Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. 17 Lesendur „Ég man ekki betur en að þegar Stöðin var að byrja hafi þeir sagt að allt efni yrði ótruflað nema biómyndir á kvöldin, nú er sagan önnur...“ Stöð 2: Auglýsingaskrum Toggi skrifar: Astæða fyrir skrifum mínum er Stöð 2. Um daginn sá ég auglýsingu frá Stöðinni um að það ætti að fara að senda út bamae&ii á laugardags- og sunnudagsmorgnum. 1 niðurlagi aug- lýsingarinnar stóð að fyrstu sendin- gamar yrðu ótruflaðar. Ég man ekki betur en að þegar Stöðin var að byrja hafi þeir sagt að allt efiii yrði ótruflað nema bíómyndir á kvöldin, þ.e.a.s. ut- an auglýsingatíma. Núna em þeir hins vegar famir að trufla á daginn á ótrú- legustu tímum. Mér finnst þetta persónulega vera svik og þeir ganga á-bak orða sinna. Ég var að hugsa mér að kaupa afruglara en þegar ég fór að reikna dæmið komst ég að því að kaup á afruglara og áskriftargjald í tvö ár er mun dýrara en videotæki svo það borgar sig að kaupa videotæk- ið. Svo hef ég engan áhuga á að borga tvöfalt afnotagjald fyrir sjónvarp til að horfa á myndina sem ég er löngu búinn að sjá. Ég skora á lesendur að láta álit sitt í ljós í þessum efiium. Veldur hárlos áhyggjum? Ný þjónusta á íslandi! Meðhöndlun orkupunkta (akupunkta) með laser- geisla hefur gefið góða raun. Meðferð þessi stöðvar hárlos, er hættulaus og hefur engar þekktar aukaverk- anir. Úpplýsingar og tímapantanir í síma 11275 kl. 10.00- 17.00. Styrkir til háskólanáms á Italiu Itölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islendingum til náms á italíu á háskólaárinu 1987-88. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms við lista- háskóla. Styrkfjárhæðin nemur 600.000 lírum á mánuði. Umsóknum, ásamt tilskildum fylgiskjölum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 28. febrúar nk., á sérstökum eyðublöð- um sem þar fást. 3. febrúar 1987 Menntamálaráðuneytið SMURT BRAUÐ Afgreiðum ailar tegundir af smurðu brauði fyrir margs konar tilefni. Mun dýrara að hringja í sjáKsala Sigurður Lárusson skrifar: Síðastliðin 13 ár hef ég dvalist lengri eða skeramri tíma á endur- hæfingardeild Borgarspítalans i Rvk vegna heilsubilunar. Nú fyrir tæpum hálfum mánuði var skipt um síma fyrir sjúklingana sem hér dveljast enda gömlu sjálfsalamir orðnir úr sér gengnir. Nýir og smekklegir sjálfsalar voru settir upp í staðinn fyrir þá gömlu. Þeir em að ýmsu leyti þægilegri, t.d. em nú notuð spjöld í staðinn fyrir 5 eða 10 króna peninga og fást þau á staðnum. En mér finnast tveir leiðinlegir gallar á þessum nýju símum. I fyrsta lagi er heymartólið svo þungt að þeir sem em máttlitlir í höndunum eiga í erf- iðleikum með að halda því. I öðm lagi er barkinn frá heymartólinu að símatækinu svo stuttur, líklega 60- 70 cm, og nær um það bil aðeins 20 cm fram fyrir borðið, sem er undir símatækinu, að illmögulegt eða ómögulegt er fyrir fólk, sem er rúm- fast, að nota símann. Það er heldur ekki hægt að fá spjöld í símann með minna en 100 skrefum og verður það að teljast mjög bagalegt. Samkvæmt upplýsingum, sem ég fékk frá Póst- og símamálastofhuninni, kostar skrefið með söluskatti 1,65 krónur. 100 skrefa kort kostar þá 330 kr. eða 3,30 kr. skrefið. Það er helmingi dýr- ara en í venjulegum símtölum. Mér finnst ekkert athugavert þó svo sé í venjulegum sjálfeölum sem ætlaðir eru til almenningsnota. En í sjálfeöl- um á sjúkrastofnunum, eins og hér, finnst mér óhæfa að símtölin séu helmingi dýrari en í venjulegum heimasímum. Meirihluti sjúklinga hér mun vera meira en 75% öiyrkjar og finnst mér því skjóta skökku við Ég skora þvi á Póst- og símamála- ef þeir þurfa að greiða 100% hærri stoíhun að ráða bót á þessu sem fyrst símaþjónustu en almennt gerist. ef mögulegt er. j sjálfsölum á sjúkrastofnunum, eins og hér, finnst mér óhæfa að símtölin séu helmingi dýrari en í venjulegum heimasimum. Kaffisnittur kr. 35/- Cocktailsnittur kr. 30/- Cocktailpinnar kr. 25/- Brauðtertur kr. 850/- , 12 manna. Einnig heilar og hálfar brauðsneiðar. Heilar kr. 200/- Hálfar kr. 100/- LEITIÐ TILBOÐA a VEITINGAMAÐURINN HF BÍLDSHÖFÐA 16 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 686880

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.