Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Neytendur Heimilisbókhaldið: Desember hærri en nokkni sinni fyrr Niðurstöðutalan í desember heimil- isbókhaldinu reyndist vera hærri en nokkru sinni, eða 6877 kr. á mann að meðaltali. Það er rétt um 18% hærri tala heldur en í nóvember. Það getur ekki talist neitt óeðhlegt því þama er um dýrasta mánuð ársins að ræða. Þeim sem þátt tóku í búreikninga- haldinu með okkur hefur fækkað mikið nú síðari hluta ársins 1986, jafn- vel svo að okkur hafði dottið í hug að leggja heimilisbókhaldið niður. Það verður þó ekki, því þátttakendur í bókhaldinu, sem við höfum orðað þetta við, máttu ekki heyra nefrit að leggja það niður. Þeim finnst að það sé gott aðhald að senda mánaðarlega inn upplýsingar um hver staðan er í búreikningum heimilisins. Fólk hefur líka gaman af því að bera sig saman við aðra, jafn- vel á milli hinna einstöku staða, á meðan við vorum með þær tölur hand- bærar. 80% hækkun yfir árið Hækkunin á meðaltalinu frá janúar til desember reyndist 80%. Samsvar- andi hækkun árið áður var 85%. Lægstur í samantektinni var janúar 1986 en þá var meðaltalið 3821 kr. á mann. Janúar hefur alltaf verið „óeðli- lega“ lágur. Menn hafa þá keypt ríflega inn í desember og búa vel langt fram á nýja árið. Febrúar er styttri en hinir mánuð- imir og því oft einnig lágur, en hann var upp á tæplega 4300 kr. Svo hækk- aði talan mikið í mars eða upp í 5200 kr., datt svo niður í 4500 kr. í apríl. Svo kom ekki verulegt skrið á hækk- unina fyrr en eftir eða í sumarleyfinu í ágúst. Þá fór talan upp í 5288 kr. Meðaltalið lækkaði svo aðeins í sept- ember og október. Þá stóð yfir mikil (og dýr) útsala á kindakjöti. I nóvemb- er og desember fóru tölumar aftur á skrið, 5835 í nóvember og 6877 kr. í desember. Meðaltal staðanna Við tókum saman meðaltalstölur yfir árið á hinum ýmsu stöðum þaðan sem upplýsingaseðlar vom sendir allt árið. Það vom þrettán staðir og er meðaltal þeirra birt hér annars staðar á síðunni í súluriti. Hæsta meðaltalið var í Mosfellssveit, 6692 kr. á mann, en lægst í Hnífsdal, 3819 kr. Meðalta- lið í Reykjavík var 4798 kr. Við fengum upplýsingaseðla frá ýmsum fleiri stöðum eða frá þrjátíu og einum stað samtals, en þær tölur vom ekki samfelldar. Aðallega vom seðlar sendir fyrrihluta ársins en svo datt botninn úr bókhaldinu þegar leið á sumarið og heyrðist ekki meira frá þessu góða fólki eftir sumarfií. Við söknum þar margra sem annars hafa lengi verið með í búreikninga- haldinu með okkur og hvetjum við þá til þess að taka upp þráðinn á nýjan leik nú á nýju ári. i_________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________l Meðaltal pr. mann á mánuði árið 1986 -A.BJ. 3000 i 6000 J 4000 2000 0 Krónijr /~A 0 l li jrw lúv.y' Liii ;>x 3 R 4 -•:'' - vx; x;:: XX' XX — ■:•;•: X;X XX ;X;X XX •:v. vX ■ x-; ís; vX x:'X vX;: U í:í: f' Staftur 9 4> h 3 IA 'O 3 00 <4 :o "o .K1 s'C » I u * > <4 c * u o > Cl 'O o > w w P k. w X > 8 3 * sg I í w * Qí Meðaltal pr. mann árið 1986 á ýmsum stöðum á landinu Landbúnaðarvörur nærri 73% matamlgjalda árið 1986 Undanfarin ár höfúm við fengið senda upplýsingaseðla frá öldmðum manni í Neskaupstað, Eyþór Þórð- arsyni. Eyþór býr með konu sinni, Ingibjörgu Sigurðardóttur, og sér hann um heimilisbókhaldið og gerir það með stakri prýði. Nú hefur hann sent okkur yfirlit yfir árið 1986. Eyþór hefur sundurliðað útgjöld sín á mjög athyglisverðan hátt. Hann hefúr á hreinu hve miklu var varið til kaupa á landbúnaðarvörum, fiski og kjöti, o.s.frv. íslenskar og erlendar vörur Eyþór hefur sundurliðað hve mikið hann hefúr keypt inn af innlendum vörum og hve mikið af erlendum og einnig hve mikið af hverjum vöm- flokki.. í bréfi sínu segir Eyþór: „Heimilismenn em tveir, hjón á níræðisaldri. Hjónin vom heima 50 vikur á árinu, tvær fjarri. Á þessum 50 vikum var varið til matar- og hreinlætisvörukaupa alls 91.312 kr. (1.826 kr. á viku). Áf þessari upphæð fóm 72,89% til kaupa á landbúnað- arvörum, til kaupa á fiski var varið 4,76%. Til kaupa á íslenskum iðnað- arvörum fóm 5,59%. Þannig fóm 83,04% af heildarupphæðinni til kaupa á innlendum vörum en 16,76% til kaupa á erlendum vörum. Færð var sérstök dálkadagbók daglega fyrir vörur þessar. Vom tvær vömtegundir í dálki, sín með aðarlega og niðurstöðutalan send Af einstökum vömtegundum var hvorum lit. Bókin var gerð upp mán- DV. keypt svo sem hér greinir: Eyþór Þórðarson situr þama við dagbókina sína sem hann eyðir meira en heilli vinnuviku í á ári hverju. Enda em búreikningarnir hans til mikillar fyrirmyndar. DV-mynd ETh Islenskar vörur Kjöt kr. 28.865 eða 31,61% Nýmjólk kr. 14.512 eða 15,89% Rjómi kr. 4.148 eða 4,54% Fiskur kr. 4.343 eða 4,76% Egg kr. 3.540 kr. eða 3,88% Erlendar vörur Brauð og komvömr kr. 3.333 eða 3,6% Ávextir kr. 4.598 eða 5,84% Sykur kr. 2.354 eða 2,58%- Kaffi kr. 2.337 eða 2,56% 5 mínútur á dag 1 dagbókina var fært daglega og tók það um 5 mín. hverju sinni. Mánaðamppgjör mun oftast hafa tekið um tvær stundir, segir í bréfinu frá Eyþóri. Þannig hefur hann eytt um 24 klukkustundum í mánaðamppgjö- rið, auk þess sem 25 mín. á viku hafa farið í daglegar færslur. Yfir allt árið em það um 20 klst. þessar 50 vikur sem þau hjónin vom heima. Samtals hefúr því verið varið 44 klukkustundum samtals í heimilis- bókhaldið eða rúmlega einni vinnu- viku. Það er ekki kastað höndunum til heimilisbókhaldsins hjá Eyþóri vini okkar í Neskaupstað. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.