Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Wham fékk símahringingu frá bresku konungshöllinni um daginn. í símanum var Erfða-Kalli sjálfur og erindið var að fá popparana til þess að spila á góðgerðahljóm- leikum. Karl fékk erindi sem erfiði en flissandi spekingar innan hallarveggjanna láta hafa eftir sér að þarna hafi Diana verið við stjórnvölinn. Hún hefur mikið dálæti á Wham-genginu og verður eflaust ofsakát að fá að heyra í köppunum. Karl prins á hins vegar í mesta basli með að þrauka þegar slíkir konsertar hellast yfir hans konunglegu hlustunargræj- ur. Jack Nicholson er byrjaður í söngtímum. III- gjarnar tungur segja að eitthvað hafi verið farið að þynnast í hlutverkabunkun- um sem stjörnunni bárust. Aldurinn færist yfir þetta goð ekki síður en aðra dauð- lega menn og nú var talið helst til ráða að geta hafið upp raustina af og til við hin ýmsu tækifæri. Gamli afinn og vögguvísurnar nálgast óðum á hvíta tjaldinu. Marlon Brando var orðinn hundrað og sex- tíu kíló þegar læknirinn gat ekki orða bundist og benti honum á að hann væri að verða sláandi líkur Orson Welles. Brando hrökk hressilega I startholurnar og lítur nú ekki við öðru en grænmeti og megrunarrétt- um. Daglega hoppar svo fírinn bullandi sveittur fram og aftur í karate og hefur nú þegar losað um fimmtán kíló á örfáum vikum. Engin vettl- ingahandtök hjá guðföðurn- um frekar en fyrri daginn. Tammy Wynette varð heimsfræg fyrir sönginn Stand by your man og seldi milljónir hljómplatna. Staöiö að baki stelpunni Söngkonan Tammy Wynette varð að fara af Betty Ford-stofnuninni og á sjúkrahús eftir skamma dvöl á stofnuninni og varð að gera hlé á bar- áttu söngkonunnar við ofneyslu deyfilyfja. Tammy varð heimsfræg fyrir sönginn Stand by your man þar sem meginþemað var að kvenmaðurinn skyldi styðja karlinn hvað sem á dyndi. Núna þarf hún sjálf á stuðnings- manni að halda og þá reynir á hvort hennar eigin maður treystir sér til að vera hennar bakhjarl í erfiðleikunum. Og það segist George Richey hafa í huga að gera. Tammy varð háð lyfjunum eftir að hafa tekið þau um hríð að læknis- ráði til að lina þrautir sem hún átti við að stríða vegna veikinda. Þegar ljóst var að söngkonunni myndi ekki takast að losa sig við fíknina af eigin rammleik var hún lögð inn á Betty Ford-meðferðarheimilið. En skömmu eftir að hún kom þangað inn varð að gera á henni uppskurð sem leiddi til áframhaldandi lyfjaáts og þannig hófst sama hringrásin. Núna er þess beðið að Tammy geti hætt að taka lyfin svo mögulegt verði að koma henni í meðferð aftur. Eiginmaðurinn segist standa að baki henni á hverju sem gengur og gaf þá yfirlýsingu fyrir skömmu að batinn væri að vísu hægur - en bati samt. baráttunni við lyfjanotkunina. I New Vórk er árinu fagnað með ýmsum hætti. Þessi ungi maður skyggnist út um Ijónsgrímuna sina til hins nýja árs kanínunnar. í New York og Reykjavík Hið nýja ár kanínunnar er gengið í garð að dómi þeirra sem mark taka á kínversku tímatali. Því eru menn í hátíðarskapi um heim allan vegna þessa. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig áramótanna er minnst í stórborg- inni New York og þeirri norðlægu Reykjavík. DV-mynd GVA Á norðurslóðum er líka fagnað - Víetnamar í Reykjavik. Vilhjálmur fjarhirðir Prinsinn Vilhjálmur af Bretlandseyjum er ekki lengur villtur. Hann lék fjárhirði í helgileiknum í Notting Hill Gateskólanum undir styrkri stjórn skólasystur sinnar. Sú stutta tók þétttingsfast í hönd prinsins og leiddi hann í gegnum leikinn sem ekkert væri og Vilhjálmur hlýddi auðsveipur. Ábúðarmikil jómfrú það og lætur sér greini- lega ekki allt fyrir brjósti brenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.