Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. Fréttir Það byrjar í blaðinu á morgun . . . Sjö glæsilegir vinn- ingar í jólagetraun DV Heildarverðmæti nemur 93.000 kr. Videotækiö glæsilega sem er vinningur nr. 1 í jólagetraun OV. Þetta tæki er ákaflega meðfærilegt, enda svokölluö „slim line“. Svo vegur þaö ekki nema 6,7 kíló sem einhvern tíma hefði þótt saga til næsta bæjar. Verð er kr. 37.850. Þá er komið að hinni árlegu jóla- getraun sem DV býður lesendum sínum að taka þátt í. Getraunin hefet á morgun og birtist í tíu næstu blöð- um. Að þessu sinni verður hún með því sniði að birtar verða myndir af kunnuglegum andlitum úr þjóðlífinu sem lesendur eiga að þekkja. Þeir merkja síðan við rétt svar á með- fylgjandi seðil sem klippa á út. Síðan þegar allir tíu hlutar getraunarinnar hafa birst er seðlunum safhað saman og þeir sendir allir í einu til DV, Þverholti 11, merktir „Jólagetraun." Það skal sérstaklega tekið fram strax að ekki má senda seðlana fyrr en getrauninni er lokið. Verðlaunin, sem í boði eru nú, eru vegleg eins og endranær. Fyrsti vinningur er videotæki, annar er sjónvarp og vinningar nr. 3-7 eru vönduð ferðaútvarpstæki. Sem sagt sjö veglegir vinningar að heildar- verðmæti ríflega 93.000 kr. Videotækið er af gerðinni NV-G7-HQ sem er ein af nýjustu gerðunum frá Panasonic. Verð á því er 37.850. Þetta tæki er búið ýmsum nýjungum, svo sem læsanlegum braðaleitara með mynd, 32ja stöðva minni, 99 rásum, 14 daga upptöku- minni með íjórum rásum, svo eitt- hvað sé nefiit. Og svo fer það í gang við innsetningu spólu. Vinningur nr. 2, sjónvarpið, er af gerðini Sony, með 14 tommu skerm. Það er með Trinitron myndlampa sem reynst hefur ákaflega vel og þótt endingagóður. Verðið á sjón- varpinu er kr. 27.880. Síðast en ekki síst eru eru það vinningar nr. 3-7, fimm vönduð ferð- aútvarpstæki af gerðinni Panasonic RX-4910L. Verð hvers tækis er kr. 5.450. Þessi tæki eru með fjórar bylgjur, FM stereo, langbylgju, mið- bylgju og stuttbylgju. Það ætti því að vera vandræðalaust að ná á þau öllum þeim stöðvum sem völ er á núna. Ofangreind 'tæki fást öll hjá Japis í Brautarholti 2. Eins og sést hér að framan er til góðra gripa að vinna í jólagetraun DV sem hefet í blaðinu á morgun. Nú er bara að vera með frá upphafi og passa vel upp á seðlana. Þegar allir tíu hlutar getraunarinnar hafa birst þá er seðlunum saínaö saman og þeir sendir allir í einu umslagi, merktu: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. „Jólagetraun." JSS Þetta er vinningur nr. 2 í jólagetrauninni, Sony sjónvarpstæki með 14 Svo eru það vinningar nr. 3-7 i jólagetrauninni, Panasonic ferðaútvarpstæki meö fjórum bylgjum. Verö hvers tommu skermi. Það er meðal annars búiö hinum viðurkennda Trinitron tækis er kr. 5.450. myndlampa. Verö: 27.880. Móttakan á Hótel Staö þar sem hiö nýja meöferöarheimili verður fyrst um sinn. DV-mynd BG Nýtt meðferdartieimili fyrir erienda áfengissjúklinga: Starfsmenn flýja Von „Að fenginni reynslu er umburðar- lyndi okkar gagnvart þessum mönnum mjög takmarkað,“ sagði Ingjatdur Amþórsson, starfsmaður á meðferðar- heimili Vonar, um þá Björgólf Guðmundsson og Hendrik Bemdsen. „Því miður virðist glæsileg uppbygg- ing þeirra félaga á meðferðarheimilinu í Danmörku hafa bitnað á starfsem- inni hér heima.“ Allir starfemenn Vonar hafa sagt upp störfum og hyggjast flytja sig um set yfir á nýtt meðferðarheimili sem verið er að stofhsetja í húsnæði Hótel Staðar í Skipholti. Nýja meðferðar- heimilið, sem eingöngu er ætlað erlendum áfengissjúklingum, er í eigu Skúla Thoroddsen, fyrrum fram- kvæmdastjóra Vonar, Brynjólfe Haukssonar, læknis á sama stað, og Bjama Steingrímssonar dagskrár- stjóra. Er síðast fréttist var verið að ganga frá samningum við eigendur Hótel Staðar en þar em 23 herbergi og ráðgert að hótelið verði tekið á leigu í 2-4 mánuði til að byija með. Björgólfur Guðmundsson og Hend- rik Bemdsen stofnuðu líknarfélagið Von fyrir nokkrum árum og buðu þar upp á þjónustu fyrir erlenda áfengis- sjúklinga. Eftir að þeir réðust í miklar framkvæmdir á þessu sviði í Dan- mörku var ákveðið að breyta líknarfé- laginu Von í hlutafélag og eru eiginkonur þeirra BjörgóLfe og Hend- riks skráðar fyrir því. Telja starfe- mennimir, sem nú hafa sagt upp, að með þessu hafi reynst unnt að flytja fjármagn úr innlendu starfeeminni út til Danmerkur. Nýja meðferðarheimilið hefur hlotið nafnið „íslenska meðferðin" og er, eins og fyrr segir, eingöngu ætlað útlend- ingum sem em ofurseldir Bakkusi. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.