Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. Menning > > Sögu lýkur þá önnur hefst Sigurður A. Magnússon: Úr snöru fuglarans Uppvaxtarsaga Mál og menning, Reykjavík, 1986.294 bls. Þá er Sigurður A. kominn að leið- arlokum í fimm binda uppvaxtar- sögu sinni og heitir þessi nýjasta og síðasta bók Úr snöru fuglarans. Heiti bókarinnar boðar lausn eða frelsun og svo fer í sögu Jakobs að hann frelsast úr greipum K.F.U.M. sem ekki er honum lengur tákn um lifandi sannleik. Hann frelsast líka frá vonlausri ást og heldur út í heim- inn með nesti og nýja skó reiðubúinn að ánetjast öðrum fuglara, lífinu sjálfu úti í veröldinni. Sagan hefet sumarið eftir stúdents- próf Jakobs með fyrstu ferð hans útyfir pollinn. Haldið skal á stúd- entamót í Danmörku. Upp úr því ferðaðist Jakob í átta vikur um Norðurlönd, fátækur að aurum en fúllur af ást. Það var nefhilega i Danmörku sem hann hitti elskuna sína, Carmelítu frá Finnlandi. Það varð mikil ást og eldheit af Jakobs hálfu allt frá fyrsta tilliti, en hún var varla endurgoldin að sama skapi. Þó veit maður ekki. Óþreyjufull og ófullnægð Kannski var Jakob bara ennþá of ungur og óreyndur. En allavega var þetta ókrýnd ást út alla söguna. Hún var brennandi, óþreyjufull og ófull- nægð og svo sterk að hún stjómaði öllum gerðum Jakobs næstu tvö ár- Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir in, frá sumrinu 1948 til hausts 1950. Þessi ár hefur Jakob það eitt að markmiði að undirbúa sig fyrir nýja samfundi við Carmelítu: Hann fer í háskólann eins og ráð hafði verið fyrir gert og innritast í guðfræði. Jafiiframt tekur hann að sér kennslu bæði í Stýrimannaskólanum og við gagnfræðaskólann þar sem hann sjálfur hafði verið nemandi nokkrum árum áður. Hann býr við sárustu fátækt og leggur til hliðar hvem eyri til þess að geta heimsótt Carme- lítu sumarið eftir og síðar að taka á móti henni þegar hún heimsótti Is- land en það var ekki fyrr en þriðja sumarið sem þau þekktust. ADan þennan tíma hafði Jakobi orðið lítið ágengt og eiginlega aldrei nálgast sína heittelskuðu nema í gegnum bréfaskriftir sem þó vom takmarkaðar, því stúlkan vék sér ætíð undan að tala um það sem pilt- urinn þráði. En þeim mun ríkulegri örvun varð honum þessi óþreyjufulla ást til hvers eins sem hann tók sér fyrir hendur. Þess vegna hlýtur les- andi að hrífast með söguhetjunni og finna að ást er aldrei tímasóun. Ást- in er þvert á móti sú orkulind sem maðurinn eys af og ekkert, ekkert yrði til án hennar. Sigurður A. Magnússon. K £ m Leiftur af sögu Inn í ástarsögu sína fléttar höfúnd- ur strauma og stefiiur í pólitík tímans, almennar hugmyndir fólks um sjálft sig og lífið á þessum árum. I ferðum Jakobs um Norðurlönd fáum við leiftur af sögu þeirra, menningarástandi og trúmálum og svipmyndir af samferðafólki. Þar segir m.a. frá stúdentamóti í Asker í Noregi þar sem Jakob kynntist við Varmi Bilasprautun ýmsa sem síðar áttu eftir að verða framámenn, svo sem Willy Brandt sem seinna varð kanslari Vestur- Þýskalands. Þama finnst manni sagan fá á sig nokkuð sjálfsævisögu- legan blæ. Verður að viðurkennast að maður er fyrir löngu farinn að lesa söguna sem ævisögu Sigurðar A. Magnússonar og urðu þau um- skipti átakalaus. I ljósi þessa finnst mér mikið til koma einlægni og hugrekki höfund- ar í köflum þeim er fjalla um fa.ll Jakobs og kynni af öðrum stúlkum í skugga hinnar geigvænlegu ástar til Carmelítu. Og glöggur var gamli pabbi sem „fór hörðum orðum um hina útlendu drós sem hann kvaðst strax hafa séð að væri óheillakráka og bað hana hvergi þrífast." (290). Skemmtileg aflestrar I heild má segja að uppvaxtarsaga Jakobs sé þroskasaga okkar litlu þjóðar sem á þessum árum vex út úr moldarkofunum upp í gljátíkur himinhvolfsins sem þeyta okkur út um löndin til að nema og læra og vaxa og þroskast og koma heim með sannleikann. Því heim verðum við íslendingar að komast til að sýna hvað við höfum fundið og til að sanna pabba og mömmu að við séum orðin stór og miklu vitrari en þau hafa nokkum tímann verið, - og til að vegast á við jafhaldrana og segja þeim til syndanna. Það gerir Jakob á sinn hátt, m.a. þannig: „Guð hjálpi þessari voluðu þjóð sem gengur fram í þeirri dul að henni séu frábæ'rar gáfúr gefhar og lætur sér aldrei til hugar koma að hagnýta þær.“ (137). Sagan er skemmtileg aflestrar, lýs- ingar lifandi á samferðafólki, vinnufélögum og ástmeyjum. Fjöl- skylda Jakobs er nú meira í bak- grunni en áður. Þó fær faðir hans frábæra kafla, t.d. þegar hann gerist meðreiðarsveinn Jakobs og Carme- lítu um Suðurland í lemjandi slag- viðri. Þar eru andstæðumar sláandi milli hinnar göfugu erlendu yngis- meyjar í aðskomum, klæðskera- saumuðum reiðfötum og hins æðrulausa hestakarls á heiðum úti í kolsvörtu haustmyrkri. Sögunni lýkur þar sem Jakob stfg- ur á skipsfjöl á hádegi laugardaginn 7. október (1950). í höndunum heldur hann á símskeyti frá Carmelítu: „Kæri Jakob Guð blessi þig Skrifaðu mér“. En lesandi skilur að nú er þessu lokið. Héðan í frá verður allt nýtt og með öðrum hætti. Hér hefst ný saga. Rannveig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.