Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Karl Gústaf Svíakonungur segir blátt nei þegar honum er boðið kaffi. Konungurinn segir hreint og beint nei við sænska þjóðardrykknum því hann fær brjóstþrengsli og illt í magann ef hann lætur drykkinn inn fyrir sínar varir. Það er því ekkert kaffi borið á borð í konungs- höllinni þessa dagana heldur eru drukknir heilsudrykkir þar með öilu, greipsafi, mjólk og appelsínusafi. Alls staðar grípur heilsuæðið um sig. Osmond- bræðurnir voru undrabörn sem sungu sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Nú hef- ur ný kynslóð Osmondbræðra tekið við. Alan Osmond og kona hans, Suzy, hafa ekki legið í leti síðustu árin. Þau hafa eignast sex börn á átta árum og eru það allt strákar. Þessir litlu gaurar eru allir mjög góð efni í söngvara og eru nú þegar farnir að troða upp undir umsjá pabba sem þjálfar þá í söng og dansi. Þeir bræður eru á aldrinum þriggja til ellefu ára. Stephanie prinsessa unir glöð við sitt þessa dagana. Hún er tíður gestur á næturklúbbum borgarinnar og séstaklega í næturklúbbi núver- andi elskhuga hennar, Mario Oliver. Stephanie segir að sam- bandið með Rob Lowe hafi verið mistök frá upphafi og hún sjái það best eftir að hún hóf sambandið við Mario. Hann er mikill næturhaukur og þykja far- ir hans ekki sléttar. Prinsessan virðist alltaf sækja í einhver ævintýri og þykir þessi ungi sveihn engan veginn henta frö- keninni, allavega að áliti þeirra í furstafjölskyldunni. Nú er Ra- inier alveg rasandi yfir vali dóttur sinnar sem virðist aldrei ætla að hætta að ganga fram af karli föður sínum sem veit aldrei á hverju hann á von næst. Caroline prinsessa á eftir að eiga í vandræðum í hjónabandinu og skilnað- ur á sér stað árið 1989. Þekktasta spákona Bandaríkjanna, Jean Dixon, hefur enn á ný kíkt í krist- alskúluna sína og þar hefur hún séð margt merkilegt í framtíð fólks, sér ílagi fyrirfólksins. Hér kemur smábrot af því sem að hún sá í framtíð fólks sem allir ættu að þekkja þ.a.m. Kóngafjölskyldan í Englandi og fjölskylda furst- ans af Mónakó þar sem ýmislegt kemur upp á komandi árum. samkvæmt þessum spádómum. Rainier fursti af Mónakó fellur flatur fyrir þekktri leikonu. Stephanie prinsessa fær stóra tæki- færið innan tískuheimsins árið 1987 en hún slær í gegn 1988. ■ - - Diana og Sarah verða ófrískar samtímis. Bill Cosby verður ekki eins vinsæll og hann hefur verið síðustu árin. Honum verður blandað inn i pólitiskt mál sem leiðir tíl þess að hlutverk hans sem fyrirmyndarföður skaðast. - segir hin frægi tennisleikari, John McEnroe Þetta er hamingjusöm fjölskylda. Þann 23. mai í ár varð John McEnroe pabbi og tveimur mánuðum seinna giftist hann móður barnsins, Tatum O’Neal. Hann segist vera hamingjusamasti faðir í heimi. Nú er hann ekki bara besti tenn- isleikari heims, dýrkaður og ríkur, heldur er hann einnig orðinn hluti af fjölskyldu sem hann þarf að hugsa um og sjá fyrir. í lúxusvill- uni þeirra í Los Angeles hefur mest verið lagt í bamaherbergið. John tók föðurhlutverkið fram yfir tenn- isinn og nú er hann orðinn rólegur fjölskyldufaðir. Almenningur elskar hann og það gerir Tatum líka. Þau hittust í fyrsta skipti í samkvæmi fyrir tveimur árum. Hann hafði aldrei séð myndina „Paper Moon“ sem hún lék í ellefu ára gömul á móti pabba sínum, Ryan O’Neil, og hún hafði aldrei séð hann spila tennis. Ég vissi hver hann var og hélt að hann væri forstokkaður dóni sem erfitt væri að umgangast, segir Tatum. En raunin er önnur. Hann er mjög öruggur með sig og veit hvað hann vill. Þegar Tatum sá John í fyrsta sinn var það ást við fyrstu sýn. Hún hafði aldrei fyrr hitt mann sem var jafnsterkur persónuleiki og virtist jafnlíkur henni. Ég upplifði nýja veröld þegar ég fór að vera með Tatum. Hún var öðruvísi en allar stúlkur sem ég hafði kynnst. Við höfum fært hvort öðru þá hamingju sem við þörfnuð- umst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.