Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987.
IMönd
Skipan Bakers mælist vel
Ólafur Amarson, DV, New York:
Skipan Howards Baker í embætti
starfsmannastjóra Hvíta hússins kom
nokkuð á óvart. Baker hafði áður ver-
ið orðaður við forstjóraembætti leyni-
þjónustunnar en hann hafði hafnað
því boði. Því töldu menn ekki að hann
væri líklegur í embætti starfsmánna-
stjóra.
Skipan hans hefur þó verið fagnað
bæði meðal repúblikana og demó-
krata. Þykir hún vísbending um að
Reagan sé alvara í því að fara eftir
ábendingum Towernefndarinnar.
Howard Baker er 61 árs, fyrrum öld-
ungadeildarþingmaður frá Tennessee,
Ronald Reagan Bandarikjaforseti ásamt Howard Baker, hinum nýja starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mynd þessi
var tekin i januar 1984. Simamynd Reuter
Sviösljósinu er beint aö kabarettum bæjarins og atriði úr þeim sýnd.
Skemmtikraftar sýna listir sínar í sjónvarpssal Stöðvar 2
Laddi
Haraldur Sigurðsson
Eggert Þorleifsson
Ómar Ragnarsson
Þuríður Sigurðardóttir
Ragnar Bjarnason
Hermann Gunnarsson
Björgvin Halldórsson
Eiríkur Hauksson
Eyjólfur Kristjánsson
Sigríður Beinteinsdóttir
Sif Ragnhildardóttir
Sverrir Stormsker
Egill Ólafsson
Rauðir Fletir
Baldur Brjánsson
Gísli Rúnar
Egill Eðvarðsson
o.fl. o.fl.
í SVWSUÓSI" SIÖD 2-MÁNUDAG KL.20:I5
//
fyrir
þar sem hann sat í átján ár. Baker var
leiðtogi meirihluta repúblikana í öld-
ungadeild fyrra kjörtímabil Reagans.
Howard Baker þykir hófsamur maður,
hann er maður málamiðlana. Hann
er þekktur fyrir að vera trúr ríkjandi
forseta hvar í flokki sem hann hefur
verið. Sem leiðtogi repúblikana í öld-
ungadeild átti Baker mikinn þátt í að
koma stefnumálum Reagans í gegnum
þingið þótt hann væri ósammála for-
setanum um mörg þeirra.
Baker vakti fyrst athygli árið 1973
í Watergateyfirheyrslum í þinginu.
Það var Baker sem spurði hinnar
frægu spumingar„Hvað vissi forsetinn
og hvenær vissi hann það?“. Baker
átti lengi sæti í utanríkisnefhd öld-
ungadeildar bandaríska þingsins og
telja menn að það sé ljóst að Baker
hafi það fram yfir Regan, fyrrverandi
starfsmannastjóra, að hann hefur góða
og yfirgripsmikla þekkingu á utanrík-
ismálum. Einnig hefur Baker mjög
gott samband við þingmenn beggja
flokka. Donald Regan átti í hinum
mestu erfiðleikum með að umgangast
þingmenn yfirleitt.
THC WHITK HOUII
fabruary 77, I9H7
D*»r Mr. I'irsldrnl l
1 b»rrby imlqn «r. Chirl <»l fU.nll lr, l hn l'rmlilrnl »f Ihr
llnll.d Sl«lr».
Kraprcllully your»,
llonald T. H«i«n
Chlcf »1 r.lall 1» *h<-
Thr ITealdrnt
Thr Whltn Houii<>
Ha»hin<)ton, ll.C', /U',00
Uppsagnarbréf Donalds Regan til
Bandarikjaforseta. Simamynd Reuter
Eskimóahundar
í helgan stein
Síðustu eskimóahundamir, sem ver-
ið hafa í þjónustu á Suðurskauts-
landinu, em nú á leið til Bandaríkj-
anna þar sem þeir munu setjast í
helgan stein.
Fjöldi eskimóahunda hefur verið í
þjónustu vísindamanna á Suður-
skautslandinu frá því árið 1957 og em
þessir fjórtán þeir síðustu sem gegna
þeim störfum. Þeir þykja nú óþarfir
eftir að farið var að taka í notkun
vélsleða og stóð til að lífláta hundana. -
Þeim stendur nú hins vegar til boða
að dveljast á útivistarsvæði í Minne-
sota í Bandaríkjunum þar sem
hundrað aðrir eskimóahundar bíða
þeirra.
Þunglyndi
er arfgengt
Ólafur Amaison, DV, New Yorlc
Vísindamenn hafa í fyrsta skipti
sannað að í sumum tilfellum þung-
lyndis er um arfgengan sjúkdóm að
ræða. Enginn veit enn hversu nota-
drjúg þessi uppgötvun mun verða en
vonast er til að hún verði til þess að
auka nákvæmni við sjúkdómsgrein-
ingu og auðvelda meðferð.
Eldri rannsóknir hafa bent mjög til
þess að geðveiki kunni að vera arfgeng
en með þessum rannsóknum er í fyrsta
sinn sýnt fram á sönnun þess þar sem
sjúkdómurinn er rakinn til sérstaks
hluta litninganna. I tímaritsgrein segir
að sjúku genin, sem valda veikleika
gegn þunglyndi, hafi fundist á litningi
númer ellefu.
Þetta fannst eftir langtímarann-
sóknir á stórum fjölskyldum Amisfólks
í Pennsylvaníu i Bandaríkjunum.