Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986.
17
Lesendur
Ef útvarpið bilar er allt of langur timi að biða i 13 daga eftir viðgerð.
Furðuleg
afgreiðsla
9604-5255 hringdi:
Það vildi svo til að útvarpið hjá mér
bilaði og lá beinast við að fara með
það í viðgerð. Ég fór með það í Són
s/f, útvarps- og sjónvarpsviðgerðir. Þar
var mér tjáð að það tæki 18-14 daga
að fá gert við útvarpið. Mér fannst
þetta eðlilega óvenjulangur tími og
það er líka mjög óþægilegt að vera
útvarpslaus svona lengi í einu. Af-
greiðslumaðurinn sagði að sjónvaps-
tæki og video gengju fyrir og því tæki
þetta svona langan tíma enda lægi
ekki næstum því eins á útvarpsvið-
gerðum því það væri svo algengt að
tvö útvarpstæki væru á hveiju heim-
ili. Mér finnst þetta nú hálfloðið svar
og sætti mig engan veginn við að þurfa
að bíða svona lengi enda á ég bara
eitt útvarpstæki svo að ég verð að
snúa mér eitthvað annað. En það
væri gaman að fá skýringu á þessum
langa tíma hjá Sóni.
Aths. blm.: Leitað var svara hjá Sóni
s/f en þar sáu menn ekki ástæðu til
að svára þessu.
Vitni vantar
Erla Hallsdóttir hringdi:
Svo illa vildi til að það var keyrt á bíl vinkonu minnar meðan hún staldraði
við hjá mér og keyrt síðan í burtu. Þetta var í Unufelli 29 í efra Breiðholti
miðvikudaginn 19. nóvember á milli klukkan 18.30. og 19.00. Bíllinn sem ekið
var á er dökkblá Lada en sá er keyrði á er líklega á ljósleitum bíl, drapplitum
eða hvítum.
Þeir sem veitt geta einhverjar upplýsingar um atvik þetta eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við lögregluna og skýra frá málavöxtum.
Framsókn á niðurleið
Framsóknarmaður skrifar:
Nú get ég ekki lengur orða bundist
yfir þessum Framsöknarflokki. Það er
alveg merkilegt hvað þeir framsóknar-
menn láta nokkra þrýstihópa stjóma
sínum prófkjörum.
Fyrst byrjaði það fyrir norðan að
Stefán Valgeirsson var felldur og það
með glæsibrag, var þar kosninga-
bandalag sem komst í fyrstu tvö sætin.
Þessi barátta endaði þannig, eins og
flestum er eflaust kunnugt, að nú ætl-
ar Stefán að bjóða sig fram á sérlista.
Síðast er það að frétta að Haraldur
Ólafsson alþingismaður var felldur úr
fyrsta sæti í það fimmta hér í Reykja-
vík og hefur hann gefið þá yfirlýsingu
að margir þiýstihópar hafi unnið gegn
sér. Maður skyldi ætla að þetta væri
flokknum til háborinnar skammar að
láta eiginhagsmunaseggi vaða svona
uppi og fá ekki rönd við reist.
Tæplega á flokkurinn eftir að auka
fylgi sitt í komandi kosningum því
svona háttalag eykur bara klofning
flokksins.
Magnús
hefur staðið
sig vei
Siggi hreppamaður hringdi:
Ég var að frétta að Magnús Bjam-
freðsson væri að hætta með sínar
föstu kjallaragreinar í DV á
fimmtudögum, finnst mér það mjög
miður. Ég hef lesið vel flestar
greinar hans og hafa mér fúndist
þær flestar mjög.greinargóðar og
skemmtilegar til lestrar. Vil ég
þakka Magnúsi fyrir þær greinar
er þegar hafa komið og ég vona
bara að hann hætti nú ekki alveg
að skrifa.
Ríkiðá
að styðja
Hita-
veituna
Þuríður Bjömsdóttir frá Akureyri
skrifar:
Mig langar til að leggja fram þá
tillögu að ríkið gefi út happdrætt-
isskuldabréf til 10 ára til að leysa
vanda Hitaveitu Akureyrar.
Mér finnst sjálfsagt að ríkið
hlaupi undir bagga með hitavei-
tunni. Tel ég að lausnin sé sú að
Hitaveitan fái peningana sem fást
fyrir happdrættisskuldabréfin að
láni til 20 ára og þau geta verið
verðtryggð en vaxtalaus þannig
að ríkið borgi þennan vaxtámis-
mun er gæti myndast. Svoleiðis
finnst mér að ríkið eigi að styrkja
8töðu þeirra hitaveitna sem eiga
við fjárhagsvanda að glíma, á borði
frekar en í orði.
HVER ER ÞINN
LUKKUDAGUR?
Mánaðarlega dregin út Nissan Sunny bifreið árg. ’87 frá Ingvari Helgasyni.
VERÐMÆTI VINNINGA 7,3 MILLJÓNIR KR.
Vinningar daglega allt árið 1987, 365 vinningar.
Vinningaskrá:
Mánaðardagur Verðmæti kr.
1. Nissan Sunny bifreið
frá Ingvari Helgasyni hf.400.000,-.
2. Raftæki frá Fálkanum......3.000,-.
3. Hljómplatafrá Fáikanum......800,-.
4. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
5. Golfsett frá iþróttabúðinni.20.000,-.
6. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
7. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
8. Hljómplata frá Fálkanum....800,-.
9. Hljómplata frá Fálkanum....800,-.
10. Skíðabúnaðurfrá Fálkanum. 15.000,-.
11. Hljómplata frá Fálkanum....800,-.
12. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
13. DBS reiðhjól frá Fálkanum.20.000,-.
14. Hljómplata frá Fálkanum......800,-.
15. Myndbandstæki frá NESCO...40.000,-.
16. Hljómplata frá Fálkanum......800,-.
17. Hljómplata frá Fálkanum......800,-.
18. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
19. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
20. Ferðatæki frá NESCO......15.000,-.
21. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
22. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
23. Litton örbylgjuofn frá Fálkanum.... 20.000,-.
24. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
25. Biltæki frá Hljómbæ......20.000,-.
26. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
27. Hljómplatafrá Fálkanum.... 800,-.
28. Raftæki frá Fálkanum......3.000,-.
29. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
30. Hljómflutningstæki frá Fálkanum. 40.000,-.
31. Hljómplata frá Fálkanum.....800,-.
\ i:ni) kií. 5oii
\ I KI) Klí. 500
vv 365 ^ y?
JANUAR
1987
SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU
1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 2 7 28 29 30 31
‘ ' I <H> oarltzon BADMINTON V0RUR v : ’
§ QpiXQTD A P\/nPI IP • Hreinsie,nl • PaPP'r • ntfVO 1 nHn VUnUn • Ahold • Einnota vorur Rettarhalsi 2. 110 Reykiavik. n 685554 • Vinnufatnaður • Raðg Eitt símtal! Velar jof o. fl. o. I ALLT ÁSAMA STAD II.
VINNINGSNÚMERIN f\tT Smáauglýsinga* BIRTAST DAGLEGA í U V og áskriftarsíminn er * /UZZ
Vinningsnúmer birtast
daglega í DV
fyrir neðan gengið.
Selt af íþróttafélögum
um land allt.
Upplýsingar i simum
91-82580, skrifstofa,
heima 20068 og 687873.