Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 30
46 MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. Dægradvöl Tölvunarfræðingur, túlkur, tannlæknir ... Sálfræðingarnir Sölvína Konráðs og Ágústa Gunnarsdóttir eru þær fyrstu sem koma heim með sérnám í starfsráð- gjöf. Starf, áhugi og hæfileikar Texti: Dröfn Hreiðarsdóttir DV-myndir: Brynjar Gauti og Sveinn Hverjir eru hæfileikar mínir og hvernig get ég nýtt mér þá í starfi og: leik sjálfum mér og öðrum til gagns og gamans? Þessari spurningu veltum við flest fyrir okkur oftar en einu sinni á ævinni og eigum oft fullt í fangi með að finna viðunandi svar. Það þvkir nýnæmi hér á landi að veitt sé sérstök ráðgjöf í vali á starfi en til þess gefst m.a. kostur um þess- ar mundir í Tómstundaskólanum. Það eru þær Sölvína Konráðs og Ágústa Gunnarsdóttir sem eru leið- beinendur á þessu námskeiði og eru þær báðar sálfræðingar að mennt. Spurning lífsins Áður fyrr gekk starfsvalið einfald- ar fyrir sig, sögðu sálfræðingarnir, hefðir réðu miklu og starfsgreinar voru fáar og val manna sáralítið oft á tíðum. í fornum menningarsamfélögum má sjá fyrirmyndir að notkun sál- fræðiprófa við ráðningar á fólki og í Kína tíðkaðist slíkt einum 2000 árum f. Kr. þegar valdir voru emb- ættismenn fyrir ríkið. Sjálfur Sókra- tes kvað starfsvalið vera spurningu lífsins. Mikilvægt að vanda valið Þær Sölvína og Ágústa lögðu stund á starfsráðgjöf sem sérnám með sál- fræðinni úti í Minnesota í Banda- ríkjunum og eru þær fyrstu sem koma heim með þessa menntun. Þær sögðu vinnuheim fólks í dag vera orðinn mun flóknari. sérhæfing er meiri en áður var og ný störf hafa orðið til. Þetta gerir það að verkum að mun erfiðara er orðið fyrir fólk að taka ákvörðun um nám eða starf við hæfi. Oft er val á menntun og starfi mjög svo handahófskennt í stað þess að fólk gangi úr skugga um hvert áhugasvið þess sé en valið kemur til með að hafa áhrif á allt líf manns. Ánægja í starfi gerir lífið í heild mun ánægjulegra og að sama skapi getur óánægja í starfi hæglega leitt til vandamála á vinnustað og í einka- lífi fólks. Það er því mikilvægt að vanda valið og er það á við góða fjárfest- ingu, ekki bara fjárhagslega séð heldur einnig tilfinningalega. Ágústa og Sölvína lögðu áherslu á að það að fá ráðgjöf í starfsvali stæði öllum til boða og væri alls ekki merki um að viðkomandi væri í meiri hátt- ar sálarflækju. Stærsti hópurinn er fólk sem stend- ur á tímamótum í lífi sínu og þarf að velja á milli hinna ýmsu mögu- leika og taka ákvörðun fyrr en seinna sem oft reynist flóknara en ætla skyldi. Brauðstrit eða ánægja Aðspurðar um ástandið hérlendis í þessum efnum sögðu þær íslendinga jafnan hafa tilhneigingu til að hella sér út í vinnu til þess eins að afla sem mestra peninga og hugsa þá lítið um þá ánægju sem hægt er að fá út úr vinnunni. Það vill oft gleymast að við eyðum í raun og veru mjög stór- um hluta lífs okkar á vinnustaðnum og að það eru einmitt vinnufélagarn- ir sem oft verða okkar bestu vinir. Valið hefst snemma Strax í 9. bekk verða krakkar að taka mikilvægar ákvarðanir sem hafa áhrif á framtíð þeirra. Nokkuð algengt er að krakkarnir geri sér ekki grein fyrir öllum þeim mögu- leikum í starfi og framhaldsnámi sem bjóðast að skyldu lokinni og fylgja jafnvel frekar tískusveiflum eða vin- um. Hafi þeir ekki rambað á rétt val, sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika, lýsir það sér oft í því að þeim gengur illa, verða óá- nægðir með sjálfa sig og missa jafnvel trúna á sjálfum sér. Fullorðna fólkið er sjálft oft í hinni mestu klípu varðandi valið og fjöl- margir eyða mörgum árum í að prófa sig áfram í starfi sem námi og getur sú leit jafnvel orðið æði dýrkeypt, sérstaklega ef viðkomandi tekur lán til náms sem hætt er við. Þó má segja að í stað þess að aðhafast ekkert til að finna út úr málunum sé það oft reynslunnar virði að prófa sig áfram en að sjálfsögðu kostar það bæði ein- staklinginn og þjóðfélagið peninga. Hvar liggur hæfileikinn? Til er önnur og fljótlegri aðferð til þess að komast að því hvernig fólk getur á sem bestan hátt nýtt sér hæfileika sína í starfi og námi. Þá aðferð nota þær Sölvína og Ágústa og felst hún einkum í viðurkenndu prófi eða sálfræðilegu ábendi, eins og þær vilja kalla það. Er það upp- runnið í Bandaríkjunum og nefnist Strong Campbell. Prófið felst í spurningalista um áhugasvið ein- staklingsins og inniheldur 325 krossaspurningar sem viðkomandi einstaklingur svarar. Síðan eru svör- in unnin í tölvu sem vinnur eftir þar til gerðu forriti sem gefur yfirgrips- miklar upplýsingar um áhugasvið og ákveðnar starfsstéttir tengdar því. Endanlegar niðurstöður eru túlkað- ar af sérfræðingum með þekkingu og reynslu í þessu prófi. Með þessu móti getur fólk á auð- veldan hátt gert sér betur grein fyrir hvert stefna skuli. Smiður, sjómaður, sjúkraþjálfari... fóstra, flugmaður, félagsráðgjafi... Hjúkrunarfræðingur, hótelstjóri, húsmóðir...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.