Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. __________________________________DV Sjö hestar hverfa sporiaust í Öxarfirði: Eins og jörðin hafi gleypt þá - segir bóndinn á Þverá Fréttir Siglufjarðarmet: Spiluðu billjard í 34 tíma Guárumdnr Davíðaaan, DV, Sigiufiiðt Nýtt Sigluijarðarmet hefur verið sett í maraþonbilljard. Það voru þeir Óð- inn Rögnvaldsson og Símon Símonar- son sem settu metið á Knattborðsstof- unni. Þeir hófu keppni klukkan fjögur síðdegis á föstudegi og hættu ekki fyrr en klukkan tvö aðfaranótt sunnudags eftir 34 klukkustunda spilamennsku. Spilaðir voru 260 leikir. Óðinn vann 183 en Símon 77. Þetta er í annað sinn sem metið er bætt. Fyrsta metið var sólarhringur og annað metið 33 tímar. Er það hald manna að síðasta metið sé ekki ein- ungis Siglufjarðarmet heldur einnig íslandsmet. Nýtt hraðamet í flugi til Hafnar Júlia Imsland, DV, Höfiu Nýtt hraðamet í áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Homafjarðar var sett fyrr í vikunni. Það var Náttfari, Fok- kervél Flugleiða, sem var 42 mínútur til Hafhar. Flugstjóri var Guðmann Aðalsteinsson. Gamla metið, 43 mínútur, var sett í september 1983 af Sverri Þórólfssyni. Venjulegur flugtími milli Reykjavíkur og Hafhar er 1 klukkustund og 5 mín- útur. Akureyri: íþróttavöllur- inn að skemmast vegna klakans Jón G. Hauteson, DV, Akureyii „Það er mikið svell yfir aðalvellin- um. Það hefur verið frá því í nóvember og ég er hræddur um að illa fari taki ekki meiri klaka upp á næstunni," sagði Hreinn Óskarsson, vallarstjóri knattspymuvallar Akureyrar. Hreinn sagði enn fremur að menn hefðu jafhframt miklar áhyggjur af knattspymuvöllum KA og Þórs vegna mikils klaka á þeim. „Ég geri mér þrátt fyrir allt vonir um að fá eitthvert gras upp á aðalvell- inum í vor þar sem mikið er af einæru grasi á vellinum," sagði Hreinn. „Einæra grasið er raunar ástæðan fyrir því hve seint á sumrin er byrjað að spila á vellinum en nú kemur það sér vel,“ sagði Hreinn Þorrinn biótaður í Sindrabæ Júlia tnsland, DV, Höfri; Homfirðingar blótuðu þorrann í Sindrabæ síðustu helgina í janúar. Þátttökuskilyrði voru að vera orðinn 18 ára og hafa lögheimili á Höfii. Skemmtu menn sér vel fram eftir nóttu og sumir lengur. Framundan em svo þorrablót í sveit- um og þá er brottfluttum sveitamönn- um boðin þátttaka. Krakkamir í gagnfræðaskólanum em með þorra- blót í skólanum og á Hótel Höfn fyrir gamla fólkið. Höfri, Homafirði: Góð veiði JúKa frnsland, DV, Hcftu Veiði hefur verið nokkuð góð hjá Homafj arðarbátum að undanfömu. Nítján bátar em komnir til veiða, sjö em á línu, sex á netum , þrír á trolli og tveir á handfærum. Afli þessara báta í síðustu viku var 301 tonn. Þá landaði togarinn Þórhallur Daníelsson um síðustu helgi 119 tonn- um eftir sex daga veiðiferð. Aflinn var aðallega þorskur. „Það er engu líkara en þyngdar- lögmálið hafi upphafist og hestamir svifið á braut eða þá að jörðin hafi gleypt þá. Aðra skýringu kann ég ekki á hvarfi þeirra," sagði Kristján Benediktsson, bóndi á Þverá í Öxar- firði, sem týndi sjö hestum fyrir rúmum mánuði. Kristján hefur leit- að þeirra um mestalla N-Þingeyjar- sýslu úr lofti jafiit sem af landi, en án árangurs. „Þetta vom allt heimakærir hestar og ég gaf þeim hér í túninu hjá bæn- um. Allt í einu vom þeir svo horfhir. Þetta er tilfinnanlegt tjón því hestar em dýrir í dag. Þetta vom þrír góð- ir reiðhestar, tvær hryssur, vel bamvanar og tvö trippi." - Hestaþjófar? „Ég á nú bágt með að trúa því. En aldrei skyldi maður segja aldrei. Guðmundur Davíðssan, DV, Sigiifirði; Mestum afla árið 1986 var landað á Siglufirði, um 164 þúsund tonnum. Sigluljarðarhöfri, sem hýsti hér áður fyrr yfir 90 síldveiðibáta, hefur nú ekki viðlegupláss fyrir nema u.þ.b. sex loðnubáta. I haust sem leið lágu níu loðnubátar í höfhinni vegna brælu. Þá þurftu að liggja úti í firði einn af togurum Sigl- firðinga, eitt flutningaskip er var að lesta mjöl og einn loðnubátur. Loðnuskipstjórar em mjög óánægðir með aðstöðuleysið i höfhinni og segja Þeir hestaþjófar hafa þá þurft að vera vel útbúnir því það er ekkert smáverk að flytja sjö hesta á braut. Að auki vom þeir styggir," sagði Kristján bóndi á Þverá. -EIR að óbreytt ástand muni hafa áhrif á val þeirra á löndunarhöfh. Á fjárlögum ársins 1986 var varið 400.000 krónum til viðhalds og end- umýjunar á höfhinni. Þó hljóta Sigl- firðingar að hafa notið velvilja fjárveitinganefndar Alþingis því form- aður hennar er einn af þingmönnum kjördæmisins. Loks má geta þess að samkvæmt heimildum í Frjálsri verslun var hagn- aður af síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði á árinu 1986 rúmar 126 millj- ónir króna. Á meðfylgjandi mynd má sjá þátttakendur í reykköfunaræfingunni. DV-mynd Ómar Reykköfun æfð í Eyjum Ómar Garðarssan, DV, Vestmaimaeyjum; Slökkvilið Vestmannaeyja hélt reykk- öfunaræfingu fyrir skömmu. Gamalt hús, sem rifið verður á næstunni, var notað til æfingarinnar. Var húsið fyllt af moði, byrgt fyrir alla glugga og síð- an kveikt í. Æfingin stóð allan daginn og voru menn æfðir í því að venjast erfiðum skilyrðum og leita innan dyra. Blaðamenn fengu að spreyta sig og kynntust þeir því svo sannarlega að það er enginn leikur að fara inn í hús sem er fullt af reyk. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við höfnina í Ólafsvík á næstunni. Ólafsvík: Níu milljónir í höfriina Slguiján Egflsaan, DV, Ólafevík: Miklar hafnarframkvæmdir verða í Ólafsvík í ár. Við afgreiðslu fjárlaga var ákveðið að til Olafevíkurhafnar færu 9 milljónir króna. Auk þess koma tæpar tvær milljónir frá Hafiiabótasjóði. Mest verður varið til fi-amkvæmda í innhöfiiinni, eða alls um níu milljónir. Verður það fé notað til að sprengja fyrir nýju stál- þili við Norðurtanga. Þilið verður 165 metra langt. Mun það síðan verða sett niður á árinu 1988. Við þessar framkvæmdir mun aðstaða í höfiiinni batna til stórra muna, eins og nærri má geta. Auk þessara fram- kvæmda verður hafin vinna við landbrotavamir við Ennisbakka, en það er orðið mjög áríðandi verkefni. Þá verður og hafist handa við land- brot og landvinninga frá Suðurtanga að Klifi. Á Norðurtanga við væntan- legt stálþil er fyrirhugað að byggja allt að 100 metra langt vöru- og geymsluhús. Þar er fyrirhugað að hafa ís- og saltgeymslu, frysti- geymslu og vöruskemmu. Þannig að ljóst er að á næstu tveimur til þrem- ur árum mun Ólafsvíkurhöfn taka miklum stakkaskiptum. Sjomennskan er áhættusamasta atvinnugreinin - um 300 bótaskyld slys á sjó áriega Hjá þjóð, sem á allt sitt undir sjáv- arfangi, hlýtur umræðan um örygg- ismál sjómanna að vera eilíf. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að mikið hafi verið gert til að auka öryggi sjómanna er slysatíðni á sjó óhugn- anlega há hér á landi, mun hærri en hjá sjómönnum í Noregi. Á það hefur oftar en einu sinni verið bent að íslenskir sjómenn vinni við versta sjólag í heiminum. Margir teíja það höfuðorsök hinnar miklu slysatíðni. í skýrslu sem Siglingamálastofmm gaf út um ráðstefrm sem haldin var árið 1984 um öryggismál sjómanna er að finna ítarlegar upplýsingar um allt sem viðkemur þessum málum. Þar kemur til að mynda fram að bótaskyld slys á sjó, sem tilkynnt eru Tryggingastofnun ríkisins, eru að meðaltali um 300 á ári. Óg þegar þessi tala er nefiid ber að gæta þess að sjómenn á íslenskum fiskiskipum eru aðeins á milli 6 og 7 þúsund. Ef borið er saman við önnur slys, sem tilkynnt eru Tryggingastofiiun, voru alls 7647 slys, sem leiddu til þess að fólk varð óvinnufært, tilkynnt stofii- uninni á árunum 1976 til 1980. Af þessum fjölda höfðu 1557 átt sér stað á sjó, eða 22%. Ástandið hefur batnað Á árunum 1964 til 1983 fórust 365 sjómenn, ýmist á hafi úti eða í höfh- um. Þetta þýðir að 18 sjómenn fórust að jafhaði á ári. Ef þessu 20 ára tíma- bih er skipt í tvennt kemur í ljós að ástandið var mun betra á árunum 1974 til 1983 sem bendir til þess að ástandið í öiyggismálum sjómanna hafi batnað. Að meðaltali fórust 21 til 22 menn á ári fyrra tímabilið, þar af 10-11 við skiptapa. Á síðara tíma- bilinu fórust að jafnaði 14 til 15 sjómenn á ári, þar af 7-8 við skiptapa. Á fyrra tímabilinu, eða réttara sagt frá 1966 til 1973, stun- duðu að meðaltali 4.700 manns sjómennsku á fiskiskipum og á mifll 700 og 800 á öðrum skipum. A síðara tímabilinu stunduðu 5.600 manns sjó á fiskiskipum en á milli 1.000-1.200 á öðrum skipum. Þá kemur í ljós að hótaskyld sfys á sjómönnum eru mun tíðari á skip- um sem eru stærri en 100 brúttólestir en á skipum undir þeirri stærð. Af 2550 bótaskyldum sfysum urðu 2022 á stærri skipum en 100 lesta en 532 á minni skipum. Að lokum má geta þess að samkvæmt skýrslu Vinnueft- irlits ríkisins urðu dauðasfys í öllum öðrum atvinnugreinum landsmanna, að landbúnaði undanskyldum, á ár- unum 1970 til 1981 samtak 40 eða að meðaitali 3-4 á árí. Á sama tíma- bili urðu 220 dauðaslys á sjó eða 18-19 að meðaltali á ári. Ársverk á sjó á þessu tímabili eru talin hafa verið 5,5% af heildarársverkum þjóðarinnar. -S.dór Siglufjörður: Methöfri í niðurníðslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.