Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. 31 Magnús H. Magnússon. Hrossakrati í 2. sætið? Alþýðuflokkurinn á Suður- landi er í hálfgerðri klemmu um þessar mundir. Tveir Eyja- menn lentu sem kunnugt er í tveim efstu sætunum séu at- kvæðin í samanlögð sætin taiin í prófkjörinu fyrir mán- uði síðan. Þessu vilja kratarnir á meg- inlandinu illa una þegar komið er að uppstillingu og benda á að fylgi flokksins komi að 2/3 hlutum ofan af landi. Þetta sé staðreynd þrátt fyrir vinsældir Magnúsar H. Magnússonar í Vestmanna- eyjum sem hreppti 1. sætið í prófkjörinu. Þess vegna keppast menn nú við að finna heppilegan mann í 2. sætið. Sá sem fékk flest atkvæði í það sæti var Guðlaugur Tryggvi Karisson hrossakrati. Hann er vel þekktur fyrir hesta- og rollu- myndir sem skemmt hafa hæstvirtum kjósendum bæði í sjónvarpi og blöðum. Um áhuga Guðlaugs Tryggva á Sandkom landbúnaðarmálum þarf því enginn að efast, allra síst sunnlenskir bændur, frændur hans. Því heyrast þær raddir að vilji kratar vinna fylgi bænda i héraðinu sé vænlegt að setja hrossakratann í 2. sætið. Nú, svo er það náttúr- lega spumingin.hvort þessi ættingi Ingólfs Jónssonar og Jóns Helgasonar myndi ekki enda í landbúnaðarráðuneyt- inu í fyllingu tímans... Rommbragð aftertunni Rjómatertur með rommbragði eru þær allra bestu í tertufjölskyldunni ef rétt er blandað. Á því getur þó stundum orðið misþrestur: Starfsmenn hjá fyrirtæki einu hér í bæ ákváðu einu sinni að gera sér glaðan dag. Þeir pöntuðu sér vígalega rjómatertu í bakaríi rétt hjá fyrirtækinu. Og til þess að sem best mætti til takast skutust þeir í ríkið og keyptu romm- flösku. Með hana fóru þeir til bakarans og báðu hann að nota svo mikið af guðaveigun- um í tertuna sem hann teldi passlegt. Tertuna ætluðu þeir svo að snæða daginn eftir Rann nú upp rjómatertu- dagurinn. Kakan kom á umsömdum tíma og settust starfsmennimir þegar að henni. Þeim þótti hún einkar gómsæt en dáðust þó sérstak- lega að því hve lítið rommbragð væri af henni. Það var ekki fyrr en síðar sem þeir fréttu að bakarinn hefði verið tekinn fyrir ölvun við akstur kvöldið sem tertubakstrinum lauk. Væntumþykja Starfsfólk Borgarspítalans. er öskuillt um þessar mundir vegna hugmynda um sölu spít- alans til ríkisins. Hefur það mótmælt hástöfum og fært ýmis rök fyrir sínu máli. Það var til dæmis fyrir helg- ina að fréttamaður sjónvarps- ins ræddi við nokkra starfsmanna. Spurði hann meðal annars hvers vegna þeir væru svo á móti sölunni sem raun bæri vitni. Einn starfs- maðurinn svaraði si svona að það stafaði meðal annars af væntumþykju. Þykir Ijóst að þama er ekki um að ræða væntumþykju á sjúklingunum... Hlutunum snúið við Um daginn birti Mogginn ítarlega frásögn af leik Vík- ings og Fram í 1. deild karla í blaki. Þar var sagt að Vík- ingur hefði unnið Fram, markatölur tíundaðar og gangi leiksins lýst af ná- kvæmni. Sama dag og þetta birtist sagði Samúel Öm Erlingsson, íþróttafréttamaður útvarps, frá þessum sama leik í frétta- tíma. Var sú frásögn í öllu samhljóða lýsingu Morgun- blaðsins. En þama var komið dulítið Samuel Örn Erlingsson. babb í bátinn. Málið var nefni- lega það að Fram vann Víking í umræddum leik, enda birtist leiðrétting í Morgunblaðinu strax daginn eftir. En Samúel Öm sat eftir með sárt ennið og hefur sjálfsagt dauðséð eft- ir því að hafa ekki frekar leitað heimilda fyrir frétt sinni í Tímanum eða Þjóðviljanum þar sem fréttin birtist rétt strax í upphafi. Standa upp á endann Við lítum nú aðeins til landsbyggðarinnar: Vogamenn á Vatnsleysu- strönd eru ekkert y fir sig ánægðirþessadagana. Að sögn Víkurfrétta þykir þeim hreppsnefndin á staðnum sýna litla gestrisni þegar hún er heimsótt. Hreppsnefndarfundir em opnir lögum samkvæmt. Hefur komið fyrir að hreppsbúar hafi brugðið sér á fundina. En þá hafa þeir þurft að gera sér að góðu að standa upp á end- ann. Hugleiða menn nú hvort með þessu sé verið að gefa f skyn að áheyrenda sé ekki sérstaklega óskað á hrepps- nefndarfundina. Umsjón: Jóhanna S. Slgþórsdótlír. ■ ÚTSÖLUSTAÐIR i Rvik og nágr. - Ástund, Austurveri - Bikarinn, Skólavöröustig 14 - Hagkaup, Skeifunni og Kjörgaröi - Markiö, Ármúla 40 - Sparta, Laugavegi 49 - Sportvöruverslun Ómars, Suöurlandsbr. 6 - Sportvöruverslun, Drafnarfelli 12 - Útilíf, Glæsibæ - V. Tína Mina, Laugavegi Vöruval/Stjörnusport, Garöatorgi Akranes - V. Óöinn Akureyri - Hagkaup Blönduós - Óskaland Egilsstaöir - V. Skógar Grindavík - Bókabúö Grindavikur Hella - Hellirinn ísafjöröur - Sporthlaöan Keflavik - Hagkaup, Sportbúö Neskaupstaður - Hárgreiöslu- og snyrtist. Sandgeröi - Aldan Selfoss - Sportbær Keflavik - Sportbúö Óskars Stykkishólmur - Hárgreiöslustofa Maríu Sauðárkrókur - Likamsrækt Eddu Bíldudalur - Veitingastofan Vegamót Takmarkaöar birgðir til jóla. PomTtne Í7) ORKU- jP SIPPU- l' BANDIÐ ÞJALFAÐU OG MÝKTU LÍKAMANN Á FÁEINUM MÍNÚTUM Á VIKU að: Handhægasta líkamsræktin í dag Viltu eyða 5 MÍNÚTUM annan hvern dag - styrkja líkamann - bæta línurnar - auka þolið með skjótum árangri? Þá skalt þú reyna orkusipp. Það eykur súrefnisflutning hjarta, lungna og æðakerfis, • Það eykur brennslu á fitu og hitaeiningum • Það gefur betri línur og eykur styrk og þol • Það eykur líkamsþróttinn og dregur úr streitu. • Og þú getur stundað það nánast hvar sem er og hvenær sem er. Einar Thoroddsen læknir er mjög ánægður með árangurinn af orkusippubandinu eftir rúmlega sex vikna notkun. Hann segir það gefa góða alhliða þjálfun. Hjartaslátturinn örvist mikið án þess að æfingarnar séu mjög erfiðar. Einar segir að þolið hafi aukist og likaminn styrkst, þá sérstaklega efri hluti hans. Einnig finnst honum ekki eins mikil þörf á þvi að leggja sig eftir vinnu á kvöldin siðan hann byrjaði að sippa! islenzk-erlenda verzlunarfélagið h/f Sími 20400 Einar Thoroddsen. ÚTBOÐ Byggingarnefnd flugstöðvará Keflavíkurflugvelli býð- ur út handslökkvitæki, ásamt uppsetningu þeirra. Verkinu skal lokið 20. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Fjarhitun h/f, Borgartúni 17, Reykjavík, frá og með mánudeginum 8. desember gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Fjarhitun h/f eigi síðar en 30. desember 1986. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 9. janúar 1987. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. i FÓSTRUR - ÞROSKAÞJÁLFAR Óskum eftir að ráða í eftirfarandi stöður á dagvistar- heimili Hafnarfjarðar: 1. Fóstru í fullt starf, þroskaþjálfa í hálft starf á dag- heimilið Víðivelli. 2. Forstöðumann og fóstrur í hálfar stöður á leikskól- ann Álfaberg. 3. Fóstru eftir hádegi á leikskóiann Norðurberg. 4. Fóstru eftir hádegi á leikskólann - dagheimilið Smáralund. Upplýsingar um störfin gefa forstöðumenn viðkom- andi heimila og dagvistarfulltrúi í síma 53444 á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 107. og 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Aratúni 21, Garðakaupstað, þingl. eign Gunnars P. Péturssonar (tal- in eign Sævars Þórs Carlssonar), fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri föstudaginn 12. desember 1986 kl. 16.00. ____________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var í 38., 45. og 51. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Austurgötu 10, e.h., Hafnarfirði, þingl. eign Vilhjálms Steinþórssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 12. desember 1986 kl. 13.00. __________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Öldutúni 16, 1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Kristins Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 12. desember 1986, kl. 13.30. ____Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 84 og 2. og 8. tölublaði þess 1985 á eigninni Bröttukinn 16, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Þ. Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 12. desember 1986 kl. 14.00. __________________________Bæjarfógetinn I Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.