Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987.
11
Utlönd
Abdallah fékk
lífstíðardóm
„AUir þorpsbúar eru miður sín eftir
dóminn yfir Georges. Við höfðum búist
við því að Frakkamir mundu sýna
meiri mildi,“ sagði þorpspresturinn í
Kabbayat í Norður-Líbanon, en það
er heimabær Georges Abdallah, sem
dæmdur var í París um helgina í lífs-
tíðarfangelsi íyrir hans hlutdeild í
pólitískum morðum tveggja dipló-
mata.
Má vera að frönsku dómendunum
hafi ekki fundist hryðjuverkamenn-
imir frá Líbanon sýna sínum vopn-
lausu fórnardýrum neina mildi á
sínum tima. - Allir sjö voru sammála
um refsinguna þótt sækjandinn hefði
ekki krafist meiri refsingar en innan
við tíu ára fangelsi.
Teikning úr réttarsalnum þar sem Abdallah (sá skeggjaði 2. frá hægri) var dæmdur i lífstíðarfangelsi fyrir hlutdeild í
pólitískum morðum. Simamynd Reuter
Shuttz til Kreml
Það þykir líklegt að George Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sem staddur er í opinberri heimsókn í
Kína, haldi senn til Moskvu til við-
ræðna við Kremlveija eftir tillögur
Gorbatsjovs á laugardaginn um sér-
viðræður varðandi meðaldrægar eld-
í viöræður um vopnatakmarkanir
flaugar þar sem geimvamaáætlunin
væri ekki dregin inn í.
Þar vakti Gorbatsjov upp tillögu
Reagans frá því á Reykjavíkurfundin-
um en upp úr honum slitnaði þegar
Rússar tóku ekki í mál að semja um
vopnatakmarkanir nema að semja um
málið í heild og þá einnig geimvamaá-
ætlunina.
Hugmynd Gorbatsjovs felur í sér að
bönnuð verði meðaldræg flugskeyti í
Evrópu og verður hún lögð formlega
fram í viðræðunum í Genf í dag.
Ekkja Presleys
eignaðist son
Priscilla Presley, hin 42ja ára
gamla ekkja rokkkóngsins Elvis
Presley og ein af leikstjömunum í
„Dallas“-sjónvarpsþáttunum,
eignaðist í gærdag son. Faðirinn
er Marco Garibaldi (31 árs), hand-
ritahöfundur og leikstjóri.
Átján ára dóttir hennar og Elvis
heimsótti Priscillu og hinn ný-
fædda svein á sængina i gær en
hann á að heita Navarone Ant-
hony Garibaldi. Vom þau bæði
sögð við bestu líðan.
Móðirin mun snúa strax aftur til
starfa við Dallas-þættina þegar
tökur þeirra hefjast aftur í apríl
að liðnu nokkm hléi.
Sjö manna dómur dæmdi líbanska hryðjuverkamanninn Georges Ibrahim
Abdallah (t.h. á myndinni hér) í ævilangt fangelsi. Fyrir framan hann situr
verjandi hans. Simamynd Reuter
Stoltenberg líklegasti
eftivmaður Fiydenlunds
PáD Viltjálmsson, DV, Osló:
George Shultz utanrikisráðherra skálar hér við hinn kínverska starfs-
bróður sinn, Wu Xueqian, í veislu sem haldin var Shultz til heiðurs t Peking
í gær en þar er bandariski utanríkisráðherrann í opinberri heimsókn þessa
dagana. - Horfur þykja á því að Shultz haldi fljótlega til Moskvu til við-
ræðna um nýjustu tillögur Gorbatsjovs í vopnatakmörkunarumræðunni.
Simamynd Reuter
Næstkomandi mánudag mun Gro
Harlem Brimdtland, forsætisráðherra
Noregs, útnefha nýjan utanríkisráð-
herra í stað Knuts Frydenlund.
Líklegasti eftirmaður Frydenlunds er
Thorvald Stoltenberg sem var varnar-
málaráðherra 1979-81.
Á föstudaginn verður Frv’denlund
jarðsettur á vegum ríkisins og ákvað
forsætisráðherrann að eftirmaður
Fiydenlunds vrði ekki útnefndur f>Tr
en eftir jarðarförina.
Ríkisstjóm Verkamannaflokksins er
í minnihluta á þingi og verður því að
velja utanríkisráðherra sem stjórnar-
andstaðan getur sætt sig við. Thorvald
Stoltenberg var náinn vinur Knuts
Frydenlund og hlvnntur aðild Noregs
að Nato en jafnframt talsmaður af-
vopnunar og slökunarstefnu.
Þeir kröfuhörðustu velja
AUDWUNE
í bílinn
Enn og aftur getur
Sjónvarpsmiðstöðin boðið
ótrúlega lágt verð vegna
mjög hagstæðra samninga
við verksmiðj ur. —
SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN
AL 500 - 3 bylgjur. Urvals tæki kr. 15.250,-
AL 410,
3 bylgjur,
kr. 7.810,-
AL 333 - 3 bylgjur, kassetta.
Mest selda Audiolinetækið.
Verð kr. 5.650,-
AL 332 -
2 bylgjur, kassetta.
Vandað tæki.
Verð kr. 4.860,-
Síðumúla 2 — sími 39090
og nýtt 689090.