Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. 47 DV Dægradvö] Fyrir fólk á öllum aldri í Bandaríkjunum er svona starfs- ráðgjöf almenn og Strong Campbell- prófið, sem áður var nefnt, er víða sett sem inntökuskilyrði í ýmsa skóla. Fólk, sem þegar hefur valið sér nám eða starf, fer oft i svona próf til að fá staðfestingu á hvort valið hafi verið rétt. Annar hópur, sem hefur notfært sér þessa ráðgjöf, eru konur sem hafa verið heimavinnandi en vilja fara aftur út á vinnumarkaðinn. Einnig er algengt að fólk á miðjum aldri vilji skipta um starf en hiki oft við að fara út í eitthvað nýtt af ótta við að missa ákveðið öryggi sem það tel- ur sig hafa. Eftirlaunaþegar, sem kjósa að starfa áfram, og fólk, sem veikist og getur ekki snúið aftur til fyrri starfa, hefur gjarnan nýtt sér þennan möguleika við að endurmeta stöðu sína eins og aðrir þeir sem standa á tímamótum. Að láta slag standa Þær Ágústa og Sölvína töluðu um að svonefndar staðalmyndir villtu um fyrir mörgum, þ.e.a.s. að fólk væri búið að búa sér til ákveðna mynd í huganum af ákveðnum starfs- stéttum án þess að íhuga betur í hverju starfið fælist. Þess vegna er mikilvægt að fá fólk til að sjá í gegn- um þessar staðalmyndir og beina augunum að eðli starfsins. Þær sögðu það mikilsvert að fá fólk til að viðurkenna hæfileika sína og losna við ranghugmyndir um sjálft sig. Þegar fólk hefur komið sér niður á afmarkað áhugasvið, sem er kjörið miðað við hæfileika þess, er ekki annað eftir en að láta slag standa og gera það sem hugurinn stendur til. Læknir, listamaður, Ijósmyndari BILAKLÆÐNINGAR .FRAMLEÍDVM BILSTOLA I Bronco. Blazer.ToyotaHílux. Scout. Wagoneer. WillJ1*. ofl. TEGVNDIR JEPPA og Fólhsbila. EIGVM FYRIRLICCJANDI STÓLA í IADA SPORT. BOLSTRUN BJARNA HOLABERG 78 REYKJAVIK ^78020 0 lUÚ STARFSFÓLK Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vantar starfsfólk við Sumardvalarheimilið í Reykjadal sumarið 1987. Eftir- taldir starfsmenn verða ráðnir: Forstöðumaður, menntun á sviði uppeldis- mála æskileg og þá helst með tilliti til fatlaðra. Fóstrur og þroskaþjálfar. Aðstoðarfólk við umönnun barna. Sjúkraþjálfari. Iðjuþjálfari. Næturverðir. Ræstingafólk. Matráðskona. Aðstoðarfólk í eldhúsi. Ráðningartími er frá 1. júní til 1. september nk. Laun eru skv. kjarasamningum BSRB og Starfs- mannafél. Sóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11 -13,108 Reykjavík, fyrir 6. mars nk. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofu félagsins að Háaleitisbraut 11-13. Sími 84999. GAMLIR KUNNINGJAR A GAMLA. GOÐA VERÐINU MARKAÐNUM LÝKUR Á MORGUN Opið mán.-þri. kl. 12-19 Pú rekst þarna á söguhetjurnar í löngum röðum. íslenskar og erlendar. Bundnar og óinnbundnar. Og þú getur tekið þær allar með þér heim — fyrir lítið fé. Bókamarkaðurinn í Nýjabæ er með gamla, góða laginu. Fjölbreyttur, spennandi og ÓDÝR. Strætisvagnar nr. 2, 3 og 16 stoppá beint fyrir utan Nýja- bæ. Þeir ganga m.a. frá Hlemmi og Lækjartorgi. LESKRÓKUR - BARNAGÆSLA Greiðslukortaþjónusta FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA í NÝJABÆ, EIÐISTORGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.