Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 40
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. Halldór Ásgrímsson: Meiri óvissa í stjómmálunum „Að því er okkur varðar sýnist mér að niðurstöðumar staðfesti þá tilfinn- ingu okkar að við höfum heldur verið i,að bæta við okkur,“ segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, um niðurstöður skoðanakönnunar DV. „Annars eru meiri sveiflur og meiri óvissa í stjómmálunum en nokkm sinni áður og ómögulegt að sjá hvemig mál þróast fram á vorið.“ „Auðvitað vekur mikil uppsveifla Alþýðuflokksins athygli. Hún er þó ekkert nýtt fyrirbrigði og ég minni á að síðast hrapaði Alþýðuflokkurinn úr 14 þingmönnum í 6. Það virðist enginn flokkur lifa eins mikið á lausa- fylgi og enginn veit hvar það lendir í næstu kosningum. HERB Eiður Guðnason: Kosningamar eni eftir „Ég minni á að aðalatriðið, kosning- amar sjálfar, em eftir. Hitt er annað að allar skoðanakannanir sem fram- kvæmdar hafa verið að undanfömu hafa sýnt vaxandi fylgi Alþýðuflokks- ins. Auðvitað er þetta okkur hvatning og við teljum okkur vera á réttri leið. Við munum halda siglingunni áfram en það er beggja skauta byr, eins og ►sagt er, og þannig lít ég á málið þar til kosningar em afstaðnar," sagði Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, um niðurstöður skoðanakönnunar DV. -S.dór Albert Guðmundsson: Hófiim verk að vinna „Mér líst auðvitað ekki vel á þessa útkomu. Það er auðvitað dálítið dular- fullt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að missa verulegt fylgi á meðan ríkis- stjómin kemur alltaf út með meiri- hluta í sams konar könnunum. En það er ljóst að við höfúm verk að vinna," ^segir Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra um skoðanakönnun DV. „í fljótu bragði sé ég enga ástæðu fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn missi fylgi. Það þarf hins vegar að skoða þessa stöðu vel og taka á málinu af fullri einurð. HERB Komdu með í /WKLAG4RD LOKI Jón er greinilega Bald- vin í eyðimörkinni! íslendingur fastur í miklum óeirðum í Sambíu: Blindaður af táragasi í miðri skothríðinni Miklar óeirðir brutust út í borg- inni Kitwe í Sambíu um siðustu helgi og fer ástandið þar hríðversnandi þar sem lögreglan ræður ekkert við æstan almúgann. Einn Islendingur er nú staddur í borginni, Gunnar Snorrason, og er hann fastur á skrifstofu sinni sem er beint á móti aðallögreglustöðinni í borginni. Ingi Þorsteinsson, aðalræðismað- ur íslands í Kenýa, sagði í samtali við DV í morgun að er hann talaði við Gunnar fvrr um morguninn hefði hann verið blindaður af táragasi sem lægi um alla götuna þar sem skrif- stofan stendur og mikil skothríð væri af hálfu lögreglunnar gegn borgarbúum sem svöruðu með grjótkasti. Þar að auki hefðu vega- tálmunum verið komið upp um alla borgina og mikið væri rænt og rupl- að, aðallega í ríkisreknum verslun- Að sögn Inga er borgin Kitwe í miðju koparbeltinu í Sambíu sem stendur undir 99% af útflutnings- tekjum landsins. Öeirðimar hefðu brotist út í kjölfar þess að ríkistjóm- in ákvað að hætta niðurgreiðslum á aðalmatvælum landsmanna, sem er maísmjöl, þannig að verð þess tvöfal- daðist. Er talin hætta á að þetta verði stjóminni og forseta landsins að falli. Gunnar var staddur í borginni til að hafa umsjón með dreifingu og afhendingu á bamamjólkurdufti. Skömmu áður en DV fór í prentun í morgun náðum við sambandi við Gunnar Snorrason þar sem hann var staddur á skrifstofu sinni. Símsam- bandið var mjög slæmt en Gimnar sagði að allt í kringum hann væri táragas og að hann heyrði mikla skothríð í borginni. Mikið væri rænt og rnplað í búðum í nágrenninu. „Ég veit ekki hve mannfallið er mikið héma en ég á von á að þessar óeirðir muni breiðast út um landið,“ sagði Gunnar í samtali við DV. -FRI Hluti verkfallsmanna hittist í gær i félagsheimili verkalýðsins í Keflavik. DV-mynd Heiðar Baldursson Verkfall bertningamanna: Allt í hers höndum - verkfallsvakt komið á til að hindra verkfallsbrot „Það er eiginlega allt í hers hönd- um héma eftir að verkfall beitninga- manna skall á um helgina. Menn eru búnir að skipuleggja verkfallsvaktir og hafa þurft að koma í veg fyrir verkfallsbrot og það er hiti í mönn- um,“ sagði Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs og sjómannafé- lags Keflavíkur, í samtali við DV. Þeir munu vera um eitt hundrað beitningamennimir í Keflavík, Garði og Sandgerði, sem lagt hafa niður vinnu. Að sögn Karls Steinars snýst málið nú að mestu um mann- réttindi,þ.e. veikindadaga og trygg- ingaréttindi beitningamanna. Þar skortir mikið á að þeir standi jafn- fætis öðrum launþegum. Varðandi kaupgreiðslur þá höfðu beitninga- menn 360 krónur fyrir bjóðið en fóm fram á 450 krónur. Útgerðarmenn hafa fallist á að greiða 400 krónur, og geta menn fallist á það ef veik- inda- og tryggingamálunum verður kippt í liðinn. Að sögn Karls Steinars hafa 6 smábátaeigendur þegar gengið að kröfum beitningamanna og er vinna í fullum gangi hjá þeim. -S.dór Guðrún Agnarsdóttir: Hef engar áhyggjur „Okkar stuðningshópur er ákaflega tryggur og ég er auk þess sannfærð um að við eigum umtalsvert fylgi þeim stóra hópi sem ekki tekur af- stöðu. Einnig vil ég benda á að við kvennalistakonur eigum ekkert mál- gagn og eigum því erfitt með að koma okkar boðskap út til fólksins. Þegar svo kosningabaráttan hefst breytist aðstaða okkar vegna þess að þá eigum við þess kost að koma fram í sjón- varpi og útvarpi jafnt og fulltrúar annarra stjómmálasamtaka. Þess vegna hef ég engar áhyggjur af niður- stöðu þessarar skoðanakönnunar. Auk þess vil ég taka fram að ég tel skoðanakannanir kapítula út af fyrir sig. Samt er ljóst að þær sýna um þess- ar mundir uppsveiflu hjá Alþýðu- flokknum, það er alveg ljóst. Hitt er þó ef til vill athyglisverðast hve marg- ir eru óákveðnir eða neita að svara. Sá hópur getur alveg ráðið niðurstöð- um næstu kosninga,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður samtaka um kvennalista. -S.dór Kristín Olafsdottir: Lakara Veðrið á morgun: Rigning fyrir sunnan Á miðvikudaginn verður hvöss suðaustan átt. Rigning fyrir sunnan og suðaustan land en snjókoma eða slydda í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu -6 til 4 stig. „Þessi skoðanakönnun sýnir sömu gífúrlegu fylgisaukningu hjá Alþýðu- flokki og könnun er nýlega birtist í Helgarpóstinum. Það er augljóst að Alþýðuflokkurinn tekur fyrst og fremst frá Sjálfstæðisflokki og í sjálfu sér ánægjulegt að Sjálfstæðisflokkur- inn uppskeri í samræmi við pólitískt starf og verk,“ sagði Kristín Ólafs- dóttir, varaformaður Alþýðubanda- lagsins, aðspurð um skoðanakönnun DV. „Hitt þykir mér lakara að Al- þýðubandalagið skuli ekki vera það mótvægi sem þátttakendur skoðana- könnunarinnar vilja efla sem andsvar við Sjálfstæðisflokki. Ég treysti því hins vegar að sú gerjun sem greinilega er meðal þjóðarinnar eigi eftir að skila sér frekar til Alþýðubandalagsins og Kvennalista." Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, sagði: „Við hirðum þessa tölu sem okkur er gefin í skoð- anakönnuninni með að minnsta kosti 50 prósent álagi í kosningunum." -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.