Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. 9 Utlönd BrundtJand vekur athygli: Lýsti yfir and- stöðu við geimvopna- rannsóknir Bjöig Eva Edendsdóttir, DV, Osló: Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, er í opinberri heimsókn í Moskvu. í ræðu, sem hún hélt þar í gær, lýsti hún andstöðu Noregs við allar rannsóknir á geim- vopnum, bæði austantjalds og vestan. Þessi yfirlýsing vakti mikla athygli í Noregi og reiði margra. Á Natófundi fyrr í haust hafði nefni- lega norska stjómin skriflega sam- þykkt geimvopnarannsóknir Bandaríkjamanna. Þvi þótti Gro Harl- em tala tveim tungum, einni í vestri og annarri í austri. Fyrst styður hún geimvopnarannsóknimar á Natófundi en fordæmir þær síðan þegar til Moskvu er komið. Káre Willoch, formaður norsku ut- anríkisnefiidarinnar og íyrrum forsæt- isráðherra, taldi þessa yfirlýsingu stórhneykslanlega. Með þessu gengi Gro Harlem Brundtland þvert á steftiu ríkisstjómarinnar og þess sem hún hefði áður sagt, sagði Willoch. í símaviðtali frá Moskvu í gærkvöldi sagði Gro Harlem að norski frétta- maðurinn í Moskvu hefði rangtúlkað yfirlýsinguna. Kvaðst hún hafa sagt að Noregur væri á móti geimvopna- rannsóknum sem hefðu í för með sér aukinn vígbúnað, hvort sem væri í austri eða vestri. Óeirðir stúdenta: Gro Harlem Brundtland þykir tala tveim tungum varðandi geim- varnaáætlun Bandaríkjanna. Káre Willoch þótti staða Gro Harl- em Brundtland lítið batna við þessa leiðréttingu. Yfirlýsingin væri samt í mótsögn við fyrri samþykktir stjómar Verkamannaflokksins. Stefha norsku stjómarinnar til geimvamaáætlunarinnar hefur verið afskaplega óskýr. Helst virðist stjóm- in vilja vera bæði með og á móti geimvamaáætlun Bandaríkjamanna svo að það hlaut að koma að því að Gro Harlem Brundtland lenti í mót- sögn við sjálfa sig. Frumvarpið afturkallað Gert er ráð fyrir að reiðir stúdentar komi saman í dag í París til frekari mótmæla þrátt fyrir að hið umdeilda háskólafrumvarp hafi verið afturkall- að. Hafa stúdentar tilkynnt að þeir muni halda mótmælum áfram þar til sami árangur hafi náðst varðandi menntaskólafrumvarpið. í gær minntust stúdentar látins fé- laga síns en hann lést á laugardaginn eftir barsmíðar lögreglunnar. Sorgar- ganga stúdenta olli töfum í umferðinni og flugi frá París seinkaði. Með svart sorgarband um handlegginn gengu stúdentar frá Sorbonneháskólanum að miðborg Parísar. Devaquet, ráðherra sá er frumvarpið er kennt við, sagði af sér á laugardag- inn en þar með er ekki gert ráð fyrir að öll kreppa sé úr sögunni. Búist er við erfiðum tímum hjá Jacques Chirac forsætisráðherra og hefur sá orðrómur verið á kreiki að forsetinn hafi neytt hann til þess að láta undan. Opnaði ölstofu í prestsbústaðnum Haukur L. Hankæan, DV, Kaupmannaha&i: Presturinn í bænum Stubbæk á Suð- ur-Jótlandi hefur vakið mikla athygli undanfarið. Hefur hann þrátt fyrir aðvaranir biskups og sóknamefndar opnað ölstofu í prestshúsinu á staðn- um. Var ölstofan opnuð formlega á föstu- daginn og voru tíu sóknarböm mætt ásamt fjölda ljósmjmdara og blaða- manna. Á ölstofa þessi að þjóna sem samko- mustaður sóknarinnar eftir að ölstofu staðarins var lokað fyrir skömmu. Segist prestur alls ekki ætla að gefa þetta verk sitt upp á bátinn. Segir hann um þijátíu manns koma í kirkju á sunnudögum og fimmtíu í ölstofuna í viku hverri. Hann kveður þetta vera góða aðferð til þess að komast í tengsl við sóknarbömin. Þama geti hver sem er litið inn, fengið sér öl og snaps, spilað og haft það huggulegt. Biskupinn yfir sókninni sagði eftir opnun ölstofunnar að hinn svokallaði klúbbur prestsins væri óviðunandi og að hann mundi senda kirkjumálaráðu- neytinu skýrslu um málið þar eð prestur sinnti ekki viðvörunum hans. Er því alls óvíst hvort sigrar í þessu máli, postulamir eða pilsnerinn. [sautján komma eitt prósent] Nafnvextir á Kjörbók eru 17,1% allt frá fyrsta degi. Vextir eru reiknadir tvisvar á ári þannig aö ársávöxtun getur fariö yfir 18%. Að auki er svo verðtryggingarákvæði sem tryggir að eigendur Kjörbóka njóta ávallt hagstæöustu kjara, hvaö svo sem veröbólgunni Iföur. Kjörbókin er algjörlega óbundin, - einstök ávöxtunarleið. Mundu aö þú þarft ekki að sætta þig viö lægri vexti en 17,1% og verötryggingarákvæöi aö auki. Notaðu Kjörbók. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.