Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. 11 Utlönd Kókaín-barón handtekinn Einn umsvifamesti eiturlyfjaheild- salinn í Kólombíu og stjómandi stærsta eiturlyiíahringsins í allri Suð- ur-Ameríku, að því er talið er, var handtekinn í áhlaupi lögreglunnar á afskekkt bóndabýli í héraðinu Anti- oquia sem er í norðausturhluta landsins. Carlos Lehder Rivas er einn þessara illræmdu „baróna“ kókaínsölunnar í Kólombía sem virðast hafa verið hafn- ir yfir lög og rétt í gegnum tíðina. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa um hríð leitað eftir því að fa Rivas fram- seldan til þess að láta hann svara til saka fyrír ábyrgð hans á kókaín-sölu í Bandaríkjunum. í árás lögreglunnar á bóndabýlið vom handteknir í leiðimii fjórtán líf- verðir eiturlyfj abarónsins en það gekk ekki átakalaust því að það sló í skot- bardaga. Einn lífvarðanna var særður. Strax er hafinn undirbúningur að því að framselja Rivas bandarískum yfirvöldum sem hafa leitað eftir að því að hafa hendur í hári hans síðan 1983. Slík hafa verið yfirmáta áhrif kóka- ín-barónanna í Kólombíu að jafnvel ráðherrar hafa ekki verið óhultir um líf sitt fyrir flugumönnum þeirra. Ekki einu sinni þótt þeir hafi forðað sér austur fyrir jámtjald. Þetta er Carlos Lehder Rivas, einn af hinum svokölluðu kókaín-barónum Kólombíu, en hann hefur verið talinn gegna miklu lykilhlutverki í eiturlyfja- versluninni í heiminum og þá einkan- lega hvað viðkemur kókaínsmygli til Bandaríkjanna og svartamarkaðs- sölu þar. Simamynd Reuter Afstýrðu nýju landamærastríði Indland og Pakistan hafa kallað herlið sín frá landamæmnum og gert með sér eftir fimm daga við- ræður í Nýju Delhí „ekki-árásar- samning" sem gildir þó aðeins til bráðabirgða. Mikil spenna hafði myndast þeg- ar bæði ríkin hófu í síðasta mánuði heræfingar við landamærin og tóku að draga að þeim mikinn liðs- afla. Síðan þessir nágrannar öðluðust sjálfstæði 1947 hafa þeir háð þrjár styrjaldir innbyrðis. - Undir janúarlok þótti loft orðið svo lævi blandið að menn töldu fjórðu styijöldina liggja í loftinu. Hófust þá diplómatískir tilburðir til þess að draga úr stríðshættunni þar sem forsætisráðherrar land- anna, Rajiv Gandhi og Mohammad Khan Junejo, urðu í símtali ásáttir um að stefha utanríkisráðherrum sínum saman til viðræðna. Abdul Sattar, utanrikisráðherra Pakistans, og hinn indverski starfsbróðir hans, Gonsalves, (t.h.) sjást hér á myndinni fyrir ofan undirrita samkomu- lag rikjanna um að kalla herlið sin frá landamærunum þar sem spenna hefur magnast að undanförnu. Símamynd Reuter Mazda 323 ’82 Mazda 626 ’82 Mazda Subaru 1800 st. ’8; 870< Toyota Cressida ’80 # Toyota Corolla ’82 Volvo 240 '81 D 0 0 0 0 0 0 D 0 0 0 Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70-80% betri endingu gegn ryði. VERÐSÝNISHORN Á HEILUM SETTUM. PUSTKERFIN FRA FJ0ÐRINNI a HAGSTÆÐASTA VERÐK) i DAG D 0 D D D D 0 D D D D D D 929 80 5% afsl. gegn staðgreiðslu í peningum. HVER BÝÐUR BETUR? Festið aldrei kaup á pústkerfum án þess að hafa fyrst samband við okkur. EINA SERVERSLUN SINNAR TEGUNDAR. BÍLTJAKKAR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI HVER BÝÐUR ■i.-. 2 tonn 4 tonn 6 tonn 854,- 1.158,- 1.503,- 10 tonn 12 tonn 20 tonn 2.678,- 3.275,- 4.833,- HVER BÝÐUR BETUR? •• IllliliÍSIIISiÍwi !WS*Íl:!iÍlllPS8iÍil Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói 83466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.