Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Qupperneq 8
'8
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987.
Utlönd
Fréttin um að Terry Waite, sendimaður ensku biskupakirkjunnar, hafi verið
skotinn á flótta frá mannræningjunum er sögð staöhæfulaus.
Simamynd Reuter
Umsjón:
Guömundur Pétursson og
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir
Frétt um
flótta Waites
sogð röng
Foringi í þjóðvarðliðinu í Líbanon
segir fréttina um að samningamaður-
inn Terry Waite hafi særst á flótta frá
mannræningjum í Beirút ekki hafa við
nein rök að styðjast en hún birtist í
vestur-þýsku dagblaði.
Foringinn kvað einnig þann orðróm
um að sést hafi til Waite fótgangandi
nálægt flugvellinum í Beirút stað-
hæfúlausan. Sagði hann mannræn-
ingjana ekki fara með Waite í
göngutúr þó veðrið væri gott. Waite
væri einnig allt of skynsamur til þess
að reyna að flýja og auk þess gæti
hann það ekki.
Nokkrir þeirra gísla sem hefur verið
sleppt eftir nokkra mánuði í haldi
hafa greint frá því að þeir hafi verið
hafðir í litlu herbergi og aðeins verið
í nærfötum. í hvert skipti sem mann-
ræningjamir hafi komið inn í herberg-
ið hafi verið bundið fyrir augu þeirra.
Waite hvarf í vesturhiuta Beirút
þann 20.janúar er hann hélt til síðasta
fundar við mannræningjana, að því
er hann sjálfúr hélt.
Á miðvikudaginn greindi foringinn
í þjóðvarðliðinu frá því að Waite hafi
verið rænt af aðilum sem voru óán-
ægðir með óuppfyllt loforð sem þeir
héldu fram að Waite hefði gefið þeim
varðandi sautján arabíska fanga í
Kuwait. í gær sagði múslímskur lækn-
ir, sem verið hefur milligöngumaður
Waites og mannræningjanna, að hann
hefði engar nýjar fréttir að færa af
sendimanni ensku biskupakirkjunnar.
f gær vörpuðu ísraelskar stríðsflug-
vélar yfir hundrað blysum yfir hafiiar-
borgina Sídon í Líbanon. Ekki var
ljóst hvort þessi aðgerð var í tengslum
við gíslamáhð en fréttir af henni bár-
ust samtímis fregnum frá Washington
um að yfir tylft bandarískra herskipa
lægju fyrir utan strendur Líbanon. f
Tel Aviv kvaðst vamarmálaráðherra
ísraels, Yitzhak Rabin, efast um að
Bandaríkin myndu gera árás til þess
að frelsa gíslana þar sem ekki væri
vitað hvar þeir væm.
Nemendur svelta
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmaimahofn:
Borgarstjóm Óðinsvéa á Fjóni
hefúr séð sig tilneydda til að gefa
fimm hundmð og þrjátíu nemendum
ókeypis mat að borða í skólanum.
Ástæðan er ekki aðeins vannæring
heldur hreint og beint hungur, segir
skólastjóri eins skólans í Óðinsvé-
um. Nemendumir em vannærðir,
fölir og með dökka bauga undir aug-
unum. Það em böm hér í skólanum
sem hvorki fá morgunmat né nesti
í skólann né kvöldmat.
Borgarráðsmeðlimir vom slegnir
að.heyra skýrslu þá þar sem upplýs-
ingar þessar komu fram og veittu
strax 1,3 milljónir danskra króna til
matargjafa. Hefst matargjöfin strax
í þeim skólum þar sem ástandið er
alvarlegast og er reiknað með að
fleiri skólar fylgi í kjölfarið.
Segir einn kennari að hungrið lýsi
sér á átakanlegan hátt þegar nem-
endur í matreiðslu hreinlega kasti
sér yfir matinn áður en hann er fullt-
ilreiddur. „Þau borða matinn
hráan,“ segir kennarinn.
Klappað
á þingi
ífyrsta
skipti
Gunnlaugur A J&iæon, DV, Lundú
Það var söguleg stund í sænska
þinginu nú á dögunum. f fyrsta
skipti í sögu þingsins klöppuðu
þingmenn fyrir ræðumanni.
Vom það þingmenn jafiiaðar-
mannaflokksins sem klöppuðu er
Ingvar Carlsson forsætisráðherra
sagði að borgaralegu flokkamir
stæðu sig ágætlega í stjómarand-
stöðu en hefðu sýnt að þeir væm
óhæfir til að stjóma. Jafnaðar-
mannaflokkurinn væri hins vegar
ekki sérstaklega snjall í stjómar-
andstöðu en góður í stjóm og nú
virtist sem báðar fylkingaraar
hefðu fundið sitt rétta hlutverk og
þá famaðist Svíþjóð vel.
Ingemund Bengtsson þingforseti
skýrði nýlega frá því í blaðaviðtali
að þingmönnum væri leyfilegt að
klappa. Og þetta var sem sé í fyrsta
skipti sem þingmenn notfærðu sér
það. Síðar undir umræðunum á
þingi reyndu þingmenn stjómar-
andstöðunnar einnig að klappa
fyrir sínum mönnum en reyndust
ekki eins samtaka og þingmenn
jafinaðarmanna.
Flóð í Perú
Úrhellisrigningar að undanfömu I Perú hafa valdið bœöi flóðum og skriðuföllum með miklum búsHjum fyrir fbúa úti á landsbyggðinni. Á myndinnl hér
sjást björgunarmenn bjarga liki eins ibúa bæjarins Vella Rica, sem varð fyrir aurskriðu um mánaöamótin. Um átta þúsund misstu þar heimili sin. Hundrað
lík vorn grafin upp en 150 manns var saknað Ul viðbótar.
Sfmamynd Reuter