Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Utlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Miðstýrðar umbætur missa marks - segir sovéski sagnfræðingurinn Sjoref Medvedev PáD Ifilhjálnisgcin, DV, í Káupmaniiahöfri: Eftir að Mikhail Gorbatsjov lagði fram og útskýrði umbótastefhu sína fyrir miðstjóm sovéska kommúni- staflokksins í síðustu viku hefur verið mikið spáð í þau spil sem flokksleiðtoginn lagði á borðið. Fréttaskýrendur eru flestir á einu máli um að ræða Gor- batsjovs á miðstjómar- fundinum marki tímamót í stjómmálalífí Ráðstjórnar- ríkjanna. Leynilegar kosningar þykja lík- legar til þess að binda enda á „nomenaklatura“, en svo er hún kölluð valdastéttin, hinir fáu út- völdu sem sitja í æðstu embættum flokks eða ríkis. - Hitt þykir meiri spuming, hvort yfirlýðræðislegir stjómarhættir muni leiða til raun- verulegra umbóta í sovésku samfélagi. Einn þeirra sem halda að svo verði ekki, Sjoref Medvedev, fékk leyfi til að fara frá Sovétríkjunum 1973 og er nú búsettur í London. Hann hefúr skrifað nokkrar bækur um Sovétríkin og þessa dagana kemur út enn ein bók, sem Medvedev er höfundur að, en það er ævisaga Gorbatsjovs. Málgagn norska kommúnista- flokksins, Klassekampen (Stéttar- baráttan), birti skömmu eftir miðstjómarfúndinn, þar sem Gor- batsjov flutti ræðuna ofannefndu, viðtal við Medvedev. Þar lætur hann í ljósi efasemdir um lýðræð- isstefriu Gorbatsjovs og kallar hana yfirborðslega. Medvedev telur það jákvætt að í opinberri umræðu leyfðist nú orðið meiri gagnrýni en áður þekktist. En í heildinni mun sú umbótastefna, sem Gorbatsjov kynnti á miðstjómarfundinum í síðustu viku, ekki breyta miklu að mati Medvedevs. Ennþá er það stjómmála- nefhdin sem hefur töglin og hagldimíu- í sovésku samfélagi. - Umbætiu- og lýðræðislegar kosningar ná ekki til stjómmálanefndarinn- ar. Fyrir venjulega borgara verður því ekki svo auðveldlega komið auga á raunverulegar breytingar.“ „Það er vafasamt að maður, sem ekki er meðlimur í Flokknum, eigi nokkra möguleika á að komast til valda eða áhrifa hvað sem líður yfirlýsingum um aukið frjáls- lyndi,“ sagði Medvedev í viðtal- inu. „Umbætumar, sem keyrðar em í gegn, miða að því að opna so- véska samfélagið. Þetta er mið- stýrð umbótastefna sem ætlað er að gera sovéskum þegnum tilver- una spennuminni. Það er ólíklegt að það takist vegna þeirra vanda- mála sem þegnamir fást við og mæta á hverjum degi.“ Efhahagsástandið í Sovét- ríkjunum er alvarlegt. Landbúnaðurinn býr við viðvarandi ki-eppu. Iðnað- urinn er úreltur þungaiðn- aður. Neysluvörur komast seint og illa, eða jafnvel alls ekki, til neytenda og laun hafa ekki hækk- að,“ segir Medvedev í viðtalinu við norsku Stéttarbaráttuna. Þetta setur Gorbatsjov í alvar- lega klípu. Hann komst til valda með loforðum um snarar breyting- ar á efnahag og velferð Sovét- borgara. En árangurinn hefur látið á sér standa. Kerfið, eins og það er byggt upp, gefúr fáa kosti á breytingum til þess betra,“segir Medvedev. Við þessar aðstæður hvet- ur Gorbatsjov almenning til þess að gagnrýna það sem aflaga fer, hvort sem það er vöruskortur eða mistök embættismanna. Hann vill bæta ástandið með aukinni gagn- rýni. En vandamálið er kerfið sjálft. Það hindrar allar raun- verulegar breytingar með stífni sinni og stirðleika." „Það væri heimskulegt að neita því að Gorbatsjov vinnur að viss- um breytingum sem em til hins betra. En ég er þeirrar skoðunar að þessar breytingar séu aðeins á yfírborðinu á meðan ekki er tekið á hinum raunvemlega vanda sem er hinn vonlausi efnahagsbúskap- ur Sovétríkjanna. Til þess að breyta honum þarf átak sem hrista mundi grunnstoðir sovéska valda- kerfisins." Það háir sovésku samfélagi að þar finnst ekki and- rúmsloft sem vísindi og önnur fræði þurfa til þess að dafha. Sovétríkin stuðla að innflutningi á hátækni en það hrekkur ekki til. Nútíma- þjóðfélag er háð vísindum og þróun nýrrar tækni. í Sovétríkj- unum er ekki að finna þá hefð eða þann anda sem nauðsynlegur er fyrir brautryðjendastarf í vísind- um og fræðum. Og þótt vísinda- menn fái nú aukið frelsi til nýsköpunar og umræðu er alls óvíst hvort sama verði uppi á ten- ingnum í háskólum og öðrum menntastofnunum landsins." Það hefur verið bent á ann- að sem stendur sovésku samfélagi alvarlega fyrir þrifum," segir Medvedev. „Forsendan fyrir háþró- uðu efhahagslífi er aðgangur að upplýsingum. Á Vesturlöndum er unnt að tengja tölvuna við símann og fá aðgang að margvíslegum upplýsingum. í Sovétríkjunum hefur stjómmálanefndin einokun á upplýsingum og stýrir streymi þeirra. Það er óhugsandi að þessi einokun verði gefin eftir.“ Er Medvedev hreint ekki bjart- sýnn á umbótahorfúr í Sovétríkj- unum, ættlandi sínu. Biðraðir eru algeng sjón í Sovétríkjunum enda á stundum skortur á neysluvörum og segir Medvedev það eitt dæmið um hve ástandið í efnahagslífi í Sovétríkjunum sé alvarlegt. Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, boðaði á miðstjórnarfundi í flokknum i síðush. vik umbætur sem menn eru misjafnlega trúaðir á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.