Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Iþróttir • Steingrimur Herrnannsson forsætisráðherra var sæmdur heiðursorðu ÍSÍ í tilefni 75 ára afmælisins og Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, sést hér afhenda Steingrimi orðuna. Á myndinni eru einnig forseti íslands, framkvæmda- stjóri ÍSÍ og eiginkona forsætisráðherra. • Frá glæsilegri fimleikasýningu í Laugardalshöll. 160 böm úr flestum fim- leikaféiögum landsins tóku þátt í sýningunni sem stjórnað var af þeim Berglind Pétursdóttur og Jónasi Tryggvasyni. • Við lok hátíðarsamkomu i Þjóðleikhúsinu sungu viðstaddir Öxar við ána undir stjóm söngflokks íþróttamanna sem Valdimar Örnólfsson veitti for- stöðu. 75 ára • Fimm heiðursfélagar ÍSÍ voru kjörnir á siðasta íþróttaþingi og sjást þeir hér með viðurkenningar sínar. Frá vinstri: Einar B. Pálsson, fyrrver- andi formaður Skíðasambandsins, Andreas Sj. Bergmann, stjórnarmaður í ÍBR i áratugi, Gísli Halldórsson, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Guðjón Ingimundar- son, iþróttakennari og forystumaður um íþróttamálefni í Skagafirði í áratugi, og Hermann Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ. Eins og flestum er kunnugt varð Iþróttasamband Is- lands, ijölmennustu félaga- samtök landsins, 75 ára 28. janúar sl. Mikil hátíðahöld voru í tilefni þessara tíma- móta sambandsins og tókust iau í alla staði vel. Kenndi iar ýmissa grasa og var dandað saman íþróttaleikj- um og sýningum, listum og gamansemi. Myndirnar, sem hér eru á síðunni, tók Gunn- ar V. Andrésson, ljósmynd- ari DV. • Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ, sést hér afhenda Davíð Oddssyni borgarstjóra gullmerki ÍSÍ, en afhendingin fór fram í hádegisverðarboði aö Kjarvalsstöðum. • Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og verndari íþróttasambandsins, tekur hér við sérsmíðaðri gjöf, sem nefnist „íþróttaandinn", úr hendi Sveins Björnssonar, forseta ÍSÍ. „íþróttaandinn" er hannaður af Sigmari Maríus- syni gullsmið en hann er einn mesti afreksmaður í röðum fatlaðra í kraftlyftingum. • Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins, sést hér útskýra yfirlitssýningu sem opnuð var í anddyri Laugardalshallar og er enn opin. Á sýningunni er greint frá íþróttasögunni í 75 ár. Þorsteinn stendur hér við verðiaunasafn Jóns Kaldals sem er einn sigursælasti langhlaupari sem ísland hefur átt. Afkomendur Jóns færðu ísí verðlaunasafn Jóns að gjöf. Safnið verður varðveitt á íþróttaminjasafni ÍSÍ sem kemst í gagnið á þessu ári. • Afmælishátíð Iþróttasaambands Islands samanstóð af söng, listum, gamansemi, iþróttasýningum og kappleikjum. Meðal annars flutti Flosi Ólafsson leikari ávarp, flutti skoplega úttekt á köflum á íþróttaforystunni og starfi hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.