Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Iþróttir • íslendingar sigruðu Svislendinga í úrslitaleik Flugleiðamótsins. Þessar myndir Brynjars Gauta bera það með sér að ott var hart barist en því miður verður að segjast eins og er að fátt gladdi augað í þessum þunglamalega leik. Svisslendingar spiluðu ákaflega hægan og agaðan handknattleik og þeim tókst að draga íslenska liðið nið- ur á sitt plan. Þó verður að segja eins og er að ef skemmtilegir hlutir sáust í leiknum þá áttu islensku piltarnir þar iðulega hlut að máli. Hér eru það Atli Hilm- arsson og Bjarni Guð- mundsson sem sækja að svissnesku vörninni. Darraðardans og jafntefli - hjá U-21 liðinu og Alsírmönnum „Þetta var ágætur leikur af okkar hálfu enda hefur verið nokkur stíg- andi í unglingaliðinu. Það þarf þó að samstilla hópinn betur því liðið á margar þrautir fyrir höndum. Ef við eigum að ná árangri verðum við að æfa mun betur. Mót sem þetta er þó óneitanlega góður skóli fyrir lítt reynda leikmenn." Þetta sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari unglingaliðsins, eftir jafntefli þess við Alsírbúa í gær- kvöldi, 21-21. Staðan í leikhléi var 8-9 Alsírbúum í vil. Leikurinn var þó, eins og reikna mátti með, ákafur darraðardans þar sem Alsírbúar beittu bæði kvikri vöm og sókn. Leikmenn unglingaliðsins máttu því spila frjálst lengst af þar sem Alsírbúum tókst að brjóta að mestu á bak aftur hinn kerfisbundna sóknar- leik. Leikurinn var í heild nokkuð spenn- andi en að sama skapi harður og grófur. Hlutskipti dómara var því ekki öfúndsvert. Mistök þeirra vom enda afar tíð og sumar yfirsjónir afdrifarík- ar að margra dómi. Bestir í unglingaliðinu vom þeir Gunnar Beinteinsson og Hálfdán Þórðarson sem er mjög efriilegur línu- maður. Þá lék Ami Friðleifsson vel í lokin og skoraði meðal annars mark með miklum stórmerkjum. Rakti hann boltann yfir endilangan völlinn og skoraði úr þröngu færi við gífurlegan fögnuð áliorfenda. Bestur Alsírbúa var að þessu sinni Bouchekriou Salah. Hann skoraði 4 mörk. Lítið sást hins vegar til línu- mannsins Diaffel sem gerði vamar- mönnum A-landsliðsins marga skráveifúna á Akureyri í fyrrakvöld. Þótt Alsírbúar spili allsérstæðan handknattleik er ástæðulaust að for- dæma leik þeirra á þeim forsendum einum. Staðreyndin er nefiiilega sú að andstæðingar þeirra vom lengst af í hinu mesta basli með þá á Flugleiða- mótinu. Mörkin. U-21: Hálfdán 4, Konráð 4/3, Gunnar 3, Ámi 3, Héðinn og Pétur 2 og Bjarki, Jón og Sigurjón 1 mark hver. •Alsír: Salah 4, Smail og Abdelhak 3, Abdeslam 3/3, Karim 3/1, Kamel 2, Omar, Ahmed og Dieffel 1 mark hver. • Markverðir íslenska liðsins vörðu sæmilega en Kamel, markvörður Alsírbúa, varði híns vegar mjög vel. Ekki færri en 15 skot. •Dómarar voru Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson. -JÖG Þunglamalegt en sigur samt - Slakur leikur íslendinga dugði gegn Svisslendingum Það vom íslendingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar í Flugleiðamótinu eftir að hafa sigrað Svisslendinga, 17-15, í spennandi en ekki að sama skapi vel leiknum úrslitaleik í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi. Á þessum tveim liðum á að vera mikill gæðamunur en þvi miður tókst Svisslendingum að draga íslendinga niður á sitt plan með öguðum og skyn- sömum leik. Fyrri hálfleikur var alveg hnífjafii og munaði aldrei meira en einu marki á liðunum sem skiptust á um að hafa forystu. Staðan í hálfleik var 8-8. hálfleik var sóknarleikur Islendinga oft fremur ráðleysislegur enda sást ekki til leikstjómandans, Páls Ólafs- sonar, sem virðist ganga í gegnum lægðartímabil núna. Greinilegt er að Þýskalandsdvölin hefur ekki gert hon- um gott. Kristján Arason átti líklega einna bestan dag íslendinga og þá kom ber- lega í ljós að liðið getur ekki verið án Atla Hilmarssonar. Þorgils Óttar sýndi einnig ágætan leik. Flestir áttu þó þokkalegan dag í vöminni. Annars var eins og eitthvert kæmleysi ein- kenndi leik íslenska liðsins lengst af og var eins og menn héldu að sigurinn kæmi af sjálfú sér. Mörkin. ísland: Kristján 6 (3 v.), Þorgils Óttar 3, Bjami 2, Alfreð 2 (1 v.), Guðmundur 2, Páll 1, Atli 1. Sviss: Keller 5 (4 v.), Schumacher 4, Schaerer 2, Rubin 2, Barth 2. fslendingar vom 12 mín. út af en Sviss- lendingar 8 mínútur. Dönsku dómar- amir Jensen og Andersen áttu ekkert sérstakan dag. Svisslendingar skora ekki í 13 mínútur Seinni hálfleikur byrjaði eins og þeim fyrri lauk en þegar staðan var 11-11 komu þau þáttaskil sem skiptu sköpum í leiknum. Vömin small sam- an hjá íslendingum og þeir breyttu stöðunni í 15-11 og þá vom úrslitin ráðin. Svisslendingar höfðu engin ráð til að vinna upp þennan mun og kom- ust ekki í gegnum íslenska vamar- múrinn í heilar 13 mínútur. Eins og áður sagði small vamarleik- urinn saman hjá íslenska liðinu á þessum tíma en einnig munaði mikið um það að homamennimir Bjami og Guðmundur komust inn í leikinn og skomðu þá tvö mörk hvor eftir að hafa verið nánast úr leik frarn að því en Svisslendingar höfðu klippt mjög vel á þá tvo. Svissneska liði er óskaplega hug- myndasnautt í leik sínum og því lítið augnayndi að fylgjast með leik liðsins. Þeir reyna ávallt að róa leikinn niður og spila upp á langar sóknir. Það versta var að þeim tókst að draga ís- lenska liðið niður á sitt plan. I fyrri Skref í réttci < Laugavegi 63 (VI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.