Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986.
Utlönd
Framtíð Feneyja fallvölt
íbúum Feneyja fækkar ört á meðan stöðugur straumur ferðamanna er eitt af mörgu sem ógnar framtíð borgarinnar.
Það er tvennt sem ítalir óttast mest.
Að skakki tuminn í Piza detti um
koll og að Feneyjar sökkvi.
Til að koma í veg fyrir það síðar-
nefnda samþykkti stjómin ó Ítalíu að
leggja fram 1,8 milljarða dollara þann
fjórða nóvember síðastliðinn.
Nýjar rannsóknir sýna þó að Fen-
eyjar em ekki bara hættar að sökkva
heldur er borgin farin að rísa úr sæ
en því miður hækkar vatnsyfirborðið
líka.
Það jákvæða er þó að þær tilraunir
sem gerðar hafa verið til þess að koma
í veg fyrir að Feneyjar sokkvi frekar
hafa borið árangur. Feneyjabúar og
iðnfyrirtæki í Porto Marghera, sem
er ekki langt þar frá, höfðu árum sam-
an sótt of mikið ferskt vatn í neðan-
jarðarlindir. Samkvæmt niðurstöðum
rannsókna leiddi það til þess að land-
grunnið, sem borgin stendur á, fór að
síga.
Fyrir nokkrum árum byrjuðu yfir-
völd að takmarka það vatnsmagn sem
dæ!a mátti úr neðanjarðarlindunum
og er nú fersku vatni í auknum mæli
dælt ti! borgarinnar frá meginlandinu.
f raun og vem hættu Feneyjar að
sökkva árið 1970 og hafa síðan hækk-
að um tvo sentímetra.
Eigin sök
En eins og áður sagði stígur vatnið
umhverfis. Halda visindamenn að
Adríahaf sé hægt og sigandi að leggja
undir sig lónið sem vemdað hefur
Feneyjar gegn sjávarfóllum. í grein í
Newsweek er sagt að Italir geti sjálfum
sér um kennt. Hafi þeir dýpkað leið
fyrir flutningaskip vegna byggingar
iðnfyrirtækja í Porto Marghera. Adr-
íahafið á einnig greiðari aðgang inn í
lónið vegna þess að fyllt var í straum-
gáttir þar sem sjórinn hafði runnið
út úr lóninu aftur.
Flóðin ógnvaldur
Flestir ítalskir sérfræðingar em
sammála um að Feneyja bíði ekkert
annað en dauðinn eftir hálfa öld ef
ekkert verði gert til þess að koma í
veg fyrir flóðin. Við hæstu flóðamörk,
sem em áttatíu sentímetrar, fara sír-
enur í gang og væla þær í þrjár
klukkustundir með tíu sekúndna
millibili. Á árunum 1961 til 1980 vom
að meðaltali sjö flóð á óri sem mæld-
ust einn metri.
Ef aðfallið er hærra en einn metri
og tíu sentímetrar getur flætt inn á
jarðhæðir. Er flóðin miklu áttu sér
stað 1966 var aðfallið einn metri og
níutíu og fjórir sentímetrar og Fen-
eyjar hafa enn ekki beðið þess bætur.
Önnur mengun
Þó svo að einhvem tímann takist
að koma í veg fyrir frekari flóð óttast
Feneyjabúar að borg þeirra verði öðr-
um straumi að bráð. Að sumrinu em
stundum áttatíu þúsund ferðamenn á
ferli í Feneyjum á hveijum degi, fleiri
en borgarbúar sjálfir.
Auk „mengunarinnar" sem stafar
af ferðamönnum er fimmtíu þúsund
tonnum af brennisteinssúr frá nær-
liggjandi verksmiðjum sleppt út í loftið
á hveiju ári. Þetta mengaða andrúms-
loft eyðir marmara og steini. Talið er
að að minnsta kosti helmingur af öll-
um styttum í Feneyjum, sem standa
utandyra, sé illa farinn. Tærandi drit
úr fimmtán þúsund dúfum er einnig
nokkuð sem ógnar styttunum.
Draugaborg
Borgarstjóri Feneyja óttast einnig
að Feneyjar verði hólfgerð draugaborg
ef íbúum heldur áfram að fækka. Árið
1951 var fjöldi íbúa hundrað og sjötíu
þúsund en nú búa þar sjötíu og fimm
þúsund manns en einn fjórði hluti
þeirra býr þar aðeins um helgar. Og
einn þriðji hluti íbúanna er yfir sex-
tugt.
Mörgum þykir of erfitt eða of dýrt
að búa í Feneyjum að staðaldri. Um
fiörutíu prósent af öllum íbúðum Fe-
neyja eru ekki íveruhæfar þar sem
eigendumir neita að gera umbætur
vegna strangra laga um eftirlit með
húsaleigu.
Ungt fólk flytur frá borginni þar sem
það telur sig ekki eiga neina framtíð
þar svo það er ekki að ástæðulausu
sem borgarstjórinn óttast að Feneyjar
séu glataðar.
Enn deila ættingjamir
Bitist um sætin
við nóbelshátíðina
Á ári hverju er nóbelshátíðin haldin
í Stokkhólmi með pomp og prakt.
Tekin eru frá sæti fyrir ættingja Nob-
els en færri komast að en vilja.
Dansleikurinn, sem haldinn verður
á miðvikudagskvöldið til heiðurs nób-
elsverðlaunahöfunum, er ekki aðeins
hápunktur samkvæmislífsins í Svíþjóð
heldur einnig fiölskyldumál.
Því þó að Alfred Nobel, stofnandi
hins heimsfræga verðlaunasjóðs, hafi
verið einhleypur er hann lést fyrir níu-
tíu árum eru þeir margir ættingjamir
sem bítast um þau fáu sæti sem ætluð
em fiölskyldunni við hátíðahöldin.
Taka þátttil skiptis
Er það nóbelsverðlaunanefhdinni
talsverður höfúðverkur ár hvert hvaða
ættingjum eigi að bjóða að vera við-
stöddum verðlaunaafhendinguna og
veisluna. Afhendir nefndin nokkrum
fiölskyldumeðlimum miða og skiptast
þeir á um að taka þátt í athöfninni
sem konungurinn og drottningin og
aðrir háttsettir heiðra með nærvem
sinni.
Peter Nobel, sonur bróðursonar
milljónamæringsins og embættismað-
ur í Svíþjóð, segir ættingja Nobels
sáluga, bæði í Svíþjóð og annars stað-
ar, vera svo marga að hann geti ekki
haldið tölu á þeim. Hann er einn þeirra
sem er fulltrúi fiölskyldunnar við at-
höfhina og kveðst hann stoltur yfir
því þar sem hún minni fólk á mikil-
vægi mannréttinda og vísinda.
Deilt um erfðaskrána
Alfred Nobel stofhsetti fiölda fyrir-
tækja víða í Evrópu en hann bjó til
skiptis í Stokkhólmi, Sankti Péturs-
borg og San Remo á Ítalíu.
Eftir að hann lést árið 1896, bitur
og óhamingj usamur eftir að hafa orðið
fyrir vonbrigðum í ástum að sögn
sagnfæðinga, hófu ættingjamir hat>
ramma baráttu fyrir því að reyna að
fá erfðaskrána gerða ógilda. Vom þeir
óánægðir með að eigur gamla manns-
ins skyldu renna í sjóð.
Árangurslausar tilraunir
Tilraunir þeirra bám þó engan ár-
angur og þar með var verðlaunasjóður
Nobels orðinn að vemleika. Og vom
verðlaunin veitt i hugðarefnum upp-
finnanda dynamítsins, það er aó segja
bókmenntum, eðlis- og efnafræði,
læknisfræði og friði.
Árið 1968 vom verðlaunin í hag-
fræði stofhuð til minningar um Alfred
Nobel. Var það sænski ríkisbankinn
sem myndaði sjóð fyrir fé það er safn-
aðist í tilefni af þrjú hundmð ára
afmæli bankans þetta sama ár.