Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Blaðsíða 21
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. 21 íþróttir • Bob Houghton græddi vel i arabalöndunum og nu mun hann taka við þjálfuninni hjá Örgryte. Houghton aftur í fáðm Svía - tekur við Örgiyte Bob Uoughton, maðurinn sem gerði sænska knattspymufélagið Malmö FF að stórveldi á sínum tíma, er nú aftur á leiðinni til Sví- þjóðar. Houghton hefur að undanfömu verið að þjálfa í arabalöndunum og vegnað vel þar, í það minnsta fjárhagslega, enda er borgað vel b,Tir fræga þjálfara þar. Arangur hans með lið þar hefur aftur á móti verið heldur fatæklegur. Seg- ir hann að ástæðan sé sú að arabamir séu svo latir að þeir geti aldrei orðið góðir knattspymu- menn. Houghton hrósar Svíum upp í hástert og eru þeir að sjálfsögðu mjóg ánægðir með það, sérstaklega þau orð hans að lið IFK Gauta- borgar, sem hafi sigrað í UEFA- keppninni 1982, sé besta knatt- spymulið sem hann hafi séð um dagana. Stór orð það. Bob Houghton mun taka við þjálfun Örgryte og ætlar hann sér stóra hluti með það, eða svo segir hann. -klp Uverpool mætir Luton - í enska bikamum { gærkvöldi var dregið í 3. um- ferð ensku bikarkeppninnar og er þar þegar margt um athyglisverða leiki en nú em 1. deildar liðin kom- in til sögunnar. Bikarmeistarar Liverpool leika á móti Luton á gervigrasinu í Hattaborginni. Li- verpool tapaði þar illa í síðasta mánuði en þá steinlágu þeir fyrir frísku Lutonliði, 4-1. Leikur lið- anna fer fram 11. janúar en annars fara leikir 3. umferðarinnar fram 10. janúar. 1. deildar liðin eigast við í fimm innbyrðisleikjum en annars varð drátturinn svona: Everton Southampon, Aston Villa - Chelsea, Man. United - Man. City, QPR - Leicester, Wimbledon - Sunderland, Crystal Palace - Nott. Forest, Reading - Arsenal, Sheffield W. - Derby, Tottenham - Scunthorpe, Alders- hot Oxford, Coventry Bolton, Orient - West Ham, Watford - Maidstone Norwich - Hudders- field, Charlton - Walsall, New- castle - Southend/Northamton, Oldham - Bradford, Swansea - WBA, Wigan - Gillingham, Mill- wall - Cardiff eðá Brentford, Caemarfon eða York Bamsley, Fulham - Swindon, Portsmouth - Blackbum, Grimsby - Stoke, Middlesb. - Chorley eða Preston Teleförd - Leeds, Shrewsbury - Hull, Wrexham - Chester Bristol City eða Bath - Plymouth, Sheffi- eld U. - Brighton, Ipswich - Birmingham. -SMJ Tap og sigur Boston - LA Lakers hefur náð besta árangrinum í NBA-deildinni Það skiptust á skin og skúrir hjá Boston Celtics og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni bandarísku í körfú- knattleik um síðustu helgi. Boston lék tvo leiki, sigraði 76ers, 108-106, en tapaði síðan óvænt fyrir Cleveland Cavaliers, 88-86. Lakers sigraði í báð- um leikjum sínum, fyrst Golden State, 132-100, og loks Dallas Mavericks, 112-104. Á austurströndinni hefur Atlanta Hawks náð bestum árangri, leikið 18 leiki en tapað 4. Boston Celtics hefur leikið 18 leiki, unnið 12 en tapað 6 leikjum. 76ers er með sama árangur og Boston. 0 Á vesturströndinni hefur Los Angeles Lakers besta vinningshlut- fallið, liðið hefur leikið 17 leiki og eimmgis tapað 3. Dallas Mavericks hefur leikið 18 leiki og tapað 6 þeirra. Úrslit um helgina í NBA-deildinni: Indiana-Atlanta...........119-113 Denver-New Jersey.........113-100 Milwaukee-Washington........91-87 Phönix Suns-Chicago.......114-112 Utah Jazz-NY Knicks........123-96 Detroit-Denver............128-113 76ers-New Jersey..........105-KX) Seattle-Houston............136-80 San Antonio-Chicago........106-97 Phönix Suns-LA Clippers...111-109 Utah Jazz-Sacramento......114-111 Dallas-Golden State.......109-104 Portland-NY Knicks........107-104 0 Sérstaka athygli vekur 56 stiga tap Houston Rockets gegn Seattle Super- sonics. Greinilegt er á þessum úrslitum Gummi Torfa í stað Norsara að „tvíburatumamir", Akeem Olaju- van og Ralph Sampson, em meira en hálft lið Houston því hvomgur þeirra lék með um helgina. Þeir em báðir meiddir en verða þó ekki lengi frá keppni. 0 Pétur Guðmundsson á sömuleiðis við meiðsli að stríða en mun geta byrj- að að leika með Lakers um mánaða- mótin janúar febrúar. -SK | ívarWebster | i fékk leyfið i I í gær barst Körfuknattleiks- J | sambandi fslands skeyti frá | - FIBA, alþjóða körfúknattleiks- . I sambandinu, þar sem segir að | ■ ívar Webster verði löglegur með ■ I íslenska landsliðinu í körfu frá I I og með 16. júlí á næsta ári. I ■ Webster verður því löglegur ■ | með íslenska landsliðinu í Evr- | _ ópukeppni landsliða sem fram fer | næsta haust og verður hann lið- | ■ inu gífurlegur styrkur. _SK. ■ 0„Lendl er orðinn 26 ára en ég er aðeins 19 ára og hef nógan tíma til að bæta mig,“ segir Boris Becker. - Guðmundur leikur ekki gegn Torino Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Guðmundur Torfason má ekki leika með Beveren í seinni leik liðsins í Evrópukeppninni gegn Torino á mið- vikudagskvöldið. Hann kom of seint til liðsins til að hann væri löglegur með því að þessu sinni. Forráðamenn Beveren hafa nú gefið upp að þegar Guðmundur var fenginn til liðsins hafi valið staðið á milli hans og norsks framherja, Egils Johannesen, hjá Val- eringen í Osló. Hann vakti athygli forráðamanna Beveren þegar liðin mættust í fyrstu umferð Evrópukeppn- innar. Hins vegar var það verð sem Norðmennimir vildu fá fyrir Egil allt of mikið og því var Guðmundur feng- inn í staðinn enda íslenski markaður- inn ódýrari en sá norski, allavega enn sem komið er. Guðmundur var varamaður um helgina og fékk ekki að koma inn á en Beveren vann leik sinn, 1-0. Það er mikið að gerast hjá Beveren þessa dagana, Evrópuleikur á miðvikudag- inn og síðan mætir liðið Anderlecht um næstu helgi. Er líklegt að Guð- mundur fái að spila þá. -SMJ „Lendl er ekki leng ur yfirburðamaður‘ - segir Vestur-Þjóðverjinn Boris Becker Rekinn í annað sinn í annað skipti á fjórum árum hefur Timo Konietzka verið rekinn sem þjálfari frá svissneska félaginu Grasshoppers. Hann fékk uppsagnarbréfið í annað sinn nú á dögunum eða eft- ir að Grasshopparamir hans höfðu tapað fyrir Young Boys í sviss- nesku bikarkeppninni. Það fyllti mælinn í þetta sinn. -KLP „Fyrir ári var Lendl einráður á tennis- vellinum. Nú þegar hefur okkur tekist að leggja hann að velli nokkrum sinnum og bilið á milli Lendl og annarra tennisleik- ara styttist sífellt," sagði Boris Becker þegar hann var spurður um bvort Ivan Lendl væri enn yfirburðamaðúr í tennis- heiminum. Becker náði loksins að sigra Lendl nú í október síðastliðnum og má með sanni segja að það hafi verið tíma- mót hjá honum. „Þetta var svo sannarlega sætur sigur því ég sigraði Lendl við hans uppáhaldskringumstæður. Hann sleppur ekki lengur. Nú er Ivan númer eitt en hann er orðinn 26 ára. Ég er hins vegar aðeins 19 ára og hef því nógan tíma til að bæta mig,“ sagði Becker borubrattur en hann er nú talinn næststerkasti tennis- leikari heims. „Ég tek hatt minn ofan fyrir Boris ef hann telur að hann sé að ná mér,“ sagði Lendl þegar hann heyrði ummæli Bec- kers. „Ég finn að ég er ekki enn búinn að ná toppnum og ég er sífellt að reyna að bæta mig. Ég finn til dæmis að ég þyrfti að vera kraftmeiri og sneggri uppi við netið.“ Becker sigraði John McEnroe í sýning- arleik fyrir hálfúm mánuði. Eftir leikinn sagði Becker að það skyggði á keppni þeirra sterkustu að enginn Bandaríkja- maður væri nú meðal 10 fremstu tennis- leikara heims. Hann vonaði því að McEnroe kæmist sem fyrst í sitt gamla form. „Ef McEnroe hefði ekki tekið sér þetta hlé þá væri hann núna fimmti sterk- asti tennisleikari heims,“ sagði Becker en McEnroe tók sér hlé frá keppni í sjö mánuði. McEnroe gagnrýndi Becker mikið í sumar en nú eru þeir orðnir sáttir aftur. „í sumar var ég konungur grasvallanna og tók þann titil af McEnroe. Hann var sem von er sár yfir því en er búinn að jafna sig á þessu núna,“ sagði Becker sem hefur unnið McEnroe þrisvar nú á stutt- um tíma. -SMJ Svartur nóvember hjá „Juve ái Um fátt er meira rætt þessa dagana á ftalíu en slæmt gengi meistara Ju- ventus. Liðið hefur leikið aíleitlega síðasta mánuðinn og er nú búið að tapa forystusætinu í ítölsku deildinni og auk þess er búið að slá liðið út úr ©Michael Laudrup og félögum hans hjá Juventus hefur gengið afleitlega upp á síðkastið i ítölsku knattspymunni. Evrópukeppninni. Til að kóróna slæmt gengi liðsins þá tapaði liðið, 3-0, fyrir Roma um síðustu helgi og 3-0 tap er tala sem þeir hjá „Juve“ eiga ekki að venjast. En hverjar eru ástæður þessarar „niðurlægingar" (eins og ítölsku blöðin kalla núverandi ástand) hjá Juventus? Þar nefna menn fyrst til að lykilleik- menn hafa brugðist. Franski snilling- urinn Michel Platini, sem að öllum líkindum leikur sitt síðasta tímabil nú hjá Juventus, er ekki nema svipur hjá sjón - hann hefúr einnig leikið afleit- lega með franska landsliðinu að undanfömu. Er aldurinn farinn að segja til sín hjá Platini? „Það er greini- legt að Platini er ekki lengur fær um að skora 20 mörk að meðaltali eins og hann hefur gert undanfarin keppn- istímabil," sagði Rino Marchesi, þjálfari liðsins. Þá vakti það mikla athygli að Platini baðst undan því að taka vítaspymu á móti Roma - sagði eftir á að hann hefði verið hræddur um að misnota spymuna. í staðinn tók Aldo Serena vítið og brenndi af. Eftir mjög góða byrjun í haust fer ekki hjá því að farið sé að hitna und- ir Marchesi sem er nú á sínu fyrsta ári hjá liðinu. Það er reyndar enginn þjálfari öfundsverður af því að leysa Giovanni Trappattoni af hólmi en fer- ill hans hjá Juventus var sérlega glæsilegur. Hann þjálfar nú hjá Inter Milano og hefúr þegar byggt upp sterkt lið þar. En það er ekki bara Platini sem er í óstuði. Daninn ungi, Michael Laudr- up, hefur ekki enn náð að leika eins vel og á síðasta vetri, svo ekki sé talað um hið frábæra form sem hann var í á HM í sumar. Reyndar hefúr hann ekki skorað nema eitt mark í deildinni það sem af er. Það var aðeins á móti Valsmönnum sem hann sýndi raun- verulega getu sína en hann skoraði sem kunnugt er fimm mörk í leikjun- um tveim á móti þeim. Þá hafa þær raddir heyrst að það hafi verið mistök hjá Juve að fá ekki Ian Rush til liðs- ins strax. Meiðsli hafa einnig herjað í herbúð- um Juve og má þar fyrst nefna fyrirliða ítalska landsliðsins, Antonio Cabrini, sem lítið hefúr getað verið með. Þá hefur fyrirliði Juve, Gaetano Scirea, verið frá það sem af er tímabilinu. Þrátt fyrir allt þetta eru knattspym- usérfræðingar á Ítalíu langt frá því búnir að afskrifa liðið og ennþá veðja flestir á að meistaratitillinn hafni í 23 sinn í Torino. -SMJ | HMífrjálsum í ! innanhúss \ l -ífyrstasinnímars ■ Nú er búið að ákveða að fyrsta heims- _ | . meistaramótið í frjálsum íþróttum innan- | Ihúss fari fram í Indianapolis í Bandaríkjun- ■ um 6. til 8. mars. Einnig hefúr verið ákveðið I Iað frá og með 1. janúar nk. verði heimsmet I innanhúss skráð opinberlega en það hefur ■ I ekki verið til þessa. I * Allar 179 aðildarþjóðimar að Alþjóða | frj ál s íþróttasamban di nu, LAAF, geta sent | _ einn karl og eina konu í hverja grein á ■ I heimsmeistaramótið - burtséð frá árangri. I IEf ein þjóð vill senda fleiri en einn kepp- ■ anda í grein verða þeir að hafa náð ■ I lágmarksárangri. Reglur þar um em þegar I ■ tilbúnar. ■ | Búast má fastlega við að bandarískir | keppendur komi til með að setja mestan - I svip á þetta fyrsta heimsmeistaramót í | Ifrjálsum íþróttum innanhúss. Þeir verða á ■ heimavelli og þeir hafa alltaf náð góðum I Iárangri innandyra sem utan - enda er áhugi I mikill meðal Bandaríkjamanna á frjálsum ■ | íþróttum innanhúss. | íþróttir Þorbergur með sjo - þegar Saab gerði jafntefli við Frölunda, 23-23 Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Sviþjóð: Þorbergur Aðalsteinsson skor- aði sjö mörk í gærkvöldi þegar Saab gerði jafntefli á heimavelli gegn Frölunda. Lokatölur 23-23 eftir að Frölunda hafði haft eitt mark yfir í leikhléi, 12-13. Óvæntustu úrslitin í Allsvensk- an í gærkvöldi urðu þegar GUIF vann stórsigur á Drott sem er í öðm sæti deildarinnar. GUIF sigr- aði 24-17 og komst mest ellefu mörkum yfir. Erfið fallbarátta framundan hjá Saab Þorbergur og lærisveinar hans hjá Saab eiga erfiða fallbaráttu fyrir höndum en mikil spenna verður á milli neðstu liðanna. Saab er sem stendur í fjórða neðsta sæti með 8 stig eftir tíu leiki. Karls- krona, Cliff og Hellas em einnig með 8 stig en hafa leikið ellefu leiki. Varta, Kroppskultur, Frö- lunda og Lugi haafa öll 9 stig eftir ellefu leiki. Leikurinn sem Saab á inni er svo gott sem tapaður en það er útileikur gegn efsta liðinu Redbergslid sem hlotið hefur 18 stig að loknum tíu leikjum. Drott er í öðm sætinu með 16 stig eftir ellefu leiki, Ystad i þriðja sæti með 14 stig eftir ellefu leiki og GUIF er nú komið í fjórða sæti deildar- innar, er með 14 stig eftir ellefu leiki en lakari markatölu en Ystad. Ellefu umferðum er lokið í deilda- keppninni. *--SK Dynamo Kiev varð meistari Lið Dynamo Kiev sýndi vel hversu einstakt liðið er þegar það bókstaflega stal sovéska meistara- titlinum í knattspymu frá Dynamo, Moskvu, á síðustu stundu. Dynamo Kiev átti marga leiki inni þegar nokkrar umferðir vom eftir. Þeir höluðu inn stigin og náðu svo titlinum með þvi að sigra Moskvubúa, 2-1, í síðasta leiknum. Landsliðsmennimir Vas- ily Rats og Igor Belanov skomðu fyrir Kiev en ung og upprennandi stjama, hinn 19 ára gamli Igor Kolyvanov, skoraði fyrir Moskvu. Þessi titill hjá Kiev er mikill persónulegur sigur fyrir Valery Lobanovskyen. Þetta var 12. titiíl liðsins. -SMJ Leikið verð- ur í Madrid Það er jafnan heitt á milli íbúa Barcelona og Madrid á Spáni. Ber mest á þvi þegar lið frá borgimum mætast á íþróttasviðinu eins og t.d Real Madrid og Bercelona í knatb- spymunni. Gengur þá mikið á utan vallar sem innan. Þeir hjá Barcelona hafa oftast betur í bardaganum en þeir í Madrid komu þó fram smáhefhd- um nú á dögunum. Þá höfðu þeir það í gegn að knattspymulands- leikurinn á milli Spánar og Englands fari fram hjá þeim en ekki í Barcelona. Þessi leikur á að fara fram 18. febrúar. Var búið að tilkynna að hann yrði á Nou Camp í Barcelona en nú er komin tilkynning um að hann verði á Santiago Bernabeu í Madrid. Er engin skýring gefin á þessu. En þeir sem ráða koma allir frá Madrid og það telja þeir í Barc- elona næga skýringu. -KLP JÓLAUÓS 40 ljósa útisería Hvít — Rauð — Blá Hver sería er 40 ljós og spennubreytir. Hægt er að nota tvær seríur við hvem spennubreyti. Vönduð sería og hættulaus. Samþyldrt af Rafmagnseftirliti ríkisins. Verð: 1 sería og spennubreytir kr. 1.650 — aukasería kr. 825. Rafkaup Suöurlandsbraut 4 108 Reykjavík Sími 681518 ÚTSÖLUSTAÐIR: RAFVÖRUR/Reykjavík BLÓMAVAL/Reykjavlk RAFVIÐGERÐIR/Reykjavík MOSRAF/Mosfellssveit RAFLAGNAVINNUSTOFA SIGURÐAR INGVASONAR/Garöi STAPAFELL/Keflavík KJARNI/Vestmannaeyjum ÓTTAR SVEINBJÖRNSSON/Hellissandi VERSLUN EINARS STEFÁNSS/Búðardal PÓLLINN/fsafirði SVEINN 0. ELÍASSON/Neskaupstað RAFSJÁ HF/Sauðárkróki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.