Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. Utlönd Kenýa ekki lengur fyrirmyndamkið Forseti Kenýa, Daniel Arap Moi, sera verið hefnr við völd í níu ár, lætur það ekki fara fram hjá neinum að það er hann og flokkur hans, KANU, sem ráða ferðinni. Hann hefur með hörku þaggað niður í andstæðingum sínum og. flestöllum fjölmiðlum. Moi er þannig búinn að gi'afa und- an því verðskuldaða áliti sem Kenýa naut vegna atorku, stöðugleika og þolinmæði í þessari heimsálfú þar sem ringulreiðin annars ríkir. Forsetinn ræður nú vfir dóms- málaráðuneytinu. Tillaga um breyt- ingu á stjórnarskránni var afgreidd með hraði í þinginu í lok síðasta árs þar sem umráð dómsmálaráðherra landsins og hagsýslustjóra voru minnkuð. Fvrir fimm árum var einn- ig gerð breyting á stjórnarskrá landsins. Var þá ákveðið að aðeins einn stjómmálaflokkur skyldi vera í Kenýa og nú hefúr Moi gert hann valdameiri en þingið. Gagnrýnendur fangelsaðir Charles Rubia, fyrrum ráðherra, mótmælti og fullyrti að forsetinn hefði þvingað fram hlýðni við sig. Eftir þessi mótmæli var Rubia bann- að að taka þátt í atkvæðagreiðslum á þingi og var hann síðar í haldi lögreglunnar í fimm sólarhringa án þess að vera gefið nokkuð að sök. Þrátt fyrir þessar aðgerðir forset- ans gegn mótmælendum hafa lög- fræðingasamtök landsins og margir kirkjuleiðtogar gagmýnt brevting- una á stjórnarskránni. I fyrra reitti kirkjuráðið í Kenýa forsetann til reiði þegar það gagnrýndi nýjar kosningareglur. í forkosningum verða kjósendur að raða sér upp opinberlega fyrir aftan frambjóðand- ann, sem þeir ætla að kjósa, og er þar með atkvæðagreiðslan ekki lengur leynileg. Kemur þessi regla til framkvæmda í almennum kosn- ingum á næsta ári. Hindraður af lögreglu Howard Wolpe, þingmaður í full- tniadeild bandaríska þingsins, var nýlega á ferðinni í Nairobi. Wolpe situr í utanríkismálanefnd fulltrúa- deildarinnar og er yfirmaður undir- nefndar þeirrar er sér um málefni Afríku. Wolpe kvartaði undan því í Nairobi að lögreglan hefði hindrað hann í að ræða við Kenýabúa, þar á meðal Rubia, um mannréttinda- mál. Levnilegu samtökin Mwakenya, sem sögð eru aðhyllast kenningar Marx, eru forsetanum þymir í aug- um og fullyrðir stjómin að þau ætli sér að steypa honum af stóli. Við réttarhöld vfir áróðursmönnum gegn ríkinu hafa sextiu og fjórir meintir aðilar samtakanna verið dæmdir til fangelsisvistar síðastliðna ellefu mánuði. Meðal þeirra vom fimm blaðamenn. Vitað er um níu í haldi og fleiri hafa flúið land. Mwakenyasamtökin vom stofnuð innan veggja háskólans í Nairobi en viðskiptamenn og bændur em einnig í félagatölu þeirra. Aðild að samtök- unum er ekki bundin við neinn sérstakan ættflokk og þykir það óvenjulegt í Kenýa. Flokksmeðlimir í samtökun- um Erfitt hefur þótt að verða einhvers vísari varðandi samtökin en snemma í þessum mánuði þótti ástæða til að Moi, forseti Kenýa, hefur með hörku þaggað niður í andstæðingum sin- um. halda að meðlimir KANUflokksins væru í tengslum við samtökin. Að- stoðaratvinnumálaráðherrra var vikið úr embætti og hann rekinn úr flokknum og ritari flokksins í Nak- uru, sem stefnt var fyrir áróður gegn ríkinu, hefur lýst fundum samtak- anna og siðavenjum við eiðtöku en þær minna á Mau Mau hreyfingu Kikuyuættflokksins sem barðist fyr- ir sjálfstæði landsins. Báðir þessir menn tilheyra Kikuyuættflokknum sem er stærsti ættflokkur Kenýa. Ef ættflokkurinn hefur myndað leynileg samtök og þau teygja anga sína til stjómarflokksins er ekki víst nema Moi forseti hafi ástæðu til að vera var um sig. ástæður fyrir því að kjósa kratana ALÞYÐUFLOKKURINN I REYKJAVIK leggur út í kosningabaráttuna meö sterkum og framsæknum framboðslista, SIGURLISTANUM ’87. Styrkur hans helgast af fjölbreyttum starfsferli þess fólks sem hann skipar, ólíkri lífsreynslu þess og hæfileikum. Þetta eru fulltrúar þess fólks, sem myndar íslenskt NÚTÍMASAMFÉLAG og vill móta framtíð þess í anda JAFNAÐARSTEFNUNNAR. JAFNAÐARSTEFNAN ER f SKRIÐÞUNGRI SÓKN UM ALLT LAND. Taugaveiklun í herbúðum andstæðinganna er því skiljanleg. Alþýðuflokkurinn stefnir ákveðið að því að 5 EFSTU MENN LISTANS í REYKJAVlK TAKI SÆTI Á ALÞINGI ÍSLENDINGA EFTIR KOSNINGAR. 5 ÁSTÆÐUR fyrir því að KJÓSA KRATANA eru fólkið sem skipar 5 EFSTU SÆTIN. 1. JÓN SIGURÐSSON, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, einn helsti efnahagssérfræðingur þjóðarinnar, 2. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR, alþm., sem með atorku sinni á þingi hefur þokað íslensku samfélagi á brautir velferðarríkisins, 3. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON alþm., sem með festu sinni og sókndirfsku hefur fylkt Alþýðuflokknum í fremstu víglínu íslenskra stjórnmála, 4. LARA V. JÚLÍUSDÓTTIR, lögfræðingur ASÍ og formaður Kvenréttindafélags íslands með nána reynslu af kjara- og jafnréttisbaráttu. 5. JÓN BRAGIBJARNASONI ífef naf ræðingur, talsmaður nýrra leiða í atvinnumálum íslendinga. 25. APRIL NÁLGAST! NÚ HAFA ALLIR FLOKKAR KYNNT LISTA SÍNA. GERIÐ SAMANBURÐ Á ÞESSUM LISTA OG LISTUM ANNARRA FLOKKA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.