Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. 7 Atvinnumál Vöruflutningamir allir með bifreiðum: Flutningskostnaðurínn hækkar við það um 50% - flutningskostnaður á kjamfóðri 300% meiri á landi en sjó Einmunatíð hefur gert kleift að halda uppi vöruflutningum landleið- ina um allt land að undanförnu. Vegir á Vestfjörðum lokuðust í síð- ustu viku vegna aurbleytu en nú hefur fryst vestra og vegir því aftur orðnir færir. En það kostar mun meira að flytja allan venjulegan neysluvaming landleiðina en á sjó. Að sögn Jens Ólafssonar, kaup- félagsstjóra á fsafirði, verður flutn- ingskostnaðurinn 50% meiri á landi en sjó á venjulegum vörum. Og á fóðurbæti verður hann allt að 300% meiri. Jens Ólafsson sagði að nú væru 12 flutningabifreiðir frá Vestfjörðum að lesta vörur í Reykjavík og væri þar um að ræða almennar neyslu- vörur og fóðurbæti fyrir bændur. Á nokkrum stöðum á Vestfjörðum sagði Jens allan fóðurbæti uppur- inn.Yfir veturinn eru bifreiðimar eina 14 tíma á leiðinni vestur ef hvergi er fyrirstaða á vegum. Hvergi á landinu mun vera farið að bera á vömskorti vegna þess að vöruflutningabifreiðirr hafa getað haldið uppi ferðum frá því að verk- fall farmanna hófst. Aftur á móti er víða orðið lítið um olíu og bensín. -S.dór Kisiliðjan: stöðvast á mánudag? Kísiliðjan hf.: Framleiðslan að stöðvast Jón G. Haukssan, DV, Akuieyii: „Það em allar vöruskemmur hjá okkur að fyllast og við munum líkleg- ast hætta framleiðslu nk. mánudag," sagði Róbert Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit, við DV. Vegna verk- fallsins hefur ekkert verið hægt að skipa út frá Kísiliðjunni og er útlit fyrir að fyrirtækið verði fyrir tjóni. „Tjónið er helst það að við missum viðskiptavini. Varan er mjög svipuð frá framleiðendum þannig að keppnin felst fyrst og fremst í því að veita góða þjónustu," sagði Róbert. Hann sagði ennfremur að birgðageymslur þryti nú um helgina og ekki skipti máli úr þessu hvort verkfallið leystist strax þar sem það tæki sinn tíma að leysa út og framleiðslan myndi því hvort eð er stöðvast. íslandsmet í aflaverðmæti Jón G. Haukssom, DV, Akureyit Frystitogarinn Siglfirðingur hefur sett nýtt Islandsmet í aflaverðmæti eins skips. Siglfirðingur kom í fyrra- kvöld að landi á Sigluffrði með 190 tonn af frystum flökum og 60 tonn af heilfrystum fiski. Verðmæti aflans er 31,2 milljónir króna. Fyrra metið í aflaverðmæti átti frystitogarinn Akureyrin frá Akur- eyri. Hún setti rrietið í ágúst í fyrra og nam aflaverðmætið um 30 milljón- um króna. Undanþágubeiðnir streyma inn til Sjómannafélagsins - undanþágur ekki afgreiddar fyrr en eftir næsta sáttafund í gær höföu nær 30 beiðnir um und- anþágu frá farmannaverkfallinu borist til Sjómannafélags Reykjavíkur. Að sögn Kristins Skúlasonar, sem sæti á í þeirri nefhd sjómanna sem fjallar um undanþágur, verða engar undanþágur afgreiddar fyrr en séð verður hvað kemur út úr næsta samningafundi deiluaðila. „Ef skipafélögin sýna engan lit á næsta fundi teljum við ástæðulaust að vera að puðra út undanþágum,“ sagði Kristinn. Langflestar undanþágubeiðnimar em um saltflutninga því víða er orðið eða alveg að verða saltlaust í verstöðv- um landsins, einkum á Vestfjörðum og á Snæfellsnesi. MS Skeiðsfoss er staddur á Austíjörðum með saltfarm og hefur verið veitt leyfi til þess að hann fari og losi hann á Vestfjörðum þar sem saltskorturinn er mestur. Að sögn Kristins Skúlasonar virðist ekki vera áhugi fyrir að þiggja þessa und- anþágu af ástæðum sem honum vom ekki kunnar. Þá hafa öll olíufélögin sótt um leyfi til að senda 2 olíuskip til hafna þar sem farið er að bera á olíu- og bensín- skorti. Sölusamtök íslenskra fiskfram- leiðenda hafa sótt um leyfi til að flytja saltfiskfarm til Spánar og sótt heftir verið um leyfi til að flytja frystan fisk til Englands. Þá hefur verið sótt um levfi til að flytja Grundarfoss með komfarm til í höfninni svo auðveldara verði að losa kornið. -S.dór Fullkominn 4ra gíra sjálfskipting með vinnsluvalrofa sem gerir það að verkum að vélin er allt- af á réttum snúningi, orkan nýtist að fullu og eyðslan verð- ur í lágmarki. Luxusutfærslur Pioneer kr 00.UUU.- Chief kr. 118.000.’ Laredo Cherokee, fullklæddur, m/ stólum, vökvastýri, com.trac, lituðu gleri og fl. kostar kr. 1.075.000.- og flaggskipið Wagoneer Limited sem á engan sinn líka í íburði og lúxus. ECILL VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 Söluumboð Akureyri: Þórshamar hf. - sími 22700 rIAMC Jeep ÞAÐ ER VALIÐ Wagoneer Cherokee Ný, öflug, spameytin, 6 cyl. vél 173 HÖ Þróaðasta fjórhjóladrífið Selec Trac. ,,Var 115 ho 12% AFSLÁTTUR FRÁ 2.-12. FEBRÚAR Á ELDAVÉLUM, VIFTUM OG ÍSSKÁPUM. XX. Æ l.ækjargata 22 Hafnarfirði Simi: 50022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.