Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 40
' p -J- | Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Bitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Atli Dam: Færeyingar hlakka til. Forsetinn til Færeyja Forseti fslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hyggur ó opinbera heimsókn til Færeyja í haust. Að sögn Atla Dam, lögmanns í Færeyjum, er dagskrá heimsóknarinnar ekki fullfrágenginn en „...við tökum eins vel á móti Vig- dísi og við getum. Færeyingar eru famir að hlakka til.“ Atli Dam sagði að þetta yrði fyrsta opinbera heimsókn forseta fslands til Færeyja. -EIR Fræðslustjoramálið: Útvarpsráð fær kvörtun Jón G. Haukssan, DV, Akureyii „Ég hringdi í formann útvarpsráðs og bar fram kvörtun vegna Gísla Sig- urgeirssonar fréttamanns," sagði Bárður Halldórsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, við DV. Hann kvartaði yfir Kastljósþættinum þar sem sjónvarpað var frá fundi Sverris um Sturlumálið á Akureyri. Bárður var eini fundarmaðurinn sem kom upp og studdi Sverri. Ræða hans var klippt út úr þættinum. „Ég bað formann útvarpsráðs, Ingu Jónu Þórðardóttur, um að þetta mál yrði rannsakað," sagði Bárður. „Þetta er afleit fréttamennska.11 Bárður sagðist ennfremur hafa talað við fréttamanninn, Gísla Sigurgeirs- son. „Hann svaraði með hálfgerðum skætingi, sagði að þetta væri hans fréttamat og ég hefði þá kannski mitt.“ „Það sem ég bið um er athugun á því hvort þama geti verið um eðlileg vinnubrögð að ræða, að ræða eina mannsins sem studdi ráðherrann skyldi vera klippt út úr þættinum." Blóm Opið frá kl. 10-19 alla daga vikunnar. GARÐSHORNÍÍ Suðurhlíð 35 sími 40500 viö Fossvogskirkjugarðinn. LOKI Hvaða frekja er þetta í Bárði - veit hann ekki hverjir eru bestir? Maður fannst látinn í húsaporti í Reykjavik í nótt: Sá sem tilkynnti látið handtekinn Rannsóknarlögreglan hefur nú til rannsóknar lát rnarrns í vesturbæn- um í nótt en lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um lát mannsins kl. 02.46. Handtók lögreglan þann sem tilkynnti um láöð og situr hann nú inni. Maðurinn fannst látinn í porö bak við hús og sá sem handtekinn var er húsráðandi þar og einn til frá- sagnar um það sem gerðist. Rannsókn þessa máls er á frum- stigi og ekki Ijóst með hvaða hætö maðurinn lést en í morgun var jafn- vel talið að hann heföi fallið niður stiga í þessu húsi og látist með þeim hætti. Engir áverkar voru á mannin- um sem bentu öl átaka. -FRI Píanóleikarinn Liberace lést á heimili sínu i gær, 67 ára að aldri. Hér er hann ásamt rokkkónginum Elvis Presley á jasshljómleikum árið 1956. Liberace var upphafsmaður glyss og skrauts sem síðar einkenndi líka Elvis Presley. _ ui^ n símamynd Reutar Hraðfrystihús Stokkseyrar fær greiðslustöðvun: „Rothögg fyrir |>orpið“ Hraðfrystihús Stokkseyrar hefur fengið greiðslustöðvun í 3 mánuði til að reyna að rétta við bágan fjárhag. Skuldir frystihússins eru um 150 millj- ónir króna en eignir þess nema þó hærri upphæð. Það er lausafjárstaðan sem er í molum. Frystihúsið skuldar starfsfólki sínu umtalsverða upphæð í launum og einnig hafa opinber gjöld verið dregin af launum fólks en ekki verið staðin skil á þeim. „Það væri rothögg fyrir þorpið ef frystihúsið neyddist til að loka. Þegar mest er um að vera starfa um 150 manns hjá frystihúsinu og má því segja að það sé lífæð hreppsins," sagði Lárus Bjömsson, sveitarstjóri á Stokkseyri, í samtali við DV í morgun. Hann sagði að Hraðfrystihúsið heföi fengið fyrirheit um aðstoð frá Byggða- stofnun en ekkert væri enn ákveðið í þeim efiium. Stokkseyrarhreppur er langstærsö eignaraðili að frystihús- inu. Lárus sagði að nota ætti þennan 3ja mánaða tíma sem greiðslustöðvunin varir til gera úttekt á rekstri og fram- leiðslu Hraðftystihússins til þess að freista þess að koma rekstrinum á rétt- an kjöl. -S.dór Veðrið á morgun: Skúrir sunnantil á landinu Á föstudaginn verður austlæg eða suðaustlæg átt, vægt frost og slyddu- él um norðanvert landið. Skúrir og 0-4 söga hiö sunnantil á landinu. Reiðir kratar: „Við kjósum ekki Karvel - segir Sigurður Ólafsson „Við látum ekki ýta okkur svona til hliðar, gamlir alþýðuflokksmenn, og utanflokkafólk ákveða frambjóðendur fyrir okkur. Og það verður enginn friður hjá okkur á næstunni. Það mun . allt koma í ljós á kjördæmisþinginu þann 14. febrúar. Það er alveg á hreinu að ef Karvel Pálmason verður í 1. sæti, eins og allt bendir öl, þá verður hrun hjá flokknúm í kosningunum í vor. Við erum margir sem kjósum ekki Karvel undir neinum kringumstæð- um. Ég kýs ekki 75% öryrkja í fullt starf sem þingmannsstarfið er sagt vera,“ sagði Sigurður Ólafsson, form- aður Sjómannafélagsins á Isafirði, í samtali við DV í morgun. . Ástæðan fyrir því að deilur alþýðu- flokksmanna á Vestfjörðum blossa nú upp aftur er sú að Karvel Pálmason, alþingismaður og varaformaður ASV, hefúr ritað formönnum allra verka- lýðsfélaga og stjóm Alþýðusambands Vestfjarða bréf þar sem hann ræðst af heift á Pétur Sigurðsson, formann Alþýðusambands Vestfjarða, en Pétur er einn helsti foringi alþýðuflokks- manna á ísafirði. í bréfinu ber Karvel það á Pétur að boða ekki menn á samningafúndi, talað er um sambands- leysi innan stjómarinnar og fleiri ávirðingar em þar bomar á formann- inn. Búist hafði verið við að hægt yrði að bera klæði á vopnin á kjördæmis- þinginu og að Sighvatur Björgvinsson tæki 2. sætið á listanum. En þetta bréf Karvels hefúr virkað eins og olía á glóðir sem em að byija að kulna og eldurinn blossar upp aftur. -S.dór Amarflug: Auka hlutafé um 130 milljónir Stjóm Amarflugs mun leggja fyrir hluthafa á fundi í dag tillögu um að auka hlutafé um 80 milljónir króna, á þessu og næsta ári, umfram þær 50 milljónir króna sem áður hafði verið ráðgert að hluthafar legðu öl félagsins á þessu ári. Kemur þetta til viðbótar þeim 95 milljónum króna sem nýju eigendumir hafa þegar lagt fram. Áætlað er að tap nýliðins árs hafi numið um 120 milljónum króna, mun hærri upphæð en búist var við í fyrra- sumar. Langmestur hluti tapsins er rakinn til leiguflugsverkefna erlendis , sem stjóm félagsins hefur ákveðið að hætta. Verður áhersla lögð á áætlun- arflugið milli íslands og Evrópu. -KMU A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.