Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Tíðarandi „Fyrstu áætlanir hermdu að um þessi áramót yrðu komnir sex hundruð notendur og þá var miðað við reynslu hinna Norðurlandanna. Þetta fór hins vegar mikið fram úr áætlun og tvö þúsund þrjú hundruð fjörutíu og þrír voru komnir með slíka farsíma um áramótin," segir Magnús Waage hjá Pósti og síma aðspurður um þá miklu aukningu sem orðið hefur á bílsíma- eign landsmanna. „Fyrsta samtal á vegum Pósts og síma gegnum farsíma var fimmtánda r.iaí á síðasta ári en formlega var stöð- in opnuð þriðja júlí.“ Hinir fæddu neytendur? Bílsímamir hafa greinilega slegið í gegn hjá íslendingum sem eru fljótir að taka við sér þegar tækninýjungar eru annars vegar. Þarf ekki að nefiia fleira en fótanuddtæki, rafinagnspúða, ljósálfa, reiðhjól og myndbandstæki af síðustu stórverslunum landsmanna. Fréttamaðurinn á fartinni - Ómar Ragnarsson allan sólarhringinn - á nóttunni líka.“ hefur aö sjálfsögðu bilsíma. „Ég er með hann við hliðina á mér „Jú, ég týndi tækinu og fann það ekki hvemig sem ég leitaði. Flaug svo ráð í hug, tók næsta síma og hringdi í númerið. Innan skamms kom maður hlaupandi inn á skrifstofuna mína með tækið í hendinni og kallaði: „ Ómar, það er síminn til þín!“ „Þegar hann fauk var það vegna þess að ég var að tala í hann uppi á þaki og í annað skipti gleymdi ég sím- anum á bílþakinu. Legg hann alltaf frá mér á þakið þegar ég er að stíga inn í bílinn og hann fauk af héma á Suðurlandsbrautinni. En þessi sími kom í góðar þarfir í fyrra þegar ég lenti Frúnni uppi á Esju. Þá gat ég talað í símann á leið niður affjallinu “ Það leiðir af sjálfú sér að með þess- ari nýju tækni er mögulegt að ná í menn nokkum veginn hvar sem er og hvenær sem er. Varla nokkur flóar- friður allan sólarhringinn? „Ég hef verið fréttamaður í við- bragðsstöðu og fannst ekki hægt í bílinn - stöðutáknið Erum við ef til vill hinir fæddu neyt- endur og kaupum næstum því hvað sem fæst eða höfum við þörf fyrir alla þessa hluti? „Við vitum ekki skýringuna á því hvers vegna farsímar á Islandi em strax orðnir hlutfallslega íleiri en í nágrannalöndunum," segir Magnús Waage. „En maður ímyndar sér ýmislegt. í fyrsta lagi var þessu vel tekið af sjó- mönnum sem vom í leiðinlegu og handvirku símasambandi við landið. Svo gæti þetta legið í því hvemig at- vinnurekstur er á íslandi. Mörg fyrir- tæki em mjög lítil og með einum til tveimur mönnum. Þessir einyrkjar hafa mikið notað sér þessa þjónustu - svo sem pípulagningamenn, sendibíl- stjórar, litlar bílaleigur og svo mætti lengi telja. Þannig er hægt að skýra hluta af fjöldanum. Myndin af stórfor- stjóranum, sem hefúr þetta í bílnum sínum, er ekki rétt því það em alls ekki slíkir notendur sem koma hér inn á borð heldur sem áður sagði alls kon- ar rekstur sem byggir á fáum mönnum. Því virðist reynslan héma á íslandi sýna að þetta er nauðsynjatæki en ekki stöðutákn - bólur vaxa við allt aðrar aðstæður.“ Þessi nýja nauðsyn eða stöðutákn hefúr valdið erfiðleikum í sjálfu heild- arkerfinu því nú þegar eiga bílsíma- notendur í mesta basli við að ná sambandi á mestu álagstímunum. Langt fram úr áætlun „Þetta fór mikið fram úr áætlun og því sem við þorðum að vona,“ heldur Magnús áfram. Það varð síðan til þess að við höfum ekki haft nægilega und- an því langur afgreiðslufrestur er á tækjunum sem okkur vantar til þess að geta stækkað kerfið. Þó hefur tek- ist að halda sæmilega í við þörftna og þróunina - sérstaklega hér á Reykja- víkursvæðinu. Sums staðar er ástand- ið þó slæmt - einkum þar sem skipin em mörg og ná til lands. Svo vantar sums staðar húspláss eða aðra aðstöðu og það hefur gert það að verkum að við höfum ekki getað fjölgað sem skyldi. En samt - við byrjuðum með átta radíórásir á öskjuhlíð - sem er annað. Núna nýtist tíminn vel milli staða - bið á ljósum getur verið eitt stutt samtal. Betra en þegar kannski allt var í steik þegar maður kom upp í sjónvarp og hafði verið sambandslaus einhvem tíma.“ Ekki eign Kvennalistans ímyndin erlendis virðist nokkuð önnur en á íslandi. Þar er bílsíminn stöðutákn og á einni af meðfylgjandi myndum sést sérhannaður Mercedes Benz 500 SEL. Bíllinn er dökkbleikur að utan, ljóshleikur að innan, kostar tvær og hálfa milljón án innflutnings- gjalda en aukabúnaðurinn rúmar §órar milljónir. Auk hins ómissandi farsíma em í bílnum tvö sjónvarpstæki - eitt í lit fyrir framsætið óg svart- hvítt í aftursæti tengt tölvu og vídeó- tæki, ferðabar og lítill kæliskápur. Það fer sífellt í vöxt að pólitíkusar eigi slík farartæki en þessi bifreið er þó ekki eign Kvennalistans á íslandi heldur í eigu auðkýfings frá Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum. Hins vegar er á almannavitorði að bæði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Matthías Bjamason samgönguráð- herra hafa farsíma í bílunum sínum. Ekkert pjatt, segir Davíð „Ég nota tækið miklu meira heldur en ég hélt að ég myndi gera, fannst þetta satt að segja duldið pjatt og gerviþörf," segir Davíð Scheving Thorsteinsson. Hann segir fjórtán manns hjá Sól hf. hafa farsíma í bílun- um sínum - hinir þrettán em sölu- menn fyrirtækisins. „Hugmyndin kom revndar frá sölu- mönnunum í upphafi. Ég fór að þefrra ráðum og sé ekki eftir því. Þeir em mikið á fartinni og vom kannski sam- bandslausir við fyrirtækið og sína nánustu tíu tíma á dag. Það er varla viðunandi vinnuaðstaða í nútímaþjóð- félagi. Nú er hægt að ná til þeirra með góðu móti og fyrst og fremst er að þessu mikill tímaspamaður.“ Símanúmer Davíðs liggur ekki á lausu og því segist hann ekki verða fyrir eins miklu ónæði og ella gæti orðið. Aðspurður um aukið álag sam- fara bílsímanum tekur hann fram að aðalstöðin á Reykjavíkursvæðinu - nú em radíórásfrnar þar orðnar tutt- ugu og fjórar. Stöðin verður stækkuð mjög mikið á þessu ári - það er búið að setja upp tuttugu og níu móður- stöðvar og áætlað að bæta tuttugu og fimm við á næsta ári. Allt að því tvö- falda kerfið. Sama sagan er um fjölda radíórása sem em níutíu og fjórar alls en á áætlun em hundrað þrjátíu og sex í viðbót." Skyldi svo séfræðingurinn sjálfiir hafa síma í bílnum sínum? „Ég er með lausan farsíma sem ég nota við að prófa kerfið og tek hann stundum með mér heim á kvöldin og um helgar. Það hefur komið sér mjög vel í sumum tilvikum. Ég get lifað án tækisins - en hef sparað mér mörg sporin með notkuninni að undan- fómu“ Farfréttamaður með farsíma Ef farsími er réttnefhi á hinu nýja leikfangi landsmanna er kannski við hæfi að minna á einn starfsmanna sjónvarpsins sem líklega er eini far- fréttamaðurinn á landinu. Það er Ómar Ragnarsson sem þekktur er fyr- ir að komast leiðar sinnar hraðar en aðrir - í flugvél, bíl eða bara á hlaup- um. Að sjálfsögðu er Ómar með far- síma í farteskinu og segir sagan að það sé víðförlasti farsími á öllu landinu. „Finnst mér eitthvert gagn að sím- anum?“ segir Ómar Ragnarsson for- viða þegar hann inntur eftir reynslunni af apparatinu. Hann var einn þeirra fyrstu sem fengu farsíma. „Spyrðu frekar hvemig ég gat verið án svona síma áður,“ segir fréttamað- urinn á faraldsfætinum. „Ég hef þennan síma alltaf við höndina á nóttu sem degi - allan sólar- hringinn og hann hefúr komið í allar sýslur landsins - allt frá Homströnd- um að Austfjörðum. Hann er nauð- synjatæki í sambandi við frétta- mennskuna og ekki stöðutákn fyrir mig - ég seldi fjölskyldubílinn fyrir þetta. Síminn kostaði mig rúmlega hundrað þúsund og það kaupir enginn að gamni sínu svona tæki. Það er reyndar útilokað að nokkur maður sé á þrjátíu þúsund króna Renaultdruslu með farsíma - nema á íslandi.“ Nú þegar em margar sögur af sam- skiptum Ómars og símtækisins orðnar fleygar manna á milli - bæði af því að tækið týnist í hita augnabliksins eða hreinlega eigi það til að fjúka út í buskann. Ómar neitaði ekki að ein- hver fótur væri fyrir sumum sögunum. „Satt að segja fannst mér þetta pjatt i byrjun - gerviþörf - en sfminn reyndist svo bara nauösynlegur fyrir mig,“ segir Davið Scheving Thorsteinsson hjá Sól hf. Fjórtán farsímar eru nú í notkun hjá fyrirtæklnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.