboðslistinn ekki ákveðinn fyrr en eftir áramót. Eftir því sem Dagfara minnir vom sjálfstæðismenn í Reykjavík þeir fyrstu sem efhdu til prófkosninga á þessu hausti. Það mun hafa verið snemma í október sem þeir riðu á vaðið og síðan hefur hvert prófkjörið rekið annað. Að vísu hefur á ýmsu gengið, en eftir því sem fréttir herma hefúr eftirleikurinn verið næsta auð- veldur og framboð tilkynnt hvert á fætur öðm. Þannig efndu sjálfetæð- ismenn á Reykjanesi til skoðana- könnunar í kjördæmisráðinu, þegar ljóst varð að enginn nennti að taka þátt 'í prófkjöri hjá þeim og síðan hafa þeir tilkynnt listann og allt er klappað og klárt. í Reykjavík hefur hins vegar orðið bið á listanum, sem er ennþá illskilj- anlegra, þegar haft er í huga, að þar fengu allt upp í átta manns bindandi kosningu í efstu sæti. Nú kann það auðvitað að vera rétt og heiðarleg skýring að jóla- mánuðurinn henti ekki sjálfetæðis- fólki til fundahalda. Einkum reykvískum sjálfetæðismönnum, þar sem vitað er að þetta er upp til hópa sannkristið fólk, sem heldur hvíldar- daginn heilagan. Enda þótt sjálf- stæðismenn á Reykjanesi, Norðurlandi vestra og víðar á landinu leggi á sig fundahöld í des- ember til að koma listunum frá, þá er flestum kunnugt um þá venju að Hvatarkonur halda jólabasar á að- ventunni og Varðarfélagar em uppteknir í jólabusinessnum, sem hefúr það í för með sér að þetta fólk hefur ekki tíma fyrir pólitík á með- an. Það telst hvorki kristilegt né hátíðlegt að vera að raða fólki á lista og eyðileggja með því jólastemmn- inguna hjá öllum þeim vonbiðlum, sem bíða eftir því að fá sæti á listan- um. Þetta em sem sagt góðar og gildar skýringar. Hinu er þó ekki að neita, að illkvittnar tungur segja, að frétt Þjóðviljans sé ekki úr lausu lofti gripin. Bæði Morgunblaðið og áhrifamenn í Sjálfctæðisflokknum hafa látið í ljós þá skoðun sína, að flokkurinn hafi orðið fyrir pólitísku áfalli, þegar Albert Guðmundsson lenti í efeta sæti í prófkjörinu. Það hafi bæði verið ómark, vegna þess að kjósendumir vissu ekki hvað þeir vom að gera, og svo hitt, að Albert er stöðugt sakfelldur í Helgarpóstin- um fyrir ýmsar sakir sem séu óheppilegar fyrir svo sómakæran flokk. Albert á að hafa staðið í makaskiptum við Fíladelfíusöfriuð- inn og það þykir grunsamlegt í meira lagi. Ennfremur er hann sakaður um að hafa ekki gefið upp ferðapeninga til skatts, sem talið er hinn versti glæpur hjá honum, þótt enginn ann- ar þurfi að gera það. Þá hefúr það verið grafið upp að Helena dóttir hans fékk fría fragt hjá Hafekip, sem mun eiga að vera fráfararsök hjá pabba hennar. Og að lokum er því haldið fram að Albert sé kriminal fyrir að hafa hjálpað Gvendi jaka til Flórída. Uppstillingamefndin hjá íhaldinu hefur lesið allar þessar ávirðingar í Helgarpóstinum með athygli og vax- andi ugg, og treystir sér ekki til að mæla með þessum voðalega manni, fyrr en saksóknari hefur kveðið upp úr með það, hvort hér sé einhver glæpastarfcemi á ferðinni. Þess vegna ætlar hún að bíða eftir sak- sóknara fram yfir mánaðamótin. Gallinn er hins vegar sá, að Haf- skipskærur saksóknara geta dregist fram á vor og allt fram yfir sjálfar kosningamar og því getur svo farið að sjálfetæðismenn í Reykjavík bjóði alls ekki fram, af því að listinn verð- ur ekki tilbúinn. Sú niðurstaða yrði mikið fagnað- arefrii fyrir andstæðinga Alberts í flokknum. Þeir hafa lengi átt sér þann draum að koma Albert í burtu og hafa notað til þess margvfslegar aðferðir. En það er sama hvemig þeir hafa hamast gegn Albert, alltaf kemur hann standandi niður. Þess vegna er það síðasta og auðvitað ömggasta úrræðið að stilla alls ekki upp. Þannig má koma í veg fyrir að Albert komist á þing. Sjálfetæðis- flokkurinn á annan eins greiða inni hjá saksóknara. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.