Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. 23 Menning í straumi lífs og dauða Marguerite Duras: Elskhuginn. HalKriöur Jakobsdóttir þýddi. Iðunn 1986, 130 bls. Duras hefur áratugum saman ver- ið í hópi kunnustu skálda Frakk- lands. Þessi bók hennar birtist íyrir tveimur árum og hlaut þá mikils- metnustu bókmenntaverðlaun landsins, Goncourt, og metsölu. Það síðasttalda kann raunar að ráðast af kjaftasagnaáhuga fólks þvi skáld- konan fór ekki dult með að sagan segði frá unglingsárum hennar sjálfrar. Indókína er sögusviðið, nýlenda Frakka upp úr 1930. Fátæk, frönsk fjölskylda er fremst á sviði, faðirinn dáinn, móðir- in geðbiluð og hefur sólundað öllum eignum sínum í vitleysu, eða það finnst dóttur hennar, sem segir sög- una. Eldri bróður sinn hatar hún og fyrirlítur, hann er ópíumfíkill, þjóf- ur, sníkjudýr og oísækir yngri bróðurinn, sem hún elskar. Þetta samfélag mótast af kyn- þáttamisrétti. Hálfþrítugur Kínverji nálgast stúlkuna af mikilli feimni, því hún er hvít. Þá stoðar lítt, að hann er sonur ríkasta kaupmanns héraðsins, en hún af fátæku fólki. Hún er þar að auki undir lögaldri, fimmtán og hálfs, á heimavistar- skóla. En nú tekst með þeim ástar- samband. Því fylgir félagsleg fordæming, jafnöldrum stúlkunnar er bannað að umgangast hana, loks hrekst hún til Frakklands. Sagan hefst á því að sögumaður lýsir andliti sínu, rúnum ristu. Svo fer hún að lesa í þær rúnir, og okkur birtist gömul mynd af unglings- stúlku á leið yfir Mekong-fljót. Henni er lýst nákvæmlega, i löngu máli. „Fimmtán ára var ég með nautnalegt andlit og ég þekkti ekki nautnina" (bls. 13). Aflóga kjól sín- um hefur hún umbreytt frá því að vera fátæklegur til þess að verða sérstæður með því að setja upp belti, sem stingur í stúf. Á sama hátt ork- ar karlmannshattur sem hún ber, allt gefur til kynna að hér fari ekki venjuleg unglingsstúlka. Hún finnur hvemig glápt er á hana og skynjar lostann sem að henni beinist, með samanburði við konur sem eiga ekki annað inntak í lífinu en að verða fyrir losta. Hún gerist hinsvegar sjálfstæð, losnar frá þrúgandi fjöl- skyldu sinni með því að leggjast með Kínveijanum, „að hafa nú loks hrat- að í þá ógæfu sem móðir mín hafi alla tíð boðað mér þegar hún æpi í eyðimörk lífs síns“. (bls. 52) Mekong-fljótið er tákn þessarar sögu. Elskend- umir kynnast á ferjunni yfir það, því er svo lýst (bls. 26-7). „Fljótið umhverfis feijuna er bakkafullt, vatnsflaumurinn æðir áfram mitt í kyrrstæðu vatni hrís- gijónaekranna, en blandast því ekki. Það hefúr hirt upp allt sem á vegi þess hefur orðið frá Tonle Sap, skóg- um Kambódíu. Það ber með sér allt sem nöfnum tjáir að nefna, strákofa, skóga, útbmnna elda, dauða fugla, dauða hunda, dmkknuð tígrisdýr, Marguerite Duras vísunda, dmkknaða menn, tálbeitur, eyjar af samföstum vatnajasintum, allt er á leið til Kyrrahafsins, engu gefst færi á að sökkva, allt er borið áfram af svimandi ólgu straumsins í iðrum fljótsins, allt helst fljótandi á yfirborði hins æðisgengna afls.“ Bókmenntir Öm Ólafsson Greinilega er þetta jafhframt lýs- ing á straumi lífs - og dauða. Síðar er ástríðu stúlkunnar lýst á svipaðan hátt, þegar hún segir um óhefluð orð elskhuga síns (sem við víkjum að hér í lokin. bls 49). „Og það er það sem maður segir þegar maður leyfir orðunum að streyma, þegar maður leyfir líkam- anum að ráða og leita og finna og taka það sem hann vill, og þá er allt fysilegt, ekkert gengur úr, það er breitt yfir allan úrgang, allt sog- ast í stríðan stráuminn, í hamsleysi ástríðnanna." Eins og fljótið kvíslast í arma sem renna saman aftur, þannig er hér frásögnin. Saman við ástarlíf stúlk- unnar fléttast fjölskyldulíf, sem mótast einkum af hatri. Stúlkan elskar móður sína, allt snýst um hana, en janframt hatar hún hana fyrir að sjá ekkert nema eldri bróð- urinn, fyrir eyðilagt fjölskyldulíf. Það er merkilegt að sjá lýsingar stúlkunnar á losta sínum. Það sem hrífur hana við elskhugann er and- stætt venjulegum hugmyndum um karlmennsku (bls. 44). „Húðin er dýrlega mjúk. Líkam- inn. Líkaminn er grannur, þróttlaus, engir vöðvar, hann gæti hafa verið veikur, verið í afturbata, hann er skegglaus, án nokkurrar karl- mennsku annarrar en kynfæranna, hann er afar veiklulegur, virðist vera berskjaldaður fyrir hvers kyns mein- gjörð, þjáður." Þetta viðhorf kann að ráðast af skáldlegum frumleika - eða er stúlk- an lesbía, þrátt fyrir allan unaðinn sem hún finnur með karlmanninum? Annar líkami hrífur hana miklu meir, skólasystir hennar í heimavist- inni (bls. 83-4). „Líkami Helenar Lagonelle er þyngslalegur, saklaus ennþá, húðin fíngerð og mjúk eins og hýði sumra ávaxta, á mörkum þess að vera skynjanleg, nánast eins og blekking, það er einum of. [...] Ég mundi vilja háma í mig bijóstin á henni Helen Lagonelle eins og hann hámar í sig brjóstin á mér [...] Ég er lémagna af þrá til Helenar Lagonelle." Þannig kvíslast sagan og gefur okkur alhliða, skýra mynd af sálar- lífi stúlkunnar, ástríðum hennar og umhverfi. Það er heillandi mynd. Farið er fram í tímann og þannig sýnt hvemig þessi æskureynsla lýsir henni fyllilega, sýnir kjama per- sónuleika hennar um alla ævi. Á stríðsárunum kynnist hún aðlaðandi fólki, Femandez-hjónunum, sem vom framarlega í menningarlífi Frakklands, samstarfsmenn nasista. Sjálf var hún þá flokksbundinn kom- múnisti. „Hvorttveggja er eitt og hið sama, sama meðaumkunin, sama ákallið um hjálp, sama dómgreindarleysið, segjum sama hjátrúin, sem felst í þvi að trúa á pólitíska lausn á persónu- legu vandamáli." (bls. 78) Aftur og aftur kemur að því hvem- ig hún mótast. Það er einkum ömurlegt, þjakandi fjölskyldulífið sem hún lítur á sem eiginlegt heim- kynni sitt, því það hafi gert hana að skáldi. Þýðingin Á þessum vettvangi er vitaskuld ekki svigrúm til að bera þýðinguna alla saman við frumtexta. En ég greip niður hér og þar. Og jafhan kom hið sama i Ijós. Þýðingin er mjög nákvæm, einnig miðlar hún stílnum mjög vel, setur algeng ís- lensk orð fyrir algeng frönsk, upphafnari orð em þýdd með upp- höfnum. Stuttar tætingslegar málsgreinar koma á íslensku, þegar það stíleinkenni er á franska textan- um. Þýðingin er vönduð og á blæbrigðaríkri, eðlilegri íslensku. Ég skal nefna dæmi, stúlkan kaupir föt sín „soldes soldés". Það orðalag tví- tekur orðið útsala; hér þýtt: „á margniðursettu verði“. Talað er um sveitabæ „peuplé de cousines", „með frænkufansinum". Ég gæti haldið lengi áfram um það sem vel er gert, en verð svolítið að finna að líka, þótt sjaldan sé tilefiii til. Stundum er notað orðalag sem að vísu er algengt, en óþarflega óvandað, svo sem „mun verða" í stað: verður (bls. 43 og 49), Annars staðar segir um ljósmyndir (bls. 108) „að dregið var úr andlitssérkennum, ef einhver vom ennþá til staðar." - hér hefði verið betra að sleppa síð- asta orðinu. Stúlkunni finnst gott hve óheflaður elskhuginn er stund- um við hana (bls. 49) „hann æpir, hann svívirðir" - betra væri: hann æpir svívirðingar. „Hann kemur fram við mig eins og skækju, óþverra, hann tjáir mér að ég sé ástin hans eina.“ Franska sögnin „traiter" þýðir vissulega: að koma fram við, meðhöndla, nema þegar á eftir kemur „de“, eins og hér, þá merkir hún að kalla. Tjá er of hátíð- legt fyrir „dire“, „dégeulasse" þýðir bókstaflega: eins og æla, og því væri síðast tilgreind málsgrein betur þýdd eitthvað á þessa leið: „Hann kallar mig mellu, viðbjóð, hann segir að ég sé ástin hans ein.“ „Heimkynni nauðarinnar" (bls 51) finnst mér óeðlilegt mál fyrir „lieu de dé- tresse", betra væri „heimkynni eymdarinnar eða örvæntingarinn- ar.“ Mál er að linni. Kollega minn á Mogganum minntist á stíl bókarinn- ar, og ég skal játa, að þegar ég las bókina fyrst fyrir ári, fannst mér hún fráhrindandi, vegna þess hve kaldur stíllinn væri, oft eins og þurr skýrsla, upptalning. En við seinni lestur kemst maður inn úr þessari skel, og bókin verður enn meira heillandi vegna þess að sögumaður er eins og að sigrast á bælingu, þegar hún skýrir frá innstu hjartans málum sínum. Það er mikill fengur að þess- ari bók, hafi þýðandi og forlag heila þökk fyrir vel unnin störf. ÁSKRIFENDA ÞJÚNUSTA KVARTANIR ÁSKRIFENDUR ERU VINSAMLEGAST BEÐNIR AÐ HAFA SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLUNA, EF BLAÐIÐ BERST EKKI. Við höfum nú opið lengur: Virka daga kl 9-20. Laugardaga kl. 9-14. SÍMINN ER 27022 ! Þverholti 11 - Sími 27022 %tHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII»r LADA VANTAR BÍLA Á SKRÁ Opið alla daga frá kl. 9-19, laugardaga frá kl. 10-17. VERIÐ VELK0MIN. Ekkert innigjald. íla-& Vélsleðasalan BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR 84060 & 38600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.