Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Fréttir___________________ Sterkasta skákmót ársins verður í Reykjavík Sterkasta skákmót sem nokkru sinni hefur verið haldið á Norðurlöndum, og sterkasta skákmót sem haldið verð- ur í heiminum á þessu ári, hefst að Hótel Loftleiðum 19. febrúar nk. Þetta er IBM-mótið svokallaða og er það í 14. styrkleikaflokki en styrkleika- flokkar í skákmótum eru 15. Meðal Elostigafjöldi keppenda er 2583 stig og eru 5 af 12 keppendum með meira en 2600 Elostig. Fyrir utan íslensku stórmeistarana, Helga Ólafsson, Jón L. Ámason, Jó- hann Hjartarson og Margeir Péturs- son, taka þeir Viktor Kortsnoj, Sviss, Ludimir Ljubovic, Júgóslavíu, Nigel Short, Englandi, Lajos Portisch, Ung- verjalandi, Mikhail Tal, Sovétríkjun- um, Jan Timman, Hollandi, Lev Polugaevsky, Sovétríkjunum, og Sim- en Agdestein, Noregi, þátt í mótinu. Allt stórmeistarar að sjálfsögðu. Stigahæstur þessara meistara er Kortsnoj með 2625 stig en þeir Helgi Ólafeson og Jóhann Hjartarson eru stigahæstu skákmenn íslands um þessar mundir með 2555 stig hvor, Jón L. Ámason er með 2540 stig og Mar- geir Pétursson með 2535 stig. -S.dór Blonduvirkjun: Loftdælan ígang Loftdælan sem biluð var í Blöndu- virkjun er nú komin í gang. Var viðgerð á henni lokið á sunnudag þannig að verkamennimir i stöðvar- húsi virkjunarinnar hófu vinnu strax að loknu helgarleyfí. Sem kunnugt er af fréttum DV bil- aði dæla þessi, eða vifta, sem dælir lofti niður í stöðvarhús virkjunarinnar og gengu þá verkamennimir, sem vinna við húsið, út vegna mikillar mengunar sem skapaðist í stöðvar- húsinu vegna sprenginga í göngunum sem liggja um húsið. Vinnueftirlit ríkisins er nú á staðn- um en frá því fóm tveir menn norður á þriðjudag. Var ætlunin að gera út- tekt á þessu máli, auk þess að um almenna eftirlitsferð í virkjunina var að ræða. -FRI Aðgerðir lögreglunnar gegn myndbandaleigunum: „Fóru í óvenjulegan farveg Félag laganema við Háskólann, Orator, hélt almennan fund um myndbandamálið þar sem mættu fulltrúar deiluaðila og héldu fram- söguerindi þar sem þeir skýrðu sjónarmið sín í málinu. Fyrir hönd myndbandaleiga var Guðmundur Ágústsson lögfræðingur, fyrir hönd rétthafa var Knútur Bmun lögfræð- ingur og fyrir hönd lögreglustjóra var Þórður Þórðarson deildarlög- fræðingur. Að loknum framsöguerindum þeirra var orðið gefið laust og stigu margir í ræðustól, einkum eigendur myndbandaleiganna sem fjölmenntu á fundinn en einna mesta athygli vakti Jónatan Þórmundsson laga- prófessor sem steig í pontu og rakti nokkrar hugmyndir sínar í sambandi við aðgerðir lögreglunnar á mynd- bandaleigunum fyrir jólin og svo aftur í síðasta mánuði en þær vom sem kunnugt er framkvæmdar að kröfu dómsmálaráðuneytisins. „Fyrsta spumingin sem vaknar í minum huga er af hveiju dómsmála- ráðuneytið og hef ég ekki enn áttað mig á því. Undir eðlilegum kringum- stæðum ætti krafan að hafa komið frá ríkissaksóknara," sagði Jónatan Þórmundsson m.a. í upphafi máls sins. Hann taldi að þetta gæti tengst hugtakinu sem notað var yfir að- gerðimar, það er „samræmt eftir- litsátak“. Hins vegar gæti dómsmálaráðuneytið ekki krafist opinberrar rannsóknar...„ég er ekki að segja þetta ólöglegt en málin fóm í óvenjulegan farveg", sagði Jóna- tan. Annað atriði aðgerða lögreglunn- ar, sem Jónatan gerði athugasemd við, var að umboð rétthafa var feng- ið eftir á. Sagði hann það sjálfsagt í lagi en líkti því við að lögreglan gerði rassíu hjá öllum leigubílstjór- um borgarinnar og kærði svo þá sem áfengi fyndist hjá fyrir leynivínsölu eftir rassíuna. Annað dæmi þessu líkt sagði hann vera ef leitað væri hjá öllum dæmdum þjófum og svo þeir sem þýfi fyndist hjá kærðir eftir leitina. Jónatan sagði að hversu miklir afbrotamenn sem menn væm yrðu segir Jónatan Þórmundsson lagaprófessor Svipmynd frá fundi Orators. Knútur Bruun er í ræðustól að skýra málin fyrir viðstöddum með einu dæmi. Það er mynd með Charles Bronson sem einn aðili innan SRM keypti réttinn á fyrir 5000 dollara. Skömmu seinna sá hann myndina ótextaða á einni leigunni.......það voru 5000 dollarar beint í ruslakistuna", sagði Knútur. Hægra megin við hann á myndinni má sjá þá Guðmund Ágústsson og Þórð Þórðarson en vinstra megin eru fundarstjóri og fundarritari, laganemarnir Ingvar Þóroddsson og Arnór Halldórsson Hafstað. DV-mynd GVA. þeir að njóta sömu réttarstöðu og aðrir. „Tilgangurinn má aldrei helga meðalið," sagði Jónatan. í framsöguerindum þeirra Guð- mundar og Þórðar fjölluðu báðir nokkuð um hvort rétt hefði verið eða ekki að lögreglan hefði aflað sér húsleitarheimilda áður en aðgerð- imar hófust. Sem kunnugt er af fi-éttum var slíkra úrskurða krafist af sjö leigum og tveir úrskurðanna kærðir til Hæstaréttar sem staðfesti báða. Jónatan kom inn á þessi atriði og sagði m.a. að með dómi sínum hefði Hæstiréttur í raun staðfest að nauðsynlegt geti verið að taka meira en minna af efni í svona aðgerðum þar sem lögreglumenn hafi ekki að- stöðu til að skoða efnið á staðnum (fram hafði komið hjá Guðmundi að á einni leigunni var lagt hald á 30 óáteknar spólur). „í tilvikum sem þessum hefur lög- reglan ákveðnar heimildir til leitar án húsleitarheimilda ef sönnunar- gögn væru i hættu og hún þarf ekki heimild til að skoða í hillur en slíks er þörf ef farið er í læstar hirslur eða bakherbergi,“ sagði Jónatan. Að lokum velti Jónatan þeirri spumingu fyrir sér hvort Samtök rétthafa væm almennt hæf til að kæra í þessu máli. Hann sagði að samtökin hefðu almennt umboð sem væri nægilegt til ýmissa aðgerða en ljóst að það væri ekki nægilegt til að höfða mál. Skiptar skoðanir Eins og fram hefur komið í fréttum lagði lögreglan hald á tæplega 15000 myndbönd í aögerðum sínum en milli Guðmundar Ágústssonar og Þórðar Þórðarsonar vom mjög skiptar skoðanir á því hve mikið af þessum spólum féllu undir þau skil- yrði sem dómsmálaráðuneytið setti fyrir því að gera myndböndin upp- tæk, það er að um væri að ræða klám- eða ofbeldisspólur eða ólög- mætt fjölfaldað efhi. Taldi Guð- mundur að 'im 80% af því efhi sem tekið var félli ekki undir þessi skil- yrði en Þórður sagði þessa tölu um 20%. Sagði Guðmundur að enginn rétthafi væri til að um 8000 þessara myndbanda hér á landi og til við- bótar væri um að ræða töluvert af sérefrú sem enginn rétthafa hefði áhuga á að gefa út. Höfundarréttur Knútur Bmun fjallaði aðallega um höfundarréttinn sjálfan í máli sínu og sagði hann vera aðalatriði þessa máls. Hérlendis hefðu verið framin stórfelld brot á höfundarréttinum á myndbandamarkaðinum og hann spurði salinn: „Vill einhver hér inni hafa ólöglegan myndbandamarkað? Getur einhver varið það?“ í máli Knúts kom fram að hinn löglegi myndbandamarkaður hér velti um 700 milljónum á ári en hann vildi ekki geta sér til um hve hinn ólöglegi markaður væri stór. Þó væri ljóst að hann skipti nokkur hundmð milljónum. Hvað varðaði það atriði sem einna mest er bitist um, innflutning eig- enda myndbandaleiga á spólum sem þeir borguðu af toll og söluskatt, sagði Knútur að þær væm löglegar inni í stofu viðkomandi en ólöglegar ef þær væm í leigum viðkomandi. Knútur sagði að tvö skilyrði þyrfti til að rétthafar semdu um þessi mál við leigumar, þau væm að allt ólög- legt efhi yrði eyðilagt og að allt ólöglegt efni yrði tekið af mynd- bandamarkaðinum. Kvikmyndaeftirlitið Þórður Þórðarson kom m.a. irm á þátt kvikmyndaeftirlitsins í þessu máli en eins og fram hefur komið í fréttum vill Níels Ámi Lund, form- aður þess, ekki kannast við að aðgerðimar hafi verið gerðar að undirlagi þess. Furðaði Þórður sig á þessu því fulltrúi eftirlitsins hefði verið með í ráðum hjá lögreglunni frá upphafi. Hjá honum kom fram að sam- kvæmt bráðabirgðayfirliti væm um 80% af þeim myndböndum sem lagt var hald á frá aðilum innan Samtaka rétthafa. Síðar í umræðunni kom fram hjá honum að nú væri að mestu lokið við að flokka niður mynd- böndin og að næstu skref embættis- ins í málinu yrðu að hefja yfirheyrsl- ur. -FRI í dag mælir Dagfari I Kátt í höllinni Fulltrúaráðið í Sjálfetæðisflokkn- um hélt fjölmennan fund í fyrrakvöld og ákvað framboðslista sinn. Ekki gekk það hljóðalaust fyrir sig. Fyrst ætluðu Heimdellingar að bola Albert i burtu úr fyrsta sætinu en heyktust á þeirri ráðagerð þegar á hólminn kom. Heilbrigðisstéttin í Sjálfetæðis- flokknum var lítið hugrakkari en Heimdellingamir en gerði þó at í Ragnhildi Helgadóttur fyrr í vik- unni. Eftir því sem Ragnhildur sagði sjálf stóðu nokkrir ofetækisfullir læknar fyrir þessu ráðabruggi gegn henni en sem betur fer fyrir Ragn- hildi heilbrigðismálaráðherra eru ofetækisfullir læknar ekki í meiri- hluta í fulltrúaráðinu svo þeir hættu við árásina á síðustu stundu. Auðvitað er ekki útséð um það hvort þau Albert og Ragnhildur komast á þing þótt þau séu komin á listann því enn er eftir að ganga til alþingiskosninga en það mun víst ennþá vera svo að í þeim kosningum er kosið til þings en ekki á fulltrúa- ráðsfundum í Valhöll. Enn er því eftir að vita hvað andstæðingum þeirra skötuhjúanna verður ágengt í alþingiskosningunum í vor. Þótt einkennilegt megi virðast er allt eins líklegt að þessi ágreiningur um framboðið verði Sjálfctæðis- flokknum til framdráttar þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Þann- ig er nefhilega mál með vexti að til að bola þeim frá þingsætum, Albert og Ragnhildi, verða bæði Heimdell- ingar og heilbrigðisstéttin að kjósa D-listann til að geta strikað þau út. Þessir hópar hljóta þvi að fjölmenna á kjörstað og skipuleggja útstrikanir þannig að fylgi flokksins mun senni- lega stóraukast með fólki sem verður að styðja listann af því að það er ú móti frambjóðendunum. Mun það áreiðanlega teljast einstætt í verald- arsögunni að kjósendur fylki sér um lista sem þeir eru á móti. Annars er vandamálið með Albert, Ragnhildi og raunar aðra frambjóð- endur afar sérstætt. Þeir sem eru á móti Albert eru aðallega á móti hon- um fyrir það að hafa skoðanir. Hinir sem eru á móti Ragnhildi eru á móti henni af því hún hefur ekki skoðun. Og svo er annað fólk á þessum fram- boðslista sem öllum er sama um hvort hafi skoðanir eða ekki enda hefur það flest komist á listann og notið vinsælda í Sjálfetæðisflokkn- um fyrir það að láta skoðanir sínar alls ekki í ljósi. Ragnhildur var bara svo óheppin að hafa ekki skoðun þegar hún átti að hafa skoðun og Albert að hafa skoðun þegar hann átti ekki að hafa skoðun. Albert hafði þá skoðun að hann þyrfti að styrkja Guðmund joð til heilsubótar í útlöndum. Það má ekki í Sjálfetæðisflokknum að mati Heim- dellinga og er talinn hinn versti löstur. Sjálfstæðisflokkurinn á víst eftir að gjalda þessa heilsubótar- styrks með Albert í fyrsta sæti enda eru sjálfctæðismenn ekki vanir því að hafa menn í efetu sætum sem vilja gera vinum sínum greiða. Að þvf er Ragnhildi varðar hefur hún einnig lent í vandræðum vegna heilbrigðismála. I nafni síns embætt- is hefur hún unnið að því að ríkið keypti Borgarspítalann en ofstækis- mennimir í læknastéttinni vildu fá að heyra hennar prívatskoðun á því máli. Ragnhildur er ekki aldeilis á því að hafa skoðanir á málum sem óviðkomandi menn em að spyrja um, sérstaklega þegar haft er í huga að þar em heilbrigðismál á ferðinni. Ragnhildur hefur fylgst með því hvemig farið hefur verið með Albert eftir að hann fór að skipta sér af heilbrigðismálum Guðmundar joð og hún ætlar ekki að brenna sig á sama soðinu. Svona er nú komið fyrir Sjálfetæð- isflokknum að allt er þar á suðu- punkti af heilsufarsástæðum. Ekki vegna eyðninnar eða ágreinings um smokkinn heldur vegna ótímabærra afekipta tveggja höfuðframbjóðenda af heilbrigðismálum annarra. Nú er kátt í höllinni eins og segir í kvæð- inu þegar Valhallarmenn berast á banaspjótum og flokkurinn missir heilsuna vegna áhuga á því að bæta heilsuna. Sjálfetæðismenn í Reykja- vík sitja uppi með lista sem þeir em á móti og Heimdellingar og ofetækis- full heilbrigðisstétt verður að kjósa listann til að það komi fram hverjir séu á móti honum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.