Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Viðskipti Efnahagsbandalagsþjóðir minnka flota sinn um 160.000 lestÍR Styrkja sjávarútveginn með 36 milljórðum Ætlunin er að takmarka framboð á fiski við eftirspum og nota umframafla í mjölvinnslu Efiiahagsbandalag Evrópu leggur fram 36 milljarða króna til styrktar sjávarútvegi og fiskiðnaði árin 1987 - 1991. Þetta fyrirkomulag gildir nú einnig um byggingu skipa stærri en 33 metrar, en áður var miðað við að styrkur væri aðeins veittur til bygg- ingar skipa minni en 33 metrar. EB stefnir að því að halda stöð- ugri atvinnu í fiskiðnaði og tryggja lágmarksverð. Til að halda stöðugu verðlagi á fiskinum er gert ráð íyrir að láta aldrei verða of mikið af fiski á markaðinum og draga út af honum fisk þegar svo ber við að útlit er £yr- ir að verðið falli um of. Er þá gert ráð fyrir að sjóðir EB greiði sjó- mönnum lágmarksverð en fiskurinn fari til mjölvinnslu. Upphæð sú, sem fyrr er getið, verður ekki notuð í þessu skyni heldur kemur fjármagn til þessa verkefhis til viðbótar öðrum framlögum. Þá verður fé varið til endurskipu- lagningar fiskiðnaðar og endurbygg- ingar á fiskiskipum, ekki verður veittur beinn úthaldsstyrkur né rekstrarstyrkur til iðnaðarins. Stefnubreyting í höfuðdráttum er byggt á fyrrver- andi styrkjakerfi, en nú verður sú breyting á að styrkur kemur til stærri skipa en 33 metra. Þessari breytingu fylgir að viðkomandi land verður að hafa samþykkt ákvarðanir EB til þess að styrkurinn fáist. Styrkurinn til stærri skipanna verður lægri en til 33 metra skip- anna. Gert er ráð fyrir að styrkur til nýbygginga skipa geti verið 50% til skipa að 33 metrum en 30% til stærri skipa. I nokkrum tilfellum er gert ráð fyrir að styrkurinn geti orð- ið meiri og er þá um landsvæði að ræða sem eru í miklum erfiðleikum, Fiskmarkaðirriir Ingólfur Stefánsson og eru tilnefnd meðal annarra Gali- cía, írland og Vestur-Skotland. Getur stuðningurinn orðið allt að 65% af byggingarkostnaði. Áhrif I fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að nota 14 milljarða til úreld- ingar skipanna og 6,5 milljarða til að stöðva veiðar skipa tímabundið. Minnka á flota EB um 160.000 lest- ir en hann er nú 1.878.000 lestir. Þessi áætlun mun verða dýrari en gert var ráð fyrir. Þegar urn úreld- ingu er að ræða getur hver þjóð fyrir sig lagt meira fiármagn fram til þess en gert er ráð fyrir í samkomulaginu ef henni þykir það henta. Gert er ráð fyrir að EB leggi fram 50% af kostn- aði sem ekki fari fram úr kr. 26 þúsundum á hverja lest. Hér er kannski skýringin komin á því hvemig stóru togaramir, sem gerðir höfðu verið út frá Englandi og Þýskalandi, hurfu af miðunum alveg hljóðalaust. Hagnýting hafsins og fiskiðnaðurinn Til veiðarfærakaupa og vinnslu fisks er styrkurinn 25% frá EB og 25% frá viðkomandi þjóð. Þar sem erfiðleikar útgerðar og vinnslu em sérstaklega miklir getur styrkurinn orðið allt að 70% þegar um fiskiðn- aðinn er að ræða, sem skiptist þannig: Frá EB 40% og frá viðkom- andi þjóð 30%. í stöku tilfellum getur styrkurinn orðið 75% og legg- ur þá EB fram 50% en viðkomandi þjóð 25%. Aðildarríkin leggja fram áætlun, sem gerð er í samráði við sjávarút- vegsráðuneyti landanna, fyrir 1. apríl 1987. Peningamarkaður Hvaikjötið: Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15,5% og ársávöxtun 15,5%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hveija þrjá mánuði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 13,64% á fyrsta ári. Hvert innlegg er meðhöndlað sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mánuði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður saman- burður við ávöxtun þriggja mánaða verð- tryggðs reiknings, nú með 1% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól. Út- tekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaðarbankinn: Gullbók er óbundin með 17,25% nafnvöxtum og 18% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verð- tryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 17,75% nafnvöxtum og 18,5% árs- ávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Að 18 mánuðum liðnum er hvert innlegg laust í mánuð en binst síðan að nýju í 12 mánuði í senn. Vextir eru færðir misserislega og eru lausir til úttektar næstu sex mánuði eftir^ hveija vaxtafærslu en bindast síðan eins og höfuðstóllinn Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverðtryggður reikningur og ber 15% vexti með 15,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Verðtryggð bónuskjör eru 2,5%. Misserislega eru kjörin borin saman og gilda þau kjör sem gefa betri ávöxtun á hverju tímabili. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Hreyfðar innstæður innan mánaðar- ins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuði, og verðbætur reiknast síðasta dag sama mán- aðar af lægstu innstæðu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaða bundinn reikningurer með 16% ársvöxtum. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 17,25% nafnvöxtum og 18% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings með 3,5% ársvöxtum, reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxta- leiðréttingu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. Þá má taka út án vaxtaleiðrétting- argjalds næstu tvö vaxtatímabil á eftir. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyretu 3 mánuðina 9,5%, eftir 3 mánuði 15%, eftir 6 mánuði 17%, eftir 18 mánuði 18%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð- um reikningum gildir hún um hávaxtareikn- inginn. Vextir færast á höfuðstól síöasta dag hvere áre. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 17,5% nafnvexti og 18,2% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir fær- ast misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75% úttektargjald, nema af upp- færðum vöxtum síðustu 12 mánaða. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 15,24% (ársávöxtun 15,68%), eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reikn- ings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 9%, þann mánuð. Heimilt er að taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotuspamaðar með hærri ábót. óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 16,24-17,91%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meginreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú með 17.5% nafnvöxtum og 18,7% ársávöxtun, eða 6 mán- aða verðtryggðs reiknings, nú með 2% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann árefjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvere ársfjórðungs, hafi reikningur notið þessara „kaskókjara“. Reikningur ber kaskó- kjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfir- standandi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almenn- ir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðs- bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag árefjórðungs, fær innistæðan hlut- fallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í inn- leggsmánuði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðs- bókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfylltum skilyrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 13,5%, með minnst 14,08% áreávöxtun. Miðað er við lægstu innstæðu í hverjum ásfjórðungi. Reyn- ist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar inn- stæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annare al- menna sparisjóðsvexti, 9%. Vextir færast misserislega. 12 mánaöa reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Misser- islega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman við óverðtryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvere áre. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn- stæðu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 15% nafnvöxtum eða á kjörum 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Neskaupstað, og Sparisjóð- ur Reykjavíkur, bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skulda- bréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20%. Þau eru seld með afíollum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins getur numið 2.461.000 krónum á 1. árs- fjórðungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.723.000 krón- um. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.723.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.206.000 krón- um. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast af- borganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfs- tíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5-6,5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í janúar 1987 er 1S65 stig en var 1542 stig í desember. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1987 er 293 stig á grunninum 100 frá 1983. Húsaleiguvisitala hækkaði um 7,5% 1. janúar. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstak- lega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miðast við meðaltals- hækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-10 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5-12 Úb.Vb 6 mán. uppsögn 10-17.5 Vb 12 mán. uppsögn 12-18.25 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 16,5-18 Sp Avisanareikningar 5-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Lb. 6mán. uppsögn 2.5-4 Úb.Vb Úb Innlán með sérkjörum 5-19,25 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9,5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab.lb Danskai krónur 8.5-9.5 Ab.Lb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15-18 Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21 Almenn skuldabréf(2) 16,5-18.5 Ab.Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-20 Ab Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5.75-6.75 Lb Til lengritíma 6.25-6.75 Ab.Bb.Lb Utlán til iramleiðslu isl. krónur 15-16,5 Sp SDR 5-8,25 Allir Bandarikjadalir 7.75-8.25 nema Ib, Vb Lb.Úb Sterlingspund 12,5-13 Ui.Úb.Vb Vestur-þýsk mörk 5-5.25 Lb.Ub Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-5,5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala jan. 1565 stig Byggingavísitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 7.5% l.jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 310 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp=Sparisj óðirnir. Allt komið til Japan fyrir vorið „Ég ætla ekki að segja hvenær kjöt- ið verður flutt út. Mér dettur ekki í hug að auðvelda skemmdarvörgum grænfriðunga aðgerðir gegn okkur en kjötið verður allt farið til Japan fyrir vorið,“ sagði Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., í samtali við DV í morgun þegar hann var spurður hven- ær hvalkjötið, sem til er í landinu, yrði flutt út. Ákveðið hefur verið að halda því leyndu af ótta við skemmd- arverk grænfriðunga. í ár verður leyft að veiða í vísinda- skyni 80 langreyðar og 40 sandreyðar en það er sami fjöldi af hvorri tegund og í fyrra. Rannsóknaráætlunin gerir ráð fyrir að veiddar séu 80 hrefriur árlega. Engin hrefnuveiði var í fyrra og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þær verða leyfðar í ár en hrefhutalning fór fram í fyrra og er verið að vinna úr þeim gögnum. Innanlands hafa selst 130 lestir af hvalkjöti og rengi af afurðum ársins 1986 sem er með almesta móti. Loks má geta þess að Hvalur hf. hefur greitt Hafrannsóknarstofhun- inni 16 milljónir króna á árinu 1986 og var 8 milljónum varið í rannsókn- imar í fyrra en afganginum verður varið til rannsókna í ár. -S.dór NýreigandiáH-100 Jón G. HRiiksoon, DV, Akureyri: Eigendaskipti urðu á skemmtistaðn- um H-100 á Akureyri um helgina. Baldur Ellertsson og Rúnar Gunnars- son, sem rekið hafa staðinn frá upphafi, hafa selt reksturinn Kristjáni Kristjánssyni, skrifstofustjóra tré- smíðavinnustofunnar Þórs hf. Kristján keypti allt innbú staðarins en húsið, sem er í eigu hlutafélagsins H-100, tekur hann á leigu til fimm ára. I samningnum er jafnframt ákvæði um að Kristján eigi forkaups- og forleigurétt eftir þann tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.