Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Rífum nýju húsin Hin gagnlega umræða um skipulag Kvosarinnar hef- ur leitt í ljós, að unnt er að setja tiltölulega einfaldar og skýrar línur um æskilegt skipulag hennar. Flestar, ef ekki allar, ganga í berhögg við úreltar hugmyndir, sem borgarstjórnin er að velta fyrir sér. Fyrsta reglan er að setja tímamörk við árið 1950. Öll hús Kvosarinnar, sem eru eldri, skuli verða gerð upp með tilliti til upprunalegrar fegurðar þeirra. Öll hús, sem eru yngri, skuli rifin eða lækkuð og máluð lítt áberandi litum, svo að ófríðleiki þeirra ami okkur síður. Ef Jónassenshúsið að Lækjargötu 8 væri fært í upp- runalegt horf frá 1870, yrðum við einu fallegu húsi ríkari. Ef Nýja bíó yrði rifið, yrðum við einu ljótu húsi fátækari. Þannig má rekja slóðina um Lækjargötu, Austurstræti, Aðalstræti og Kirkjustræti. Önnur reglan er að fækka akreinum í Kvosinni og gera sprengjuheldar bílageymslur inni í Arnarhól og undir ýmsum auðum lóðum í næsta nágrenni Kvosar- innar. Það forðar okkur frá hörmulegum bílageymslu- húsum og aflar aðstöðu fyrir stjórnvöld á stríðstímum. Flestum má vera ljóst gildi þessarar reglu. Hún verndar Tjörnina í núverandi stærð, dregur úr bílaum- ferð um Kvosina og auðveldar akandi fólki að komast í verzlanir og þjónustu gamla bæjarins. Um þetta geta kaupmenn og aðrir borgarar verið sammála. Þriðja reglan er að reka bankana úr Kvosinni og senda þá í útibú þeirra hér og þar í bænum. Nútíma tölvu- og símatækni gerir þetta kleift. Seðlabankann mætti senda upp á Sprengisand, ef hann verður þá ekki lagður niður í sparnaðar- og ábataskyni fyrir þjóðina. Hins vegar mega elztu hlutar Landsbankans og Út- vegsbankans halda sér, enda teiknaðir á tímum hinnar listrænu smekkvísi, sem felst í hófsamlegum stærðum. Marmaraskúrinn við austurhlið Landsbankans mætti rífa á nýársnótt, Reykvíkingum til fagnaðar. Fjórða reglan er að koma hinum fyrirhugaða al- þingiskassa fyrir undir Austurvelli. Hann má hafa sprengjuheldan, svo að Alþingi geti áfram gefið út lög og ályktanir um áhugamál sín, þótt styrjaldir geisi. Hins vegar á að láta í friði gömlu húsin við Kirkjustræti. Skilyrði fyrir þessu er þó, að framkvæmdir verði háðar að vetrarlagi og standi aðeins í sex mánuði. Ef íslenzkir verkfræðingar og verktakar mikla þetta fyrir sér, má ráða til þess starfsbræður þeirra frá New York, sem mundu leika sér að þessu verki á þremur mánuðum. Fimmta reglan er, að almennt verði hinar reglurnar látnar gilda um allan gamla bæinn innan Hringbrautar og Snorrabrautar, þar á meðal Skuggahverfið, sem borg- arstjórnin vill eyðileggja. Ekki þarf langa göngu um svæðið til að sjá, að almennt eru hús því fallegri, sem þau eru eldri, og því ljótari, sem þau eru yngri. Helzta undantekningin er, að gott væri að byggja glerþak yfir ásinn frá Hallærisplani til Hlemmtorgs, svo að Reykvíkingar geti verzlað í góðu veðri allan ársins hring. Við þyrftum þá ekki að hlaupa upp í vindinn og regnið milli búða, heldur gætum gefið okkur góðan tíma. Þessar reglur, sem hér hafa verið skráðar, eru betra veganesti borgarstjórnar en hinar fáránlegu skipulags- hugmyndir um hollenzk síkishús við stormgjár, sem hún er áð velta fyrir sér þessa dagana. Að lokum má benda borgarstjóranum á, að kjörið er að hlífa Tjörninni við ráðhúsi og kaupa í staðinn elztu hluta Landsbankans eða Útvegsbankans fyrir ráðhús. Jónas Kristjánsson „Væri ekki ráð að nota þetta Víðishús, sem nú stendur autt, til þess að hóa saman fólki, áhugafólki um leiguhús- næöismál, og fá einhverjar aðgerðir í gang og eins og vott af einhverri lausn á einu aðalþjóðarbölinu ???“ Ekki allir steypuþrælar Það er staðreynd að á íslandi eins og annars staðar í heiminrun er og verður alltaf til fólk sem ekki hefur hug á að kaupa dvalarstað sinn, og festa sig niður harðgift einhverjum fermetrum fyrir lífstíð. Það fólk kýs að veija fé sínu í t.d. ferðalög, mennt- un eða áhugamál ýmiss konar og getur bæði þurft og vill flytja á milli landshluta og oft á milli landa... þá er það ansi hart að eiga ekki aðgang að leiguhúsnæði... ekki er beinlínis heppilegt að fjárfesta í grjóti á öllum þeim stöðum sem einn maður getur þurft að dvelja á einhvem tíma áður en hann ákveður hvar hann ætlar að deyja. Ansi margir fóma öllu til þess eins að fá einhvem stað að eiga heima á. Þeir vinna baki brotnu fyrir af- borgunum af heimili sínu, sjá aldrei aur til þess að njóta lífsins og ef þeir slysast til þess að komast í frí vita þeir varla hvað snýr upp eða niður á tilverunni, em reyndar oft á tíðum orðnir ansi tæpir eftir vinnuá- lagið og víxlaþvargið, fá óttaköst ef þeir einhvem tíma stoppa, taka það rólega og verða varir við að einhver hugsun bærist í kolli þeirra þrátt fyrir langt notkunarleysi. Steypuþræll eða kúgaður leigjandi Það er sárt að hafa ekki nema þessa tvo kosti: Að verða annað- hvort steypuþræll eða kúgaður leigjandi. Steypuþræll er sá sem múrar sjálf- an sig inni í ákveðnum fermetra- íjölda fyrir lífetíð og sér ekki að það má láta klúðra lífi sinu á annan og betri hátt. Kúgaður leigjandi er sá sem lætur hinn svarta og sauruga leigumarkað (eins og hann hefur verið og er í dag) niðurlægja sig og sér ekki að það má sætta sig við hlutskipti lítil- magnans með því þó að fá eitthvað upp úr krafeinu. Víða annars staðar í henni veröld hafa þjóðfélög haft vit á því að gera ráð fyrir þegnum sem kallast leigj- endur. Hvaða heilvita raunsæismað- ur hlýtur að sjá að í þessu skrautlega lífi okkar em ekki allir steypuþræl- ar. Afetaða fólks erlendis er almennt allt önnur en sú sem íslendingar hafa til húsnæðismála. Hér vilja allt- of margir búa flott og má kannski kenna því um af hveiju hvorki geng- ur né rekur í leiguhúsnæðismálum. Varla er það sökum fátæktar eða húsnæðisskorts sem ríkið hefur ekki sett upp húsnæðismiðlun og hunsað Kjallarinn Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir skáld þann vanda sem þúsundir manns eiga við að etja. Nei, ástæðan fyrir þessum ryk- fallna vítahring er hugsunarleysi stjómvalda og aðgerðaleysi fólksins. Er fólk ekki búið að fá nóg? Væri ekki ráð að nota þetta Víðis- hús, sem nú stendur autt, til þess að hóa saman fólki, áhugafólki um leiguhúsnæðismál, og fá einhverjar aðgerðir í gang og eins og vott af einhverri lausn á einu aðalþjóðar- bölinu??? Ekki er peningum úthlutað til fé- lagslegs húsnæðis. Leigjendasam- tökin og Búseti lifa að nafninu til. Fleiri hundmð manns bíða á listum og neyðarlistum og hafa í langan, langan tíma verið á hrakhólum. Þetta fólk er alveg valdalaust og er löngu búið að gefast upp á því að fá uppreisn æm því þetta mynstur sem við búum við hér á Islandi er rotið... hvað svo sem fólk segir um að þetta sé besta land í heimi. Flottræfilsmennskan leysir ekki vandamálin Greinilega skammast fólk sín fyrir að vera fátækt, sjálfevirðing þess er í molum og það dröslast einhvem veginn með í þessum flottræfils- hætti. Það er sorgleg staðreynd hvað íslendingar em bamalega glysgjam- ir og leggja mikið upp úr öllu tískutildri... flottheitin ganga fyrir í öllu. En þessi flottræfilsmennska leysir ekki vandamálin og það þýðir nú lítið að segja að hér séu engin vanda- mál, þó svo við eigum fallegustu konuna, sterkasta manninn, hrein- asta loftið og svo frv. Af hræðslu við það að þykja leiðinlegur heldur landinn kjafti um þetta mál sem er það mikilvægasta af öllu... Að fólk hafi eitthvert val um það sjálft hvemig það vill lifa lífi sínu... Við verðum að fá ríkisrekna hús- næðismiðlun, lög um hámark húsa- leigugjalds og jafiivel húsaleigu- styrki. Nágrannaþjóðir okkar sumar bjóða þegnum sínum upp á slíkt og þar með betri lífsskilyrði. Með þessu gætu skapast ný atvinnutækifæri, nýr lífestíll og það skipulag sem okk- ur veitir ekkert af. Hversu margar Ijölskyldur hafa ekki hingað til þurft að flakka á milli hverfa og skóla með börn sín???? Erlendis sættir fólk sig við íburð- arlítil húsakynni og getur búið í þeim eins lengi og það þarf á þeim að halda og greiðir jafnan fyrir þau sanngjama leigu. Þannig gefet þvi líka færi á að njóta lífeins og eiga fyrir lífsviðurværi sínu og hugðar- efnum. Þeir sem eiga húsnæði og leigja út em ekki allir heiðarlegir og þiggja svo og svo háar upphæðir fyrir oft á tíðum óíbúðarhæfar kytrur sínar. í því skyni að greiða fasteignagjöld sín... nei, nei, í mörgum tilfellum em þeir að nýta sér neyð lítilmagnans og hagnast þar á. Leigjendur lenda oft í því að skrifa undir falska samn- inga og verða að beygja sig undir hinar ýmsu hundakúnstir til þess að fá einhvers staðar inni... dyntóttur leigusalinn svífst einskis. Þó em til undantekningar, sannir mannvinir sem skilja að ekki erum við öll af kóngaættum þó merkileg þjóð megi kallast. Þeir ættu að verða hinum til fyrirmyndar, þeir sem kunna betur að meta félagsskap leigjandans... en ískaldan pening- inn, og taka ekki meir en fjögur til fimm þúsund á mánuði í leigu fyrir íbúð. Það er fáránlegt að ætlast til þess af fólki að það greiði fyrirfram- greiðslu, tryggingar og allrahanda kostnað fyrir lágkúruleg lífeskilyrði. Aðalheiður Sigurbjömsdóttir. „Það er sárt að hafa ekki nema þessa tvo kosti: Að verða annaðhvort steypuþræll eða kúgaður leigjandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.