Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. Fréttir Bankakort, misheppnuð framkvæmd: litið notuð í tékka- viðskiptum og hraðbönkum Bankakortin hafa verið til umfjöll- unar hér í DV og ljóst af þeirri umfjöllun að þau eru misheppnuð framkvæmd hvað varðar notkun þeirra í almennum tékkaviðskiptum. Einnig mun lítil notkun þeirra í hraðbönkum hingað til hafa valdið bankamönnum vonbrigðum enda var ráðist í gífurlega fjárfestingu af hálfu hankanna með hraðbönkun- um, fjárfestingu sem ekki ætlar að skila sér eins og málin standa í dag. Islendingar eru öðrum þjóðum gefnari fyrir notkun tékka í viðskipt- um sínum. Miðað við Norðurlöndin erum við með langmesta tékkaútg- áfu á mann eða 85 tékka að meðaltali á ári. Næstir okkur eru Danir í ték- kaútgáfunni með 40 tékka á mann. síðan koma Norðmenn með 23 tékka á mann en Finnar og Svíar gefa aðeins út 15 tékka á mann að meðal- tali árlega. Með tilkomu greiðslukortanna var talið að þessi gífurlega tékkanotkun myndi minnka verulega en slíkt hef- ur ekki gerst enn og veldur það bankamönnum nokkrum heilabrot- um þótt ekki hafi þeir neinar algildar skýringar á þessu fyrirbæri. Á síð- asta ári gáfu íslendingar þannig út 21 milljón tékka og var veltan í þess- um viðskiptum um 500 milljarðar króna. þrátt fyrir að útgáfa greiðslu- korta hafi 'þá náð nær 100.000 kortum. En jafnframt þessu veldur hin mikla tékkaútgáfa bankamönnum Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%> hæst Innlán dverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 12-20 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 18 Bb Ávisanareikningar 3-10 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. Lb.Úb. Vb 6 mán. uppsögn 2.5-4 Ab.Úb Innlán með sérkjörum 10-21.5 Innlán gengistryggð Sandarikjadalur 5-6 Ab Stcrlingspund 9.5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 9-9.75 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 17.75-20 Ib Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge/21. 75-22 Almenn skuldabréf(2) 18-21.25 Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 18.5-21 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árurn 5.75-6.75 Lb Til lengri tima 6.25-6.75 Lb litlán til framleiðslu ísl. krónur 15-20 Sp SDR 7.75-8.25 Lb.Úb Bbndarikjadalir 7.5-8 Sb.Sp Sterlingspund 12.25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5.75-6.5 Úb Húsnæðislán 3.5 Lifey rissjóðslán 5-6,5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalafeb. 1594 stig Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hækkaöi7.5% l.jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 310 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV ó fimmtu- dögum. nokkrum vandræðum því sam- kvæmt bókhaldslögum verður að geyma tékkana í 7 ár. Fer því mikið pláss í skjalageymslum bankanna undir þessa pappíra og má nú mæla tékkaflóðið í tugum tonna í þessum geymslum. Gúmmítékkar fyrir rúm 600.000 Það var að undirlagi kaupmanna og dómsyfirvalda að bankarnir fóru út í bankakortin en auk þess að vera trygging fyrir ákveðinni upphæð á tékkum áttu kortin að koma í veg fyrir tékkamisferli eða fals. Slíkt hefur ekki gerst því samkvæmt upp- lýsingum frá rannsóknarlögreglunni hefur tékkafals ekki minnkað á síð- asta ári miðað við árið á undan, raunar má segja að RLR sé að drukkna í því tékkaflóði sem stofh- unni berst til meðferðar. Fyrir utan falsaða tékka kemur einnig töluvert af „gúmmítékkum" eða innstæðu- lausum tékkum til meðferðar hjá RLR og sagði Helgi Daníelsson, yfir- lögregluþjónn hjá RLR, f samtali við DV að hann hefði tekið saman upp- hæð þeirra á tveimur vikum í febrúar og hefði hún þá numið á sjöunda hundrað þúsund krónum. Innstæðulausir tékkar eru nokkuð sem erfitt er að varast en hvað föls- uðu tékkana varðar segir Helgi að hægt sé að koma í veg fyrir 90% þeirra með réttri notkun á banka- kortum. Fréttaljós Friðrik Indriðason Aðeins 7% notkun Rétt notkun á bankakortum, eða notkun þeirra yfirleitt, virðist þó eiga langt í land hjá íslendingum miðað við upplýsingar frá Hönnu Pálsdóttur, yfirféhirði Búnaðar- bankans. Hún hefur gert fjórar skyndikannanir í Búnaðarbankan- um á notkun bankakorta undan- fama tvo mánuði. I hverri könnun var tekið 1000 tékka úrtak, það er af tékkum sem bárust inn á við- skiptareikinga í bankanum, og kom í ljós að aðeins í um 7% tilvika voru tékkamir með skráð bankakorta- númer. Hæst fór hlutfallið í 12,2% eftir helgi og sagði Hanna það vera vísbendingu um að þessi mál væm í nokkuð góðu lagi hjá skemmtistöð- unum en lægst fór hlutfallið niður í 6,4% eftir miðvikudag í einni vi- kunni. „Eins og er virðist það vera eitt- hvert feimnismál að biðja um bankakort þegar framvísað er tékka og þess vegna sleppa ýmsir drjólar í gegn með falsaðar ávísanir. Við þurfum að berjast gegn þessu og fá það inn í vitund fólks að það sé sjálf- sagður hlutur að biðja um kortin," sagði Hanna Pálsdóttir í samtali við DV. Fram hefur komið í umfjöllun DV að alls hafa verið gefin út 115.000 bankakort en af þessum fjölda má áætla að 70% séu fyrir „lifandi" reikninga eða um 80.000 kort. Þessi kortaútgáfa hafði ærinn tilkostnað í för með sér fyrir bankana, tilkostn- að sem ekki hefur skilað sér sem skyldi því miðað við skyndikannanir Hönnu er aðeins beðið um 5600 af þessum kortum að jafhaði þegar framvísað er tékka. Tveir ónýttir möguleikar Er DV rseddi við þrjá menn er skipa starfshóp um hraðbanka, en hópurinn vann að undirbúningi bankakortamálsins, kom fram að þrátt fyrir að þeir hefðu orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð almenn- ings við kortunum töldu þeir framkvæmdina alls ekki misheppn- aða, einkum ef haft væri í huga að eftir er að koma í gagnið tveimur möguleikum í viðbót sem kortin bjóða upp á. Hér er annars vegar um að ræða notkun kortanna í „beinlínu" af- greiðslutækjum sem bankamir taka upp á næsta ári. Þá þarf korteigandi ekki að tala við starfsmann banka til að fá útskrift úr reikningi sínum, hann getur fengið hann beint með kortinu. Hinn möguleikinn, sem lengra er í, er að bankakortin verði notuð á svipaðan hátt og greiðslukort í versl- unum. í verslunum yrði þannig komið upp afgreiðslutæki sem bankakorti yrði stungið í og upp- hæðin sem verslað væri fyrir dregin beint af reikningi viðkomandi. Hvað síðari möguleikann varðar er ljóst að hann kemst ekki í gangið áfallalaust og mun helsta deiluefnið þar verða hver eigi að borga fyrir þær símalínur sem þarf í kerfið, bankamir eða verslanirnar. Harðbankinn og vextir Það er ekki þekkt staðreynd hvað hraðbankana varðar að ef lagt er inn í þá eftir lokun bankanna reiknast ekki vextir af upphæðinni fyrr en bankarnir em opnaðir aftur á mánu- dagsmorgni. Svipað gildir um drátt- arvexti af lánum sem borguð em í gegnum hraðbanka eftir lokun á föstudegi. Dráttarvextimir em tekn- ir áfram af upphæðinni fram á mánudagsmorgun. Eins og fram hefur komið hefur lítil notkun hraðbankanna hingað til valdið bankamönnum vonbrigð- um. Þeir hraðbankar sem mest em notaðir em þeir við Hlemm og í Austurveri. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- vinnubankanum í Austurveri er þetta þröngur hópur fólks sem notar hraðbankann, yfirleitt alltaf sömu aðilamir. Upphaflega hugmyndin með hraðbönkunum, fyrir utan að bæta þjónustuna við almenning, var að létta afgreiðslustörfum af banka- fólki en slíkt hefur ekki gerst í neinum teljandi mæli hvað svo sem verður í framtíðinni. -FRI Níu ára drengur fékk bikar fyrir laxveiði „Jú, þetta var spennandi og það tók um 40 mínútur að landa laxinum, pabbi hjálpaði mér aðeins við löndun- ina,“ sagði Garðar Öm Dagsson, en hann veiddi stærsta laxinn af bömum félagsmanna í veiðifélaginu Straum- um í Móhellufljótinu í Staðarhólsá í Dölum síðasta sumar. Gai’ðar Öm Dagsson er aðeins níu ára og yngsti verðlaunahafi sem fengið hefur verð- laun fyrir laxveiði hérlendis. „Ég sá ekki laxinn strax og þetta var gaman, hef ekki áður veitt svona vænan lax, hef veitt í Hvolsá og Stað- arhólsá nokkrum sinnum og ætla í hana næsta sumar.“ Straumar héldu árshátfð sína á laug- ardaginn og var fjölmennt, en þeir leigja meðal annars Hvolsá og Staðar- hólsá f Dölum. Margt var til skemmt- unar og tókst vel til. Glæsilegir bikarar vom veittir til eignar og hlutu eftirtaldir þá: Dagur Garðarsson fyrir stærsta silunginn, 4 pund, í Staðar- hólsá, veiddan á Tail and Silver nr. 10; af félagsmönnum veiddi Elín Guð- brandsdóttir stærstan lax á maðk; í Þverá í Svínadal; Jón Pétursson veiddi stærsta laxinn á flugu, 20 punda lax á rauða Fransis í Hvolsá og svo Garðar Öm Dagsson. -G.Bender Guðbrandur Jónasson afhendir Garðari Erni Dagssyni bikarinn fyrir 16 punda laxinn. DV-mynd G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.