Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 40
RETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. Franskar á röngu tollnúmeri? Kartöflubændur við Eyjafjörð vinna nú að því að fá fram rannsókn á því hvort franskar kartöflur séu fluttar inn til landsins á röngu tollnúmL'ri. Telja þeir að kartöflurnar séu skráðar sem grænmeti þegar þær em fluttar inn og þar af leiðandi er enginn tollur greiddur af þeim en samkvæmt lögum á að greiða 40‘%, toll af innfluttum frönskimi kartöflvmi. Eiríkur Sigfússon. bóndi í Eyjafirði. sagði í samtali við DV í morgun að talið væri að 1200 tonn af frönskum kartöflum hefðu verið flutt inn á síð- asta ári en í viðskiptaráðunevtinu væri skráð að 400 tonn hefðu verið flutt inn. Þá benti hann á að innlend fram- leiðsla á frönskum kartöflum hefði svo tíl alveg dottið niður enda væru inn- fluttu kartöflurnar mun ódýrari en þær innlendu. Fvrst eftir að farið var að framleiða franskar kartöflur hér á landi var mikil sala í þeim og allt þar til í fvrra að verðið lækkaði svo mjög á innfluttu kartöflunum. Sagði Eiríkur að nú væri verið að kanna lagalegu hlið þess að kæra þetta mál. -S.dór Steingrímur með loðhúfu í Moskvu Steingrímur Hennannsson for- sætisráðherra og kona hans, Edda Guðmundsdóttir, komu til Moskvu ’ gærkvöldi í opinbera heimsókn ásamt fóruneyti. Ræðir Steingrím- ur við Nikolai Ryzhkov forsætis- ráðherra og hittir einnig Mikhail Gorbatsjov aðalritara. Kalt var í Moskvu í morgun. 22 stiga gaddur og Steingrímur kom- inn með loðhúfu. Heimsókninni lýkur síðdegis á morgun en þá fljúga forsætisráðherrahjónin í aðra opinbera heimsókn, til Dan- merkur. -KMU Búvömr hækka - og aftur eflir háHan mánuð: :■ Hækkanir allt að 6% Heildsöluverð búvara hækkar um 4,4% til 5,9% nú um mánaðamótin en þetta er aðeins helmingur þeirrar hækkunar sent ákveðin var á fundi sexmannanefndar í gær og kemur hinn helmingur hækkunarinnar til framkvæmda eftir hálfan mánuð. Samkvæmt upplýsingimi sem DV fékk hjá Gunnari Guðbjartssyni. framkvæmdastjóra Framloiðsluráðs landbúnaðarins. hækkar heildsölu- verð eins lítra af mjólk tmi 4.85°';, í heildsölu og smásöluverð hækkar úr 39 krónum í 41.20 krónur. Heikl- söluverð kvartlítra af rjóma hækkar um 4.52% og smásöluverðið úr 61.80 krónum í 64.60 krónur. eitt kíló af smjöri hækkar í heildsölu tmi 4,98°;,. úr 212.80 krónum í 254,90 krónur. Verð á osti í heild.sölu hækkar tmi 4.39% og smásöluverðið úr 337,20 í 352 krónur. Verð á skvri hækkar úr 68.80 króntun í 72 krónur kílóið og hækkun þess í heildsölu nemur 4.65%. Verð kindakjöts í heilum skrokk- um. 1. flokks. hækkar urn 5,87% í heildsölu eða úr 241.30 króntun í 255,50 krónur kílóið og heildsölu- vei'ð nautakjöts hækkar um 4,39% og kílóverðið í smásölu í heilum skrokkum úr 255,80 í 267,10 krónur hvert kfló. Ingi Tryggvason, formaður Stétt- arsambands bamda, sagði að nefnd- inni hefði borist bréf frá ríkisstjórn- inni um að samþvkkt yrði að fresta hlutíi þeirrar hækkunar sem koma átti um mánaðamótin tun hálfan rnánuð. Með tilliti til þess hefði ver- ið ákveðið að nú myndu aðeins 10 prósentustig þeirrar 22% hækkunar sem verða átti á launalið verðlags- grundvallarins koma til fram- kvæmda. Hækkunin er minni á mjólk en kjöti vegna lækkunar kjarnfóðurs. Ágreiningur varð í nefridinni um afstöðuna til frestunarbeiðni ríkis- stjómarinnar og sagði Ingi að full- trúar bsenda ásamt einuin fulltrúa neytenda hefðu verið frestun hlynnt- ir en tveir fúlltrúar neytenda hefðu verið frestun andvígir og talið rétt að hún kæmi strax til framkyæmda. Bifreiðarnar voru mjög illa útlitandi eftir áreksturinn, eins og þessi mynd af annarri bifreiðinni ber með sér. DV-mynd: S ÍMJ Harður árekstur á Kjalamesi: Báðir ökumennirnir létust Mjög harður árekstur varð rétt norðan við Tíðaskarð á Kjalarnesi í gærdag er þar skullu saman tvær fólksbifreiðir er komu úr gagnstæðum áttum. Við áreksturinn létust öku- menn beggja bifreiðanna. Okumaður var einn í annarri bif- reiðinni en í hinni voru þrír farþegar, kona, er sat frammi í slasaðist, tölu- vert og var flutt á slysadeild en tvö börn, seni voru aftur í, sluppu að mestu. Eftir að áreksturinn varð tepptist umferöin á vegintmi í báðar áttir og mynduðust langar biðraðir bíla beggja vegna slysstaðarins um tíma. -FRI LOKI ...og fingravettlinga! Veðrið á morgun: Þurrt norðaustan- lands Á þriðjudaginn verður suðaustlæg átt og víða slydda eða rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 0-5 stig. Eldur í tríllu Aðfaranótt sunnudagsins kviknaði í lítilli trillu við Óseyrarbryggjuna í Hafnarfirði. Tveir menn höfðu verið að vinna í trillunni við að útbúa hana undir róður sem átti að verða í dag. Þeir brugðu sér ffá og er þeir komu aítur var kviknað í trillunni. Slökkviliðið í Hafharfirði var kallað út og gekk greiðlega að ráða niðurlög- um eldsins en trillan skemmdist mikið af völdum hans. -FRI Kristín á Suðuriand „Efsta sætið er ekkert leyndarmál, það skipar Kristin Ástgeirsdóttir," sagði Svanheiður Ingimundardóttir, kosningastjóri Kvennalistans í Suður- landskjördæmi, í morgun. Kvennalistinn á Suðurlandi verður formlega birtur á hátíðarfundi á Hótel Selfossi um næstu helgi. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.