Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Tídarandi reynslan sýni þvert á móti að síminn geti minnkað streituna. Heima er númer eitt „Þar sem ég bý í Garðabæ tekur akstur til og frá vinnu talsverðan tíma á hverjum degi. Hann get ég notað til þess að ljúka af öllum samtölum sem ella þyrfti að byrja á eftir að heim er Texti: Borghildur Anna komið. Og þegar þeir grófu í sundur streng í götunni héma í Þverholtinu varð fyrirtækið símasambandslaust. Ég þurfti nauðsynlega að hringja til útlanda og brá mér bara út í bíl og leysti málið. Þessi tæki em svo miklu frdlkomnari en aðrir símar, láta vita ef einhver hefur hringt og svo mætti lengi telja. Og svo em algengustu númerin bara í minninu - þannig að heima er númer eitt, fyrirtækið tvö og svo framvegis." Þegar ítrekað er hvort röðin stand- ist nú nánari prófun ítrekar Davíð að svo sé ömgglega: „...heima er auðvitað númer eitt.“ „Héma í fyrirtækinu er þetta notað sem hvert annað verkfæri en ekki stöðutákn. Þykir sjálfsagt mjög flot-t - kemur næst því að hafa sjónvarp í bílnum. En það er ekki hægt að reikna það í tíma og peningum sem bílsíminn gerir - þetta em þægindi hluti af líls- stílnum. En tækin em ekki nothæf fyrir alvarlegri samtöl því þau em ekki pottheld og hægt að hlusta sam- töl annarra með ákveðnum aðferð- um. Ekki gefst lengri tími til að velta fyrir sér kostum og göllum þess að hafa farsíma því inn á skrifstofu Da- Innréttingarnar í þessum Mercedes Benz 500 SEL eru úr Ijósbleiku leðri. Hann er með innbyggðum sjónvarpstækjum, hljómtækjum, ferðabar og farsima - að sjáHsögðu ailt í sama bleika litnum - jafnvel stresstaskan á miðri myndinni. víðs er nú kominn Ragnar Önundar- son bankastjóri Iðnaðarbankans. Það er að skella á fundur. „Kannski heföirðu frekar átt að tala við Ragnar," segir Davið að bragði. -„Hann slær mig út og er með tvo síma í bílnum." Bankaleyndin þurfti nýjan síma Það er mikið að gerast í hinum —" ... ............. DV-myndir Ragnar S. ýmsu bönkum þessa dagana og því ekki að undra að eldlínumenn þurfi tvo síma í bílana - heföu kannski þurft þrjá í einstaka tilvikum? Þeir félagar eru ekki á þeirri skoðun að sömu hóp- ar fái sér bílsíma og keyptu fótanudd- tækin, reiðhjólin, ljósálfana og vídeótækin á sínum tíma. Uppamir í bænum eru varla inni í myndinni held- ur nema að ákveðnu marki. „Þetta eru hinir tímabundnu, held ég,“ segir Ragnar. Spurður um ástæð- una fyrir því að hann hefur tvo segir hann að annar sé gamall og löngu orðinn úrelt fyrirbæri. „Hann er tengdur í gegnum miðstöð, svipað og gömlu sveitasímamir. Þann- ig gat maður blandað sér í samtöl ef biðin eftir lausri línu varð of löng. Allir geta því heyrt samtöl annarra án nokkurrar fyrirhafnar. Ég fékk nýjan - bankaleyndin þolir ekki gamla símann.“ Bílahappdrætti Handknattleikssambands íslands - seinni hálfleikur - 20 bílum bætt við í seinni útdrætti 9. febrúar AFRAM ISLAND! SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR Upplýsingar í síma 11750 FIAT UNO 45 að verðmæti ca. kr. 300.000.- hver HEILDARVERÐMÆTI MILLJÓNIR Útgefnir miðar nú 118.500 Ath.: Heildarnúmeraljöldi 271.316. W BÍLAR DREGNIR ÚT9. FEB. 1987 ISLAND NAÐI 6. SÆTI Á OL ’84 OG HM ’86 MEÐ ÞÍNUM STUÐNINGI STEFNUM AÐ VERÐLAUNASÆTI Á OL ’88 í SEOUL MEÐ ÞÍNUM STUÐNINGI L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.