Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. 37 Gamla kempan heiðruð Leikarinn Anthony Quinn fékk sérstök heiðursverölaun gullhnattarins - Golden Globe - fyrir framlag sitt til kvikmyndanna. Verðlaunin eru kennd við kvikmyndaframleiðandann Cecil B. Demille og er Anthony fyrrum tengdasonur Demille. Pompi- dou- safnið tíu ára Ein umdeildasta bygging síðari ára í Parísarborg er án nokkurs vafa safnið sem kennt er við Georges Pompidou. Síðastliðinn mánudag voru liðin tíu ár frá opnun þess og var af því tilefni sitthvað gert til hátíðabrigða á staðnum. Meðfylgj- andi mynd sýnir afmælisgesti horfa út yfir Parísarborg af efstu hæð Georges Pompidou Center og eru þeir ekki einir um að hafa notið þessa útsýnis því sjötíu og fjórar milljónir manna hafa heimsótt staðinn frá upphafi. Rúss- arnir koma Unnið er að þvi þessa dag- ana að koma Bolshoióper- unni yfir á myndband og eru Bretar þar að verki. Vonir standa til að Rússarnir slái í gegn á vestrænum mynd- bandamarkaði og á með- fylgjandi Reutermynd sést Eugeny Nesterenko í aðal- hlutverki með þanið brjóst og ... Sviðsljós Ólyginn sagði... Þriðja yfirheyrslan Ennþá er engin niðurstaða fengin í máli fyrirsætunnar Jerrv Hall. Hún er ákærð fyrir fíkniefnasmygl og sést hér koma til þriðju vfirheyrslunnar á lögreglustöðinni í Holetown á eyju heilags Péturs í Barbadosevjaklasanum. Með í för er einkalífvörður rokkarans og Rollingsins Micks Jagger. Jerry og Mick eru sambýlisfólk og eiga saman tvö börn- eins og þriggja ára gömul. Rod Stewart veitti blaðaviðtal eigi allsfyr- ir löngu og skríbentinn var enginn ómerkari en Stefanía Mónakóprinsessa. Þarkomu fram þær uggvænlegu stað- reyndir að Stewart er ekki tilbúinn í kynlíf allar tuttugu og fjórar stundir sólarhrings- ins. Það er greinilega ekki allt í lagi hjá popparanum - og ekki ólíklegt að aldurinn sem fer sífellt hækkandi fari svo hörmulega með karl- greyið. Don Johnson og félagi hans Philip Micha- el Thomas ættu einna helst skilið að sitja bak við lás og slá að dómi Blackwells sem sendir árlega frá sér lista yfir þá verst klæddu og best uppfærðu vestra.’ Hand- tökubeiðnin byggist á afbrotum þeirra gagnvarttís- kunni og helstu lögmálum fagurfræðinnar. i Miami- þáttunum minna þeir einna helst á kalkúnhana í aksjón og reyndar er klæðnaðurinn þannig á stundum að hver einasti kalkún með einhverja sjálfsvirðingu kysi heldur jólaborðið en að láta sjá sig utan dyra í múnderingunni. Dolly Parton reytti af sér hundrað pund fyrir stuttu og lítur nú hreint alveg stórkostlega út. Ennþá er heilmikið eftir af bobbing- unum tveimur að framan- verðu og hárið er komið í villtar krullur út í allar áttir. Hreint alveg ótrúlega sexí, segja Kanarnir, andaktugir, og vinsældir kvensunnar rjúka upp á við. Dolly má bara vel við una þessa dag- ana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.