Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 37
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. 37 Röddin þanin og stemningin var góð Söngkonan Hazell Dean skemmti gestum Evrópu fimmtu- dags-, föstudags- og laugardags- kvöld. Það var fullt hús gesta sem naut þessa að hlusta á söngkonuna skemmta. Stemningin var gífurlega góð og sýndi söngkonan marga góða takta. Þá var sjálf Bonnie Tyler mætt á staðinn ásamt hljómsveit sinni til að hlusta á söngkonuna þenja raddböndin. Þessi vinsæla söngkonan hefur átt tvö lög í efstu sætum vinsælda- listanna og hefur hún um árabil notið vinsælda á dansstöðum víða um heim. Hér ræðast stjörnurnar við undir fjögur augu. Sungið af mikilli innlifun. Skilningsríkar drápskóngulær Þegar André Leetz og konan hans, Francoise, bjóða nágrönnunum í heimsókn til að sanna þeim að dráps- kóngulærnar frá Suður-Amríku séu skaðlausar mönnum, ef þeir hafa skilning á þeim, vilja menn oft hrista hausinri og kalla þau heimskingja eða jafnvel segja að þetta sé bilun á hæsta stigi. Nágrannarnir byggja yfirlýsingar sínar á traustum grunni þegar þeir horfa á úr fjarlægð hvernig þau hjón- in láta kóngulærnar skríða í andlit- inu á sér, eitt bit frá kónguló er bit inn í dauðann. En þær eru jafnfriðsamar og kettl- ingar, útskýrir André. Þú verður bara að þekkja þær, þú verður að vita að þær finna til öryggis þegar mannfólkið hefur trú á þeim. Hrædd- ur við þær? Nei, þá gæti ég aldrei haft þær, segir André þegar fólk spyr hann hvort ekki leynist örlítil hræðsla innst inni. André átti í miklum vandræðum með gæludýrin þegar nágrannamir kærðu hann til lögreglunnar vegna þess að hann hefði drápskóngulær í kjallaranum á húsi sínu í Ensisheim Þetta áhugamál sameinar okkur hjónin og við elskum að hafa þær skríð- andi á okkur. í Frakklandi. Þeir fullyrtu að maður- inn væri geggjaður og þeir kröfðust þess að þrjú börn þeirra hjóna væru tekin af þeim og þessar óhugnanlegu kóngulær fjarlægðar hið snarasta af staðnum. Ég fullvissaði alla um að áhugamál mitt væri ekki hættulegra en svo margt annað. Börnin fá ekki leyfi til að snerta kóngulærnar en elsti sonur minn, sem er átta ára, verður áreið- anlega fær um að sjá um þær. André byrjaði þegar hann var tólf ára að vera með eiturslöngur í bað- kerinu heima hjá sér, síðan fór hann að veiða fugla og hafa í kofa við heimili sitt en það kom einungis til af því að móðir hans var svo óskap- lega hrædd við kóngulæmar og nú eru það kóngulærnar. Skemmtileg áhugamál sem hann hefur. Hræddur við þessi góðu og mjúku dýr? Nei, það er sko alveg öruggt. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Karl Bretaprins hefur nú fengið skömm í hattinn frá Díönu, konu sinni, því henni þykir maður sinn orðinn allt of feitur. Hún sagði kauða að svona gengi þetta ekki lengur og nú væri allt köku- og namm- iát stranglega bannað. Það var því allt bitastætt fjarlægt úr búri og ísskáp hallarinnar og hið eina sem blasir við Kalla karlinum, þegar hann læðist í búrið á kvöldin, er grænmeti og ávextir. Kalli er sagður taka þessu nokk- uð vel og einhver sá hann kominn á skokk í hallargarðin- um. Maxwell Caulfield „sjarmörinn" úr sápuóperunni Dollars er ekki nógu ánægður með nýjustu uppljóstranirnar um fyrri feril sinn. Hann var á sínum yngri árum nektardansari í næturklúbbi í London, það eru tíu ár síðan og þá var kappinn aðeins sautján ára að aldri. Maxwell er svo fjúkandi illur að hann nær ekki upp í nefið á sér og hefur hann hótað klúbbnum, sem kom upp um athæfi hans, að setja hann endanlega á haus inn. Þá er bara að bíða og sjá hvernig framvinda mála verður. Harrison Ford er sagður vera hinn mesti fjöl- skyldumaður og notar hann allan sinn frítíma til að vera með fjölskyldunni. Nú fyrir stuttu bauð hann henni með sér í frí til Flórída og var gist í nágrenni Disneylands svo að hægt væri að fara þangað á sem skemmst- um tíma. Kappinn sást þar í öllum táekjum, hlaðinn blöðrum og böngsum og virtist hann skemmta sér alveg jafnvel og yngri kynslóðin. Fjölskyldan naut þess að vera í fríi saman og var sífellt verið að gera eitt- hvað sem allir gátu verið með í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.