Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. 31 Sandkom Ásmundur Stefánsson. I góðra vina hópi Það er allt á suðupunkti í Alþýðubandalaginu þessa dagana. Og það út af nám- skeiði í Alþýðuflokknum! Það,var nefnilega þannig að fyrr í vikunni auglýsti Al- þýðuflokkurinn fimamikið námskeið á eigin vegum. Sam- koman heitir nánar tiltekið „Námskeið í stjómmálaskóla jafnaðarmanna". Samkvæmt auglýsingunni em þátttak- endur fræddir um sögu Alþýðuflokksinsrhugmynda- grundvöll og baráttumál jafnaðarmanna. Að sjálfsögðu em helstu toppkratamir með erindi á námskeiðinu. Má þar nefna Jón Baldvin, Jón Sigurðsson ogJóhönnu Sigurðardóttur. En svo skýtur Ásmundi Stef- ánssyni upp á mælenda- skránni, eins og ljóta kallinum úr sauðarleggnum. Og það er það sem fer svo fyr- ir brjóstið á allaböllunum. Ásmundur skipar þriðj a sæti lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, þ.e. baráttusætið. Það þykir því ekkert sérstak- lega sniðugt að hann skuli vera að messa inni í miðri kratahjörð á þessum viðsjár- verðu tímum. Flokksbræður hans geta þó ekki náð í skott- ið á honum þessa dagana til að lesa honum pistilinn, því hann er staddur úti í London. Kjartan Gunnarsson. Eina vömin Fulltrúaráð Sjálfstæðis- flokksins hélt fjölmennan fund í fyrrakvöld, svo sem fram hefur komið í fréttum. Þar var gengið frá skipan á lista flokksins í komandi kosningum. Margt vaskra sveina var mætt á fundinn, eins og nærri má geta, þar á meðal þeir Frið- rik Sophussón varaformaður og Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri. Þegar nokkuð var liðið.á samkomuna steðjaði Friðrik í ræðustól og blés í herlúðra. Hann kvað fast að orðum sín- um og þrumaði meðal annars: „Einasta, einasta vömin gegn vinstri stjórn er...“ ..að nota smokkinn," heyrðist Kjartan þá skjóta að sessunaut sínum. Friðrlk Sophusson. Ragnhildur Helgadóttir. Gömul ræða um eyðni Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra svaraði á þingi í fyrradag fyrirspurn Eiðs Guðnasonar um eyðni. Það vakti nokkra athygli áheyrenda að ráðherrann virtist eiga í einhverjum erfið- leikum með að feta sig áfram í svari sínu þegar hann var að ræða um fyrirhugaðar að- gerðir gegn sjúkdómnum. Virtist hann á báðum áttum um hvort hann ætti að nota þátíð eða framtíð. Eftir nokkrar vangaveltur komust menn að ástæðunni fyrir þessu. Eiður lagði fyrir- spum sína fram vel fyrir jólafrí þingmanna. Síðan hitt- ist svo á að ýmist hann eða Ragnhildur vora fjarverandi úr þingsölum, þá annaðhvort erlendis eða í einhverju stíma- braki hér heima. Þegar fyrirspurninni var svo loks svarað í fyrradag hafði ýmislegt gerst í forvam- armálum frá því að hún var lögð fram. Eða með öðrum orðum, svo langt var liðið frá því að svarið við fyrirspum- inni hafði verið samið að ráðherrann varð að færa sum atriði aftur til þátíðar, því þau höfðu þegar komið til fram- kvæmdar. Skemmri leið Kínverji einn, sem búsettur var í henni Ameríku, tók sig einu sinni til og potaði tré niður í garðinn hjá sér. Hann var rétt byrjaður á að grafa holuna þegar Kani kom spíg- sporandi framhjá. - Ertu að grafa fyrir úti- sundlaug? spurði Kaninn. „Nei, ég ætla bara að skjótast heim.“ Hættu snar- lega við Blaðið Bæjarins besta á Isafirði hefur riðið á vaðið með ýmsar nýjungar. Er skemmst að minnast þess þeg- ar blaðið hóf að birta skatt- skrá Isfirðinga undir heitinu „Bókin sem beðið var eftir". Annað sem þeim BB-mönn- um datt í hug var að fara af stað með nýjan þátt í blaðinu þar sem kynnt væru fyrirtæki. félög og stofnanir. Var ætlun- in að kynna tvær stofnanir í senn. Var nú gripið til ísafjarðar- skrárinnar í bókinni Islensk fyrirtæki og byrjað á byrjun- inni. En tvær fyrstu stofnan- imar í stafrófsröðinni þar reyndust vera AA-samtökin og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Höfðu þeir BB-menn ekki enn ráðið fram úr vand- anum þegar síðast fréttist. Umsjón: Jóhanna S. Slgþórsdóttir ________________________________________Kvikmyndir Stjömubíó/Öfgar ★★ Lögin tekin í eigin hendur Öfgar (Extremities). Leikstjóri: Robert M. Young. Handrit William Mastrosimone eftir eigin leikriti. Kvikmyndun: Curtis Clarke. Tónlist J.A.C. Redtord. Aóalleikarar: Farah Fawcett, James Russo, Diane Scarwid og Alfre Woodward. Það er talið að í Bandaríkjunum séu yfir tvö hundruð nauðganir á dag. Ekki fara öll þessi mál fyrir dómstóla. Því veldur að fómarlam- bið er hrætt við að opinbera sig og svo það sem vegur mest að þótt nauðgarinn náist þá er næstum aldr- ei vitni að verknaðinum og eftir stendur orð gegn orði. Þetta er viðfangsefni leikrita- skáldsins Williams Mastrosimone í Öfgum sem hann hefur sjálfur gert kvikmyndahandrit eftir. Leikrit þetta hefur verið sýnt í ein fimm ár á Broadway og hafa þrjár leikkonur leikið hið erfiða hlutverk Marjorie; Susan Sarandon, Karen Allen og Farah Fawcett sem endurtekur hlut- verkið í kvikmyndagerðinni. Miðað við fyrri afrek á leiklistar- brautinni kemur val Fawcett í hlutverk Marjorie nokkuð á óvart. Hún hafði þar til fyrir fáum árum nær eingöngu leikið glæsipíur með misheppnuðum árangri. Hún hefur því ótrauð stefnt á hærra svið í leik- listinni og látið sér á sama standa um útlit sitt. Og ekki er annað hægt að segja en henni hafi tekist þetta bærilega þótt ábyggilega verði erfitt fyrir hana að sanna gildi sitt, svo sterk er ímynd hennar sem kyntákn. Fyrsta mynd hennar í þá átt að bæta orðspor sitt var The Buming Bed, sjónvarpsmynd sem fjallaði um eiginkonu sem beitt var ofbeldi. Hún þótti standa sig það vel að hún fékk hlutverk Marjorie í Öfgum. Marjorie er ung kona sem verður fyrir því eitt kvöldið að grímuklædd- ur maður ræðst að henni með hnífi og hefur í hótunum við hana láti hún ekki að vilja hans. Marjorie sleppur við illan leik áður en maðurinn kem- ur fram vilja sínum. Á lögreglustöðinni, þegar hún kærir atburðinn, er henni sagt að þótt ofbeldismaðurinn náist muni honum verða sleppt því um er að ræða orð hans gegn hennar. Árásarmaðurinn hafði rænt veski hennar og því óttast Marjorie að önnur atlaga verði gerð að henni. Ótti hennar er ekki ástæðulaus því nokkm seinna, þegar hún er ein heima, kemur árásarmaðurinn, nú grímulaus, og hefjast nú átök upp á líf og dauða... Eins og áður sagði er myndin Öfg- ar gerð eftir leikriti. Því er sviðssetn- ingin þröng. Nánast öll myndin gerist á einum degi, innandyra í íbúð Maijorie. Því er myndin nokkuð hæg og um leið nokkuð langdregin þótt aldrei sé hún leiðinleg. Mikil áhersla er lögð á þá staðreynd að þrátt fyrir ofbeldið sem árásarmað- urinn sýnir sé erfitt fyrir Maijorie að fá hann dæmdan nema hann við- urkenni verknaðinn sjálfur. Farah Fawcett og James Russo sýna bæði tilþrifamikinn leik í hlut- verkum þessarar persóna. Ætti þetta hlutverk svo sannarlega að tryggja það að henni verði i framtíðinni boðin mannsæmandi hlutverk. Það er ekki erfitt að líka illa við James Russo eins og hann kemur fyrir í Öfgum, enda þekkir hann hlutverkið sem hann leikur manna best, hefur leikið það síðan leikritið var frum- sýnt vestanhafs fyrir fimm árum. Öfgar eru mynd sem gleymist þeim sem hana sjá ekki svo auðveldlega. Það hafa verið miklar umræður hér- lendis sem erlendis um nauðganir og þrátt fyrir að ofbeldið sé mikið á báða bóga eru Öfgar holl öllum þeim sem láta sig mannfélagsmál ráða. Hilmar Karlsson. Farah Fawcett sýnir i öfgum að hún getur gert fieira en að leika glæsipíur. ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit KARLAR ATHUGIÐ! Leikfimi fyrir menn á besta aldri, 35 ára og eldri. Nýtt 6 vikna námskeið 2 sinnum í viku hefst þriðjudag 10. febrúar í Skipholti 3, 2. hæð. Áhersla lögð á upp- byggingu líkamans, slökun og liðkun. Tími: Þriðjudaga 17.30-18.30 og 18.30-19.30. Fimmtudaga 19.00-20.00 og 20.00-21.00. Laugardaga 10.00-11.00 og 11.00-12.00. Gufubað á staðnum. Upplýsingar eftir kl. 6 í síma 45194. MILE, íþróttakennari og íþróttaþjálfari. ÞORRAMATUR Félagasamtök og starfshópar! Afgreiðum þorramatinn til ykkar á hagstæðu verði. 18 tegundir. Verð kr. 490,- Q VEITINGAMAÐURINN HF BÍLDSHÖFÐA 16 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 686880 Ódýr tölvuborð og prentaraborð Ein fjölhæfustu tölvuborð og prentaraborð á markað- inum. Útsölustaðir: Bókaskemman, Akranesi, Verslunin Eikó, Egilsstöðum. Opið laugardag kl. 10-14. TÖLVUBORÐ, Smiðjuvegi 11, Kópavogi, sími 641135.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.