Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Side 10
10
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987.
Utlönd
Jackson tilbúinn
Nýlega birtist stór litmynd af Jesse
Jackson á forsíðu dagblaðs eins í
Des Moines í Iowa þar sem hann var
að mjólka kú. Enn hefúr presturinn
og mannréttindabaráttumaðurinn
ekki verið útnefndur sem frambjóð-
andi demókrata í næstu forsetakosn-
ingum en hann er greinilega tilbúinn
í slaginn.
1 ræðum sínum skírskotar hann til
fátækra og valdalausra og til sam-
visku þeirra sem einhvers mega sín.
Níutíu mínútna ræðu, er hann flutti
í aðalstöðvum mannréttindasamtak-
anna í Chicago, var útvarpað þar í
borg og einnig í Des Moines i Iowa.
Mælikvarði á vinsældir
Það var svo sem engin tilviljun að
ræðunni skyldi útvarpað í Iowa þar
sem fylkið gegnir lykilhlutverki í
sambandi við forsetakosningamar.
Þó það sé ár í flokksstefnu demó-
krata í Iowa, sem hefur verið góður
mælikvarði á vinsældir frambjóð-
endaefna, er Jackson þegar lagður
af stað þangað. Þar hyggst hann
dvelja á bóndabæ og ætlar hann á
fund umboðsmanna flokksins.
Fyrir fjórum árum, þegar Jackson
varð að lúta í lægra haldi fyrir Walt-
er Mondale sem frambjóðandi
demókrata, myndaði hann „regn-
bogann". Voru það samtök svartra
og hvítra stuðningsmanna hans,
bæði karl- og kvenkyns. Fullyrðir
Jackson að þau samtök séu enn á
lífi. Árið 1984 hlaut hann 3,5 milljón-
ir atkvæða í forkosningum og voru
það aðallega blökkumenn sem
greiddu honum atkvæði sitt. Nú
þykist hann sannfærður um að at-
kvæðin nægi til útnefningar.
Opinberlega er Jackson ekki orð-
inn frambjóðandi ennþá. Hann
segist bjóða sig fram ef fjölskyldan
hafi ekkert á móti því og gerir hann
Jesse Jackson er snemma á fcrðinni að þessu sinni. Hann er þegar farinn að vekja á sér athygli þó svo að frambjóðandi demókrata til forsetaembættisins
í Bandaríkjunum verði ekki valinn fyrr en að ári.
ekki ráð fyrir því að svo verði.
Kveðst Jackson munu greina frá
ákvörðun sinni eftir borgarstjóra-
kosningamar í Chicago í apríl. Hann
hefúr beitt sér fyrir endurkjöri Har-
olds Washington, fyrsta blökku-
mannsins í embætti borgarstjóra í
Chicago.
Kynþáttaóeirðir
En það fór ekki fram hjá þeim sem
komu til að hlýða á ræðu Jacksons
í Chicago hvaða málefni hann leggur
áherslu á. Segist hann skynja hættu
í landinu og átti hann þá við nýaf-
staðnar kynþóttaóeirðir. í New York
réðst hópur hvítra ungmenna á
blökkumenn og í Georgíu var ráðist
á göngumenn úr mannréttindasam-
tökum. Voru þar einnig hvítir að
verki.
Telur Jackson að kynþóttaóeirðir
þessar stafi af aukinni fátækt meðal
þeirra er teljast til millistéttar: „Á
sjö árum fjölgaði Reagan atvinnu-
tækifærum um 10,3 milljónir. Fyrir
helming þeirra eru greiddir minna
en tíu þúsund dollarar á ári í laun.“
„Látið ekki staðar numið við kyn-
þáttaóeirðimar. Ásakið Hvíta húsið
og samsteypubtjálæðingana“, er
boðskapur prédikarans.
í kosningaslaginn
Fianna Fail spáð
sigri á S-íriandi
Aðeins ári eftir stofnun hins nýja
flokks framsóknar-demókrata (pro-
gressiv democrats) í írska lýðveldinu
á suðurhluta eyjunnar grænu stend-
ur Desmond O’Malley upp úr sem
vinsælasti stjómmálamaður Suður-
írlands. Þykir flest benda til þess að
hann og flokkur hans komist í odda-
aðstöðu til stjómarmyndunar upp
úr þingkosningunum núna þann 17.
febrúar.
Stefndu að því að komast út
úr gamla farveginum
Á 48 ára afinælisdegi sínum á dög-
unum, sem O’Malley notaði til þess
að kunngera kosningastefnu flokks
síns, sagði hann meðal annars: „Eitt
meginmarkmiðið með stofiiun
flokksins hafði verið að brjóta upp
það mót sem írsk stjómmál hafa
verið steypt síðan í klofningi borg-
arastríðsins. í dag er enginn í vafa
um að við höfum þegar náð því.“
Gömlu flokkarnir byggja á 65
ára gömlu baráttumáli
í sextíu og fimm ár hefur borið
hæst í stjómmálum S-írlands tvo
miðflokka sem urðu til í klofningu
í afstöðunni til sjálfetæðiskilmál-
anna þegar Bretar veittu S-Irlandi
sjálfstæði 1922. - Land og þjóð var
klofin í bitrum ágreiningi og háð var
árlangt borgarastríð og er naumast
yfir gróið síðan, enda blasa örin víða
við. Flokksböndin em fléttuð allt
aftur til þessara daga og enn er spurt
í dag að því með hvorum afi þinn
hafi barist í borgarastriðinu.
Aðalstjómmálaflokkar írlands
vom stofiiaðir upp úr þeim átökum.
Hinn lýðveldissinnaðri Fianna Fail-
flokkur var andsnúnari sjálfetæðis-
samningnum 1922 vegna þess að
hann klauf landið í tvö ríki og hélt
írska fríríkinu enn undir hásæti
Bretakonungs. Aftur á móti sætti
Fine Gael sig vel samninginn og tók
við stjóm hins nýsjálfetæða ríkis.
Liðu tíu ár áður en flokkurinn tap-
aði kosningu.
Haughey og Fianna Fail spáö
sigri
Ut úr þessu pólitíska einstigi
reyndi O’Malley að komast þegar
hann klauf sig frá Fianna Fail-
flokknum vegna ósættanlegs ágrein-
ings við flokksleiðtogann, Charles
Haughey.
Niðurstöður allra skoðanakann-
ana að undanfömu hníga að því að
Fianna Fail-flokkur Haugheys verði
yfirgnæfandi sigurvegari kosning-
anna 17. febrúar, sem boðað var til
eftir að fjórir ráðherrar verka-
mannaflokksins í samsteypustjóm
Garrets Fitzgeralds og Fine Gael-
flokksins sögðu af sér vegna fyrir-
hugaðs niðurskurðar á ríkisútgjöld-
um.
Þegar þing var rofið hafði Fianna
Fail sjötíu þingfulltrúa, Fine Gael
sjötíu og níu og verkamannaflokk-
urinn fjórtán, en framsóknar-demó-
kratar fimm. Óháðir höfðu fimm,
verkalýðsflokkurinn fimm og eitt
þingsæti var óskipað. (Alls 166 þing-
fulltrúar.)
O’Malley með mest persónu-
fyigi
Fyrstu skoðanakannanir gefa til
kynna að O’Malley njóti mests per-
sónufylgis og meirihluti kjósenda
vilji helst sjá hann í forsætisráð-
herrastólnum. Annars er mjór
munur á honum og Haughey og Fitz-
gerald, sem koma fast á hæla honum.
- O’Malley gerir sér vonir um að
Við háskóla hinnar heilögu þrenningar í Dublin, höfuðborg írska lýðveldis-
ins þar sem pólitísk afstaða getur enn I dag miðast við hvorum afi þinn
barðist með í borgarastríðinu 1922.
flokkur hans fái fimmtán þingmenn
kjöma, en eins og er hefúr hann fjóra
liðhlaupa úr þingflokki Fianna Fail
og einn úr Fine Gael. Verði honum
að þeirri ósk sinni er líklegt að hann
hnupli sigrinum frá Haughey, því
að í kosningum í írska lýðveldinu
þykir fjögurra þingsæta meirihluti
yfirburðasigur.
Fari svo er viðbúið að hrossakauj>
in eftir kosningar til stjómarsam-
bræðings verði jafnvel enn meira
spennandi en sjálfar kosningamar.
Kosningabaráttan hefur til þessa
verið í daufara lagi og málflutningur
beggja stærstu flokkanna sam-
hljóma í því að efnahagslífið sé í
ólestri og þörf sé úrbóta þar á.