Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Kappsigling í heimsljósi Kappsiglingin um Ameríkubikarinn er sá íþróttaviðburður sem mesta athygli hefur vakið í vetur. Henni lauk í Fremantle í Ástralíu í gær með sigri bandarísku skútunnar Stars and Stripes undir stjóm Dennis Conner. Hún sést hér á myndinni fyrir ofan (seglið merkt US55) á lensi, komin með forystu í fjórðu og síðustu áfangasiglingunni í úrslitakeppninni við áströlsku skútuna Kookaburry III. Conner og félagar hans á Stars and Stripes unnu fjóra fyrstu áfangana af sjö og þurfti því ekki að þreyta þá keppni meira því að þar með höfðu þeir tryggt sér sigurinn og endurheimt bikarinn sem Conner tapaði til Ástralíumanna 1983. Það var í fyrsta sinn í sögu þessa verðlaunagrips að hann skrapp úr hendi Bandaríkjamanna. Átökum fækkar í Suður-Afríku Útlönd_______________ Loft- árás vegna gísla? Ólafur Amarson, DV, New York Samkvæmt heimildarmanni DV ríkir nú mikil óþolinmæði meðal háttsettra manna í Bandaríkjunum með þróun mála fyrir botni Miðjarð- arhafs og í Miðausturlöndum undanfarna daga og vikur. Blaðamaður DV átti þess kost í gær að ræða við háttsettan mann innan landgönguliðs bandariska flotans. Hann vildi ekki láta nafns síns getið. Kvað hann Bandaríkjamenn vera að reyna að afla stuðnings meðal bandamanna sinna í Evrópu, þó sér- staklega í Bretlandi, Frakklandi og Vestur-Þýskalandi, við hernaðarað- gerðir gegn Líbanon, Sýrlandi og jafnvel Iran. Telja Bandaríkjamenn að nú sé komin sú staða í gíslamálum í Beirút að annað hvort sé að hrökkva eða stökkva og að taka Terry Waite, samningamanns ensku biskupa- kirkjunnar, hafi fyllt mælinn. Landgönguliðsforinginn sagði DV að Bandaríkjamenn eygðu nú meiri stuðning bandamanna sinna í Evr- ópu en fyrir loftárásina á Líbýu í fyrravor. Það sem hefur breyst er að nú hafa Evrópuþjóðir í auknum mæli orðið fyrir barðinu á herskáum skærulið- um. Er skemmst að minnast töku Vestur-Þjóðverjanna í Beirút og Terry Waites. Sagði viðmælandi DV það ljóst að ef eitthvað kæmi fyrir gíslana í Beirút, og þá sérstaklega Terry Waite, sem farið hefur í sendi- ferðir þangað á vegum Bandaríkja- stjómar, þá yrði látið til skarar skríða gegn Líbanon og Sýrlandi. Telur landgönguliðsforinginn líklegt að sú árás verði mun öflugri en sú sem var gerð á Líbýu í fyrra. Væru það talin mistök að ekki hefði verið betur staðið að árásinni á Líbýu. Einnig sagðist landgönguliðsfor- inginn telja það líklegt að á næst- unni, ef til vill mjög fljótlega, myndu Bandaríkjamenn taka skýra afstöðu með írak í Persaflóastríðinu. Sagði hann að Bandaríkjamenn teldu sig hafa verið blekkta í vopnasölumál- inu og að greinilega væri engum í Iran treystandi. Viðmælandi DV sagði að hugsan- legt væri að Bandaríkjamenn myndu gera loftárásir á íran, sérstaklega ef eitthvað kemur fyrir gíslana. En Bandaríkjamenn telja, sem kunnugt er, að íranir séu í sambandi við mannræningjana í Beirút. Ein ástæðan fyrir þessum hug- myndum Bandaríkjastjórnar mun vera sú að á þeim bæ er mönnum umhugað um að bandaríska þjóðin hætti að velta fyrir sér vopnasölu- málinu og hemaðaraðgerðir Banda- ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs myndu örugglega snúa athyglinni frá vopnasölumálinu. Einnig eru bandarísk stjómvöld uggandi um að ef þau aðhafast ekk- ert vegna gíslatöku séu þau að bjóða heim hættu á frekari aðgerðum gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum þegnum og bandamönnum þeirra. Landgönguliðsforinginn sagði að næstu vikur og mánuðir yrðu mjög spennandi og ef til vill mikilla at- burða að vænta. Síðastliðið hálft ár hefur að meðal- tali komið til tuttugu harðra átaka á dag í Suður-Afríku, að því er yfirvöld þar hafa greint frá. Áður en neyðar- ástandi var lýst yfir í júní síðastliðnum vora átökin sextíu og átta á dag að meðaltali fyrri hluta ársins 1986. Þá létust sex hundrað sextíu og fimm manns í átökum en seinni hluta ársins létust tvö hundrað fimmtíu og einn. Að því er sagði í tilkynningu yfir- valda bára öiyggissveitir ábyrgð á dauða hinna látnu í þrjátíu prósent tilfella seinni hluta ársins en sú tala var aðeins hærri áður en neyðar- ástandinu var lýst yfir. Meira en helmingur hinna látnu var brenndur til dauða, að sögn yfirvalda. Andstæð- ingar aðskilnaðarstefhu stjómarinnar nota oft þá aðferð til þess að refsa þeim er taldir era vinna með stjóm- inni í Pretoríu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.